Eplamjöður / Cyser?

Spjall um mjaðargerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Eplamjöður / Cyser?

Post by hrafnkell »

Nú er ég með 2 gallon af eplasafa úr kosti og 5lbs (2.26kg) af smárahunangi, einnig úr kosti. Mig langar að gera mér mjöð úr því. Skv því sem ég hef lesið er það ágætis hlutfall af vökva/hunangi.

Nú hef ég aldrei smakkað góðan mjöð, og er því 100% grænn með næstu skref.

Eru einhverjir mjaðargerðarmenn hérna með góð tips? Vil ég krydda mjöðinn, rúsínur, hvaða ger nota ég? Gernæring? Gerkraftur?


Ég hef lesið um margt af þessu, en það væri skemmtilegt að fá leiðbeiningar frá einhverjum sem hefur gert mjöð, og verið ánægður með útkomuna.
Last edited by hrafnkell on 29. Oct 2013 23:08, edited 1 time in total.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður?

Post by hrafnkell »

Lítið að ske hérna.. :)

Hér er hráefnið sem ég hafði hugsað mér að nota í eina lögn. Spurning hvort ég drífi ekki bara í því, hendi us05 á þetta og smá gernæringu og kraft. Svo get ég pælt í kryddi í rólegheitunum.

Image
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður?

Post by Eyvindur »

Það var nýlega nokkur umræða um mjöð á beerandwinejournal.com. Ég held að eplasafinn gefi einmitt fína steinefnaflóru sem annars gæti vantað. Svo er oft talað um að gefa súrefni og næringu reglulega næstu daga eftir pitch (maður þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af oxun í maðargerð og í bjórgerð).

En ég tek fram að ég hef ekki búið til mjöð. Þetta eru bara þær upplýsingar sem ég hef heyrt útundan mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Eplamjöður?

Post by Haukurtor »

Hef aldrei búið tið Cyser en gerði Mjöð fyrir nokkrum mánuðum. (tæknilega séð Metheglin)

Þar sem hungang er svo næringasnautt skiptir rosalega miki máli að nota næringu, eins og DAP (gefur gerinu það Nitur sem vantar) og Fermaid-K (næring).
Fer eftir því hvern þú spyrð en flestir mæla með að bæta næringu úti í þrepum.
Og þar sem hunang er svo steinefnasnautt og skortir nitur þá skiptir máli að gefa gerinu eins mikið forskot og þú getur.
Ég rehydrade-aði gerið með Go-Ferm protect ( http://morebeer.com/products/goferm-protect.html" onclick="window.open(this.href);return false;) og mæla margir með því.

Hinsvegar þar sem að vökvinn hjá þér er eplasafi er eitthvað meira af næringu í honum heldur en hunang/vatns blöndu.
En það er hinsvegar töluvert minna niturmagn í eplasafa heldur en í virti. Þannig það er spurning um að bæta við DAP.


Mæli sterklega með því að hlusta á Mead þáttinn hjá Jamil.
http://thebrewingnetwork.com/shows/The- ... w-12-01-08" onclick="window.open(this.href);return false;
Þar er viðtal við Ken Schramm höfundur 'The Compleat Meadmaker'
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður?

Post by hrafnkell »

Henti í þennan í gærkvöldi.

2 gallon eplasafi, 5lb smárahunang (sama og á myndinni í fyrsta pósti).
Setti svo súrefni í ca 60sek og teskeið af wyeast gernæringu. Gerið sem varð fyrir valinu er wyeast 4184 - Sweet mead.

Þetta verður í versta falli athyglisvert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður?

Post by Eyvindur »

OG?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður?

Post by hrafnkell »

Eyvindur wrote:OG?
Potato.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður?

Post by Eyvindur »

Haha... Mældirðu semsagt ekki? ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður?

