Page 1 of 1
Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 14. Sep 2013 20:48
by gugguson
Sælir herramenn.
Ég hef verið að nota ísskáp til að stjórna gerjunarhita en hann var að gefast upp. Ég hef verið að pæla í betri leiðum til að halda réttum hita en ísskápar finnst mér taka full mikið pláss, sérstaklega þegar maður er bara að ná hita niður úr umhverfishita sem er kannski 22 gráður niður í 19 gráður.
Ég var því að spá í eftirfarandi:
Kaupa rafmagnstengdan krana, eins og þennan:
http://www.amazon.com/Water-Pneumatic-E ... tric+valve" onclick="window.open(this.href);return false;
Tengja hann við hitastýringu frá brew.is sem myndi kveikja og slökkva á honum og tengja síðan bara vatnsslöngu í hann. Tengja þetta síðan í kælispíral (sem væri töluvert minni en notað er eftir suðu) og láta hann vera í virtinum.
Ég hugsa að ég myndi gera göt á lokið á speidel bruggfötununum mínum fyrir kælisíral inn og út og passa að það sé vel lokað:
http://morebeer.com/products/speidel-pl ... 9-gal.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Hvernig líst ykkur á þetta og er eitthvað (fyrir utan aukna hættu á að eitthvað komist í virtinn) sem gerir þetta slæmt?
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 14. Sep 2013 21:09
by Eyvindur
Skemmtileg tilviljun. Helgibelgi er búinn að vera að pæla eitthvað svipað.
Ég myndi segja tvennt: Í fyrsta lagi verðurðu að nota stálspíral - kopar má ekki koma við virtinn í gerjun (man ekki hvers vegna - það er eitthvað um það í málmviðauka í How to Brew). Í öðru lagi þarf að sjóða spíralinn og sótthreinsa í drasl, því það gætu verið ótal staðir fyrir bakteríur að fela sig (en alls ekki sótthreinsa með klór, því hann tærir stál).
Að öðru leyti sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þetta virki.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 14. Sep 2013 21:18
by gugguson
Já, ég er sammála því að hreinlæti varðandi þetta gæti orðið vandamál, þ.e. að það er töluverð auka vinna að passa að þetta sé hreint og sótthreinsað og auðvitað meiri smithætta. Þetta með koparinn hafði ég ekki heyrt.
Önnur hugmynd sem hugsanlega er betri er að móta kælispíralinn þannig að hann passi nokkurn vegin utanum gerjunarfötuna og vera síðan með þetta í poka sem heldur ágætlega hita, t.d. þessi:
https://www.cool-brewing.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Það sem ég hinsvegar veit ekki hversu mikið vatn í kælispíral kælir loftið í kringum sig ef það er ekki snerting við fötuna heldur t.d. 2-3 cm bil. Hvað segið þið?
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 14. Sep 2013 22:32
by Eyvindur
Gæti spírallinn ekki legið þétt upp við fötuna? Ég veit ekki hversu mikil áhrif það myndi hafa. Eflaust einhver. Þú þyrftir þá í öllu falli að vera með hitamæli ofan í vökvanum.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 14. Sep 2013 22:44
by hrafnkell
Þetta er bara nákvæmlega sama pæling og lagerjacket, nema þar var notaður peltier en ekki kalt vatn. Functionally lítill munur. Ef þú vilt hafa kælispíralinn fyrir utan fötuna, þá er ekkert mál að einangra bara utanum og þá helst kuldinn inni...
Spurning hvað þetta er nýtið samt, sennilega betra að kaupa bara stóra fötu til að láta gerjunarfötuna liggja í, fulla af vatni og stýra hitanum á vatninu. Kannski með eina ódýra dælu til að hafa hreyfingu á vatninu.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 01:19
by Eyvindur
Kosturinn við að nota kælispíral, hvort sem hann er ofaní eða fyrir utan, er að það væri hægt að vera með tvo solenoid loka, annan fyrir heitt vatn og hinn fyrir kalt, og stýra þannig bæði upp og niður.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 08:36
by hrafnkell
Líka hægt að gera það með peltier, það þarf bara að svissa + og - og þá er maður farinn að kæla í staðinn fyrir að hita
Kosturinn við þá er líka að maður þarf bara að komast í rafmagn, ekki rennandi vatn og niðurfall. Auðveldara að koma því inní skáp eða eitthvað slíkt.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 11:23
by rdavidsson
Er eitthvað vit í þessu?:
http://www.ebay.com/itm/Thermoelectric- ... 27cad06df8" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Edit: hérna er fullt af Kittum á Ebay:
http://www.ebay.com/sch/i.html?_trksid= ... &_from=R40" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 12:43
by Eyvindur
hrafnkell wrote:Líka hægt að gera það með peltier, það þarf bara að svissa + og - og þá er maður farinn að kæla í staðinn fyrir að hita
Kosturinn við þá er líka að maður þarf bara að komast í rafmagn, ekki rennandi vatn og niðurfall. Auðveldara að koma því inní skáp eða eitthvað slíkt.
Já, ég var að bera spíralinn saman við vatnsbaðið. Auðvitað væri rafmagnið mun þægilegra, en við erum væntanlega að tala um aðrar lausnir ef það gengur ekki.
Ég er svosem alveg sáttur við minn gerjunarskáp.

Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 13:30
by hrafnkell
Ekki al galið, en aðal vesenið er að koma kælieffectinum í bjórinn. Loft er frekar lélegur varmaleiðari, þannig að þó maður myndi smíða einhvern klefa og setja viftu, kæliplötu og peltier í hann þá er það ekki jafn nýtið og ef maður er með vökva til að bera hitann frá peltier í bjórinn.
Svo þarf að skoða stærðina á peltiernum, ætli ~100w séu ekki ágæt með góðri einangrun, ef maður er aðallega að skoða að geta komið hitanum niður um nokkrar gráður bara.
Ég póstaði þessu hérna um daginn uppá grínið... Það væri skemmtilegt að reyna einhverja svona smíði

Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 14:04
by rdavidsson
hrafnkell wrote:
Ekki al galið, en aðal vesenið er að koma kælieffectinum í bjórinn. Loft er frekar lélegur varmaleiðari, þannig að þó maður myndi smíða einhvern klefa og setja viftu, kæliplötu og peltier í hann þá er það ekki jafn nýtið og ef maður er með vökva til að bera hitann frá peltier í bjórinn.
Svo þarf að skoða stærðina á peltiernum, ætli ~100w séu ekki ágæt með góðri einangrun, ef maður er aðallega að skoða að geta komið hitanum niður um nokkrar gráður bara.
Ég póstaði þessu hérna um daginn uppá grínið... Það væri skemmtilegt að reyna einhverja svona smíði

Það væri best eins og þú segir að hafa stangir ofan í wirtinum til að kæla hann (eins og teikningin þín sýnir), en er bara aðallega hræddur og sýkingu o.fl.. Venjulegir ísskápar nota jú loftkælingu og hefur það virkað fínt hjá mér til að gerja öl.. Ég cold crash-aði síðasta bjór hjá mér, úr 18 --> 4°C, tók um 14 tíma að komast þangað...
En þá er stóra spurningin, hvað kostar fermeterinn af svona einangrunarplötum eins og menn eru að nota í svona heimasmíðaða skápa? Þetta er kannski ekki þess virði að fara í svona framkvæmdir ef það er hægt að fá þokkalegan ísskáp/frysti fyrir sama verð (fyrir utan gleðina við að smíða svona græju

Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 14:15
by hrafnkell
rdavidsson wrote:Það væri best eins og þú segir að hafa stangir ofan í wirtinum til að kæla hann (eins og teikningin þín sýnir), en er bara aðallega hræddur og sýkingu o.fl.. Venjulegir ísskápar nota jú loftkælingu og hefur það virkað fínt hjá mér til að gerja öl.. Ég cold crash-aði síðasta bjór hjá mér, úr 18 --> 4°C, tók um 14 tíma að komast þangað...
En þá er stóra spurningin, hvað kostar fermeterinn af svona einangrunarplötum eins og menn eru að nota í svona heimasmíðaða skápa? Þetta er kannski ekki þess virði að fara í svona framkvæmdir ef það er hægt að fá þokkalegan ísskáp/frysti fyrir sama verð (fyrir utan gleðina við að smíða svona græju

Aðal kosturinn við stangirnar fyrir mér er að þetta tekur svo gott sem ekkert pláss þegar það er ekki í notkun... ísskápar, frystikistur og heimasmíðaðir kassar eru svo fj. stórir

Þetta gæti líka verið bara ryðfrítt rör, beygt í u og svo varmaskiptir. Til dæmis svona:
http://www.ebay.com/itm/40x40x12mm-Alum ... 1076457051" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá gæti vatnsflæðið (vatn eða kælivökvi einhver) verið einhvernvegin svona:
Dæla -> Reservoir (lítið, til að trappa loft í lúppunni) -> kæliplata -> stálrör ofan í gerjunarfötu -> dæla
Varðandi hreinlætið þá er ekkert mál að sótthreinsa ryðfrítt, sérstaklega ef það eru engar suður til að hafa áhyggjur af eins og með U pælinguna. Þá eru bara tvö göt á lokinu á fötunni, eitt fyrir vatn inn og annað fyrir vatn út (og svo eitt fyrir vatnslás), og götin væru með pakkningum svipuðum og þeim sem eru fyrir vatnslása.
Stýringin á þessu væri svo næsta vandamál.. PID stýring væri tilvalin og myndi gera ráð fyrir laggi og svona, en það myndi auka kostnaðinn á þessu ansi hratt.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 14:24
by rdavidsson
Hérna:
http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... UFf-EAVWZ4" onclick="window.open(this.href);return false;
Hrafnkell, drífðu í því að smíða svona og sýndu mér næst þegar ég kem í verslunarleiðangur til þín

Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 20:19
by hrafnkell
rdavidsson wrote:Hrafnkell, drífðu í því að smíða svona og sýndu mér næst þegar ég kem í verslunarleiðangur til þín

Ég fer í málið.
Amk á einhverjum tímapunkti. Þetta project hefur kitlað mig í ansi langan tíma. Sést kannski á póstunum hér fyrir ofan að ég er aðeins búinn að hugsa útí þetta

Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 22:01
by helgibelgi
Sælir gerlar
Ég er búinn að panta mér rafmagns vatnsloka og hitastýringu. Þarf bara ryðfríðan kælispíral og þá get ég sett saman græjuna sem er á teikniborðinu mínu.
Pælingin hjá mér er að nýta þessa græju í fleira en gerjun, þ.e. meskingu+mash out og kælingu eftir suðu.
Ég mun birta myndir af græjuni í notkun þegar hún er tilbúin.
Annars bíð ég spenntur eftir að sjá ykkar útfærslu á þessari hugmynd. Góður punktur hjá Hrafnkeli varðandi plássið, þessi græja myndi taka miklu minna pláss en ísskápur t.d. og ef þið notið sömu græjuna í meskingu/mash out/kælingu eftir suðu/gerjun, þá gerist það varla betra. Síðan er alltaf hægt að beila og nýta þá partana í eitthvað annað bruggtengt project.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 15. Sep 2013 22:38
by bergrisi
Virkilega spennandi verkefni.
Verður gaman að sjá útkomuna.
Re: Kæling í gerjun með hringrás
Posted: 16. Sep 2013 00:27
by Eyvindur
En eins og Hrafnkell benti á hefur þetta þann ókost að þú verður að vera með gerjunina nálægt heitu og köldu vatni. Það getur verið svolítil takmörkun.
Ég mun líka fylgjast með. Ójá.