Page 1 of 1

Næstum-því bruggari!

Posted: 18. Sep 2013 22:19
by abm
Sælt veri fólkið

Árni heiti ég og hef gengið með bruggdrauminn í maganum í hartnær 2 ár. Í kringum síðustu áramót byrjaði ég af alvöru að sanka að mér hinum ýmsu íhlutum í brugggræjur eftir að hafa bakkað út úr þessu einu sinni áður, hafði safnað flöskum í stórum í stíl, sá svo að þetta var ekkert alveg að fara að gerast og henti þeim. Einnig var plássleysi ekki að hjálpa (þó svo að ég hef séð að sumir aktívir bruggarar nýta aðdáunarvert lítið pláss í herlegheitin). Nú er ég búinn að redda plássleysinu, flutti í hentugra húsnæði sem verður samt að kallast dýrari týpan. Það heillaði mig við þetta áhugamál að það sameinar með svo frábærum hætti bjór og tækni og því græjusmíðin ekki síst hlutur sem ég vildi gefa mér tíma í. Í þessa mánuði sem hafa liðið frá áramótum hef ég orðið mér úti um ýmislegt og hefur einn af vinnufélögunum sem er reynslubolti á rafvirkjasviðinu hent í mig ýmsu lauslegu sem hann hefur grafið upp úr skúrnum sínum. Einnig hef ég keypt mér hitt og þetta hjá Hrafnkeli inn á milli, þá helst 50 lítra pott, PID regli, element, o.fl. Einnig hefur Raggi Davíðs (rdavidsson) veitt mikilvæga ráðgjöf um sportið, hjálpað til við græjusmíðarnar og leyft mér að fylgjast með bruggferlinu "live". Nú fer að allt að verða klárt og styttist óðum í fyrstu lögn og er spennan alveg að fara með mann.
Sem bjóráhugamaður skipa ég mér í "maltara"-hópinn, stórir stoutar/porterar sem gott er að kjamsa lengi á, eru í sérstöku eftirlæti en humlafræðin eru þó aldrei langt undan.
Nú fannst mér kominn tími á að koma úr felum hér á Fágun, búinn að lesa mikið af reynslufrásögnum ykkar og skoðanaskiptum þannig að maður gengur ekki alveg blautur bakvið eyrun inn í þetta allt saman.
Læt fylgja mynd af græjunum, aldrei að vita nema maður hendi fleiri sýnishornum inn í Heimasmíði-spjallborðið fljótlega.
brugggraejur.jpg
brugggraejur.jpg (257.11 KiB) Viewed 13440 times
Bruggkveðja.
Árni

Re: Næstum-því bruggari!

Posted: 18. Sep 2013 22:28
by rdavidsson
Velkominn :)

Nú bíð ég bara eftir að þú hleypir mér inn í skúrinn svo við getum farið að henda í dual batch!! :)

Re: Næstum-því bruggari!

Posted: 18. Sep 2013 22:31
by sigurdur
Snilld .. velkominn .. :)

Re: Næstum-því bruggari!

Posted: 18. Sep 2013 22:33
by æpíei
Ekki amalegt að byrja svona. Gangi þér vel og góða skemmtun! :beer:

Re: Næstum-því bruggari!

Posted: 18. Sep 2013 22:44
by bergrisi
Flottur.
Gangi þér vel.

Re: Næstum-því bruggari!

Posted: 18. Sep 2013 22:54
by bergrisi
Flottur.
Gangi þér vel.

Re: Næstum-því bruggari!

Posted: 19. Sep 2013 14:50
by gm-
Góð byrjun, gangi þér vel! :skal: