Page 1 of 1
Bjórbúðir í Gautaborg
Posted: 29. Sep 2013 20:12
by rdavidsson
Sælir,
Getur einhver bent mér á góða bjórverslun í Gautaborg..? Er að fara þangað í viku og langar að kaupa mér einhverja góða bjóra til að taka með heim.
Re: Bjórbúðir í Gautaborg
Posted: 29. Sep 2013 22:09
by helgibelgi
Sæll, get nú því miður ekki hjálpað þér varðandi bjórbúðir, en ef þú vilt kíkja á góða bari, kíktu þá á Andra Långgatan. Þar eru nokkrir góðir barir. Mæli sérstaklega með The Rover.
Re: Bjórbúðir í Gautaborg
Posted: 29. Sep 2013 22:22
by rdavidsson
helgibelgi wrote:Sæll, get nú því miður ekki hjálpað þér varðandi bjórbúðir, en ef þú vilt kíkja á góða bari, kíktu þá á Andra Långgatan. Þar eru nokkrir góðir barir. Mæli sérstaklega með The Rover.
Takk fyrir þetta, flott að vita nafnið á götunni, var einmitt búinn að heyra af þessum Rover bar

Re: Bjórbúðir í Gautaborg
Posted: 30. Sep 2013 08:13
by Maggi
Eins og þú kannski veist þá er áfengisala í Svíþjóð stjórnað af ríkinu og því eru þeir með System Bolaget. Þú getur farið á heimasíðu þeirra og séð hvar hverjir bjórar eru til
http://www.systembolaget.se/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég var þarna í ágúst og fór í system bolaget við Gårda Åvägen 42, Göteborg
Ég keypti alveg heilan helling eins og Poppels (brown, ipa, apa), Oppigards (amariollo, indian tribute), Mohawk Extra IPA (svakalegur bjór), Dugges (1/2 idijot), Svårt. Ég get nú ekki annað en sagt að Svíar brugga góðan bjór.
Það er ágætis úrval af bjór þar. Held að það séu samt aðrar stærri búðir í Gautaborg. Svo er einnig fínt verð á innfluttum bjórum eins og Orval sem var á 25 kall sænskar.