Page 1 of 1

Þvörusleikir - vel kryddaður dökkur jólabjór

Posted: 21. Sep 2013 22:04
by tryggvib
Það er reyndar svolítið síðan ég kláraði að brugga þennan (er með hann á flöskum núna) en þar sem ég ætla að leyfa honum að ná sér alveg fram að jólum leyfi ég mér að setja hann hér inn. Bruggdagurinn var 15. ágúst.

Ég er samt búinn að smakka hann og er geðveikt ánægður með hann. Hér er upprunalega uppskriftin. Hrafnkell hjálpaði mér við að finna hliðstæður í hillunum hjá honum

Code: Select all

5.4 kg 2-Row Brewers Malt
0.5 kg White Wheat
0.5 kg Crystal Malt 40°L
100 g Special Roast Malt
70 g Roasted Barley

43 g Hallertau (4.5%) 60 mínútur
14 g Cascade (5.5%) 10 mínútur
14 g Cascade (5.5%) 5 mínútur

0.5 kg hunang (við flameout)
4 kanelstangir (við flameout)
57 g engifer (við flameout)

Ég notaði svo tvo pakka af S-04 geri.
Ég lét kanelinn og engiferið liggja í gerjunarfötunni allan gerjunartímann (14 daga).

Þessi er vel kryddaður, dökkur bjór. Þegar ég opnaði gerjunarfötuna eftir gerjunina komst ég í þvílíkt jólaskap. Það rauk upp algjör jólalykt og hún helst vel eftir að hafa smakkað hann. Bjórinn er svolítið þungur og passar eiginlega best bara svona einn og sér (eða kannski með Nóa-konfekti, sjáum til). Þessi verður allaveganna sötraður á meðan jólakortin eru opnuð.

Varðandi nafnið þá er ég ekki í samkeppni við Borg sem notar jólasveinanöfnin (Stúfur hlýtur að koma í ár). Nafnið kemur til af því að ég gef bjórunum nafn miðað við númer hvað lögunin er. Þetta er fjórða lögunin og þar af leiðandi passaði Þvörusleikir best. Ef þetta hefði ekki verið jólabjórinn hefði ég gert eitthvað Star Wars tengt: "Episode IV: A new hop" eða eitthvað

Re: Þvörusleikir - vel kryddaður dökkur jólabjór

Posted: 21. Sep 2013 23:34
by Baldvin Ósmann
Lítur vel út. Er einmitt á höttunum eftir góðri jólauppskrift. Kemur bragð af hunganginu eða er það bara til að hækka gravity?


Ps.
Copyright-aðu þetta star wars nafn.

Re: Þvörusleikir - vel kryddaður dökkur jólabjór

Posted: 22. Sep 2013 13:59
by tryggvib
Baldvin Ósmann wrote:Lítur vel út. Er einmitt á höttunum eftir góðri jólauppskrift. Kemur bragð af hunganginu eða er það bara til að hækka gravity?


Ps.
Copyright-aðu þetta star wars nafn.
Mér finnst það bæta við smá sætukeim á móti miklu kanelbragði en þetta kikkar OG svolítið upp líka. Það endaði í 1.071 hjá mér og FG í 1.011 þannig að bjórinn er um 7.9% (það er samt ekkert alkóhólbragð af honum, ég held að kryddin nái að draga vel úr því). Ég hlakka allaveganna til að smakka í desember þegar kryddin verða búin að taka sig.