Post by hrafnkell »

Eyvindur wrote:Haha... Mældirðu semsagt ekki? ;)
Nei :) Hunangið var eitthvað tregt til að blandast 100% þannig að ég nennti ekki að pæla í gravity.

Ég bara fann umræðu á netinu þar sem menn voru að nota sama magn/hlutföll og er sáttur ef þetta bragðast ágætlega. Gravity ætti að vera um 1.110-ish, 14.5% ef þetta endar dry - sem er spurning, því sweet mead gerið er bara gefið upp fyrir 11% :?

Veit ekki alveg hvað ég geri í germálum, ég gerði bara ráð fyrir að gerið væri til í þetta. Sleppur kannski þar sem ég notaði næringu og súrefni?


Fínt spreadsheet fyrir útreikninga hér:
http://home.comcast.net/~mzapx1/FAQ/Honey.xls" onclick="window.open(this.href);return false;
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by drekatemjari »

Hrafnkell, hvaða græjur ertu að nota til að bæta súrefni og hvað kostuðu þær.
Geri ráð fyrir að 60 sec af súrefni þyði að þú hafir notað hreint súrefni og stein.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by hrafnkell »

drekatemjari wrote:Hrafnkell, hvaða græjur ertu að nota til að bæta súrefni og hvað kostuðu þær.
Geri ráð fyrir að 60 sec af súrefni þyði að þú hafir notað hreint súrefni og stein.
Passar. Ég er með einnota kút (sem dugar í 100 bjóra sennilega), krana og 0.5 micron ryðfrían stein. Ég er að selja svona pakka á 15.000kr
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by Eyvindur »

Sleppur eflaust. Ef þetta verður allt of sætt hendirðu bara smá kampavínsgeri út í og málið dautt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by hrafnkell »

Eyvindur wrote:Sleppur eflaust. Ef þetta verður allt of sætt hendirðu bara smá kampavínsgeri út í og málið dautt.
Já. Ég ætla amk að leyfa mjaðargerinu að dunda sér við þetta í rólegheitunum. Svo hendi ég cider eða kampavínsgeri ef það þarf eitthvað uppá.

Var að gæla við að henda smá súrefni og næringu í þetta núna eftir 3 daga í gerjun, til þess að hressa aðeins upp á gerið. Er það nokkuð al galið?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by Eyvindur »

Menn vilja meina að það sé lykillinn að velgengni í þessu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by hrafnkell »

3/8 úr teskið af næringu og súrefni í 40sek í dag, tæpum 5 sólarhringum eftir að gerjun hófst. Þetta verður vonandi til þess að mjöðurinn verður óstjórnlega góður! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by Eyvindur »

Ekkert víst að þetta klikki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by hrafnkell »

Ég tók sýni og smakkaði í gær. Cyserinn var kominn í 1003 og var sennilega bara passlega sætur og sallafínn. Það kemur mér smá á óvart að þetta var ekkert ógeðslegt og bara frekar gott :)

Sweet mead gerið átti greinilega ekki í neinum vandræðum með að gerja þetta (amk með súrefnis og næringarskotunum). Ég gerjaði seinustu 2-3 vikurnar í 21 gráðu.

Hvenær ætti maður að kalla gerjun búna og setja þetta á flöskur? Græði ég eitthvað á því að bulk-aldra þetta fyrst þetta er orðið frekar smooth nú þegar? Secondary, yay or nay?

Image
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by Eyvindur »

Nay!

Vera viss um að gerjun sé alveg hætt og flaska, klárlega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by hrafnkell »

Ætli ég hendi þessu ekki bara á 10l kút og leyfi þessu að standa svolítið í honum. Þá er ég búinn að koma þessu í var, secondary og allskonar fínerí í einu skrefi. Get svo kolsýrt ef mér svo sýnist, eða gleymt þessu í nokkra mánuði.

Pæling nr 2: Kolsýrt eða ekki?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eplamjöður / Cyser?

Post by Eyvindur »

Kolsýrt. Hugsa að þetta væri dull annars.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply