Page 1 of 1

Slæmdægur brugghús

Posted: 12. Sep 2013 20:51
by Eyvindur
Jæja, við félagarnir höfum verið duglegir. Sigurður er búinn að vera ómetanlegur í aðstoðinni, og loksins er nýtt bruggkerfi orðið starfhæft. Hér eru nokkrar myndir.

Image
72 lítra stálpottur. Aðeins byrjað að eiga við hann.

Image
Eins og flís við rass.

Image
5500W element.

Image
Trérammi gerir mér kleift að renna spansuðuhellu undir pottinn til að bæta við 1500W til viðbótar. Með 7000W mér til halds og trausts hitnar þetta frekar hratt.

Image
Falskur botn úr ryðfrírri gataplötu sem var fengin í Málmtækni. (Takið eftir verðlaunamonti.)

Image
Falski botninn kominn í pottinn.

Image
Dip tube úr ryðfríu stáli. Það næst svo til allt úr pottinum án þess að þurfa að hella úr honum.

Image
Fyrsti bruggdagurinn. Humlaköngulóin komin yfir.

Image
Hressileg suða.

Svona er þetta, sirka. Við erum með einfalda hitastýringu (ekki PID), sem er fín til að þurfa ekki að vera á vaktinni á meðan maður er að hita, en virkar ekki nógu vel til að halda stöðugu hitastigi, þar sem elementið yfirskýtur svolítið hressilega. En það kemur ekki að sök, því með svona mikinn hitamassa í pottinum (40l laganir) fellur hitastigið afar hægt. PID stýring er samt án efa framtíðin.

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 12. Sep 2013 20:57
by Funkalizer
Ég veit ekki hvort það þarf að taka það fram en ég get ekki séð eina mynd...
Líklega er dropbox share'ið eitthvað skakt configgað ?

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 12. Sep 2013 22:07
by Eyvindur
Ffffffuuuuu...

Augnablik. Finn útúr þessu.

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 12. Sep 2013 22:35
by hrafnkell
Þarna komu myndirnar!

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 12. Sep 2013 22:44
by bergrisi
Flott græja.
Skemmtilegar myndir.

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 13. Sep 2013 09:16
by Maggi
Gaman að þessu. Til hamingju.

Afhverju eru tveir kaplar tengdir inn í element boxið og hvaða svarta stykki er þetta inn í boxinu?

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 13. Sep 2013 11:58
by Squinchy
Er þetta ekki bara spólurofi sem sér um að stýra spennu inn á elementið

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 13. Sep 2013 12:51
by sigurdur
Squinchy wrote:Er þetta ekki bara spólurofi sem sér um að stýra spennu inn á elementið
Jú.

Re: Slæmdægur brugghús

Posted: 13. Sep 2013 14:09
by Maggi
ok.