Page 1 of 1
Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 09:55
by siggis
Er e-r með gott húsráð varðandi þrif á varmaskipti
Það hefur greinilega gleymst að láta heitt vatn renna í gegnum varmaskiptin eftir síðustu lögn og mig grunar að það sé skán inni í honum sem fer ekki við það að láta heitt vatn buna í gegn.
Eru til e-r efni væri hægt að nota...nú eða aðrar aðferðir ?
Siggi
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 10:41
by sigurdur
Hvernig varmaskiptir? Plötu?
Ef þú ert með plötukæli, þá þarftu að láta eitthvað ætandi efni sem hefur ekki áhrif á málminn..
Með því að leita á netinu þá sá ég að það er hægt að nota Sodium Percarbonate (OxyClean) eða PBW (ef þú átt það til).
Sodium Percarbonate finnst í Bleech remover frá Sonnett (Yggdrasil).
Þú getur fundið mögulega eitthvað Sodium Percarbonate í öðrum hvíttunarvörum.
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 10:58
by hrafnkell
Ég á IP-4000, sem virkar vel á bjórstein og annað og er með tæringarverjandi efni. Það er hannað fyrir lokuð kerfi og ætti að vera eðal á varmaskipti. Getur fengið brúsa hjá mér við tækifæri.
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 11:09
by sigurdur
ATH. IP-4000 inniheldur milli 5-16% af virkum klór.
Ef þú notar IP-4000, EKKI LÁTA ÞAÐ BÍÐA, skolaðu strax.
Það ætti að vera í fínu lagi að láta IP-4000 renna í gegn, en ekki láta það standa yfir nótt, það ætir ryðfrítt stál og kopar.
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 12:54
by hrafnkell
sigurdur wrote:ATH. IP-4000 inniheldur milli 5-16% af virkum klór.
Ef þú notar IP-4000, EKKI LÁTA ÞAÐ BÍÐA, skolaðu strax.
Það ætti að vera í fínu lagi að láta IP-4000 renna í gegn, en ekki láta það standa yfir nótt, það ætir ryðfrítt stál og kopar.
Þó með tæringarverjandi efnum, og mælt með því á ryðfrítt. Ætti því að henta betur en t.d. klórsódi og hreinn klór.
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 14:54
by Eyvindur
Ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að kók eða borðedik virki best í svona. Minn túkall...
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 16:29
by einarornth
Einhverjir hafa verið að baka svona plötukæla í ofni. Prófaðu að leita á homebrewtalk að einhverju þannig.
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 23. Sep 2013 17:22
by Maggi
Siggi,
veistu hvaða málmur/málmar eru í varmaskiptinum? Best að komast að þvi fyrst áður en hreinsiefni eru valin.
Re: Þrifa á varmaskipti/kæli
Posted: 3. Oct 2013 21:47
by siggis
Ég er með einn svona
http://www.northernbrewer.com/shop/shir ... iller.html" onclick="window.open(this.href);return false;
this chiller is made of 10 plates of 316 stainless steel that have been brazed together with pure copper in an oxygen-free furnace