Page 1 of 1

Guy Fawkes - Amber ale

Posted: 21. Sep 2013 22:13
by tryggvib
Þessi er að sjóða hjá mér núna. Þetta er amber sem á að verða svipaður og Alaskan amber.

Code: Select all

4.3 kg Pale malt
0.45 kg Crystal 40 malt
0.3 kg Crystal 60
0.14 kg Crystal 90

18 g. 5% cascade 60 mínútur
31 g 3% saaz 15 mínútur
Uppskriftin talar um WUYEAST 1007 WLP 029 blautger en í samráði við Hrafnkel set ég S-05 út í í staðinn. Hrafnkell hjálpaði mér líka að finna hliðstæður í korninu.

Þetta er fimmta lögunin og þar af leiðandi nafnið á bjórnum tengt tölunni fimm. Er einhver sem getur séð tenginguna? Ef svo er ætti sá hinn sami/sú hin sama auðveldlega að geta ímyndað sér hvernig miðinn verður.

Re: Guy Fawkes - Amber ale

Posted: 21. Sep 2013 22:34
by kari
[quote="tryggvib"
Þetta er fimmta lögunin og þar af leiðandi nafnið á bjórnum tengt tölunni fimm. Er einhver sem getur séð tenginguna? Ef svo er ætti sá hinn sami/sú hin sama auðveldlega að geta ímyndað sér hvernig miðinn verður.[/quote]

"V for Vendetta".

Re: Guy Fawkes - Amber ale

Posted: 21. Sep 2013 22:55
by Eyvindur
Remember, remember...

Treysti því að þú drekkir fyrstu flöskuna þann 5. 11.

Re: Guy Fawkes - Amber ale

Posted: 22. Sep 2013 09:39
by sigurdur
Eyvindur wrote:Remember, remember...

Treysti því að þú drekkir fyrstu flöskuna þann 5. 11.
Ohhh .. snilli..

Fyrir þá sem ekki fatta hvað er verið að meina - http://en.wikipedia.org/wiki/Guy_Fawkes_Night" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Guy Fawkes - Amber ale

Posted: 22. Sep 2013 13:54
by tryggvib
kari wrote:"V for Vendetta".
Eyvindur wrote:Remember, remember...

Treysti því að þú drekkir fyrstu flöskuna þann 5. 11.
Jebb! Þótt Eyvindur eigi kollgátuna um nafnið þá á Kári kollgátuna um miðann (reyndar tengist þetta allt saman afskaplega vel).

Ég er einmitt að miða að því að flöskuopnunarhátíðin verði 5. nóvember :) Ég þyrfti eiginlega að útvega mér V for Vendetta myndasöguna til að lesa þegar ég opna bjórinn.

Re: Guy Fawkes - Amber ale

Posted: 5. Nov 2013 11:48
by Eyvindur
Gleðilegan Guy Fawkes dag!

Re: Guy Fawkes - Amber ale

Posted: 5. Nov 2013 21:08
by tryggvib
Eyvindur wrote:Gleðilegan Guy Fawkes dag!
Image

Úff hvað hann er góður :beer: