Page 1 of 1

Teresa frá Borg

Posted: 23. Sep 2013 17:28
by Eyvindur
Jæja, kominn með Teresu heim og búinn að hella í glas. Hripaði niður allra fyrstu áhrif. Ég er búinn að vera með pínu nefrennsli og dót undanfarið, þannig að ég gæti skipt um skoðun á næstu dögum/vikum, en þetta er það allra fyrsta sem ég krotaði hjá mér:

Góður haus, eyðileggst aðeins af því að ég er með glas sem var þvegið í uppþvottavél. Tær, fallegur ryð-rauður litur

Sítrusilmur gýs upp um leið og maður hellir í glasið. Svo er smá minta og malt í ilminum. Þetta er ekki sami sítrusilmur og af Úlfi, til dæmis, heldur aðeins meiri jörð.

Sítrus og minta í bragði, og góður maltkeimur. Brauð og kex, gott jafnvægi á milli humla og malts.

Mjög ánægjulegur bjór. Líka skemmtilegt að fá bjór frá Borg sem er ekki nema 5,5%. Þeir kunna vissulega að búa til stóra bjóra, en gaman að fá bara svona miðlungsbjór til tilbreytingar.

Re: Teresa frá Borg

Posted: 3. Oct 2013 19:28
by Feðgar
Þessi er of súr fyrir minn smekk.
Eða kannski átti ég bara von á einhverju sem var meira í áttinna að IPA (Beiskju)


EDIT

Jæja eftir umræðu um þennan hjá Rúnari þá ákvað ég að gefa honum annan séns.
Fyrsta flaskan sem ég smakkaði var súr. Eiginlega bara vond þegar ég hugsa til baka.

Er að með einn í glasi núna og það er allt annar bjór. Maltaðri með smá humla beiskju og rosalega flottur á litinn.

Re: Teresa frá Borg

Posted: 12. Oct 2013 21:30
by Oli
Þess má geta að Teresa sigraði í októberfestsmakki vestfjarðadeildarinnar með 38 stig af 50 mögulegum. Ansi skemmtilegur þessi.