Page 1 of 1

SOS - Þarf að skera stálplötu

Posted: 10. Sep 2013 15:58
by Eyvindur
Við félagarnir erum að uppfæra bruggkerfið svo um munar (blingmyndir væntanlegar), og nú er komið að því að setja falskan botn í nýja 72l pottinn. Við keyptum dýrum dómum bút af gataplötu af Málmtækni, og nú þurfum við að skera út hring. Við erum þegar komnir langt yfir budget, þannig að það er eiginlega ekki inni í myndinni að fara með þetta í laserskurð. Þannig að nú biðla ég til ykkar, elsku félagar. Getur einhver ráðlagt okkur, eða jafnvel hjálpað okkur (erum verkfæra og aðstöðulausir)? Ég er sjálfur með minna handlögnum mönnum hérna megin Síberíu (samstarfsmaður minn ögn handlagnari, reyndar, en aðstöðuleysið er algjört).

Með fyrirfram ástarþökk.

Re: SOS - Þarf að skera stálplötu

Posted: 11. Sep 2013 12:00
by rdavidsson
Eyvindur wrote:Við félagarnir erum að uppfæra bruggkerfið svo um munar (blingmyndir væntanlegar), og nú er komið að því að setja falskan botn í nýja 72l pottinn. Við keyptum dýrum dómum bút af gataplötu af Málmtækni, og nú þurfum við að skera út hring. Við erum þegar komnir langt yfir budget, þannig að það er eiginlega ekki inni í myndinni að fara með þetta í laserskurð. Þannig að nú biðla ég til ykkar, elsku félagar. Getur einhver ráðlagt okkur, eða jafnvel hjálpað okkur (erum verkfæra og aðstöðulausir)? Ég er sjálfur með minna handlögnum mönnum hérna megin Síberíu (samstarfsmaður minn ögn handlagnari, reyndar, en aðstöðuleysið er algjört).

Með fyrirfram ástarþökk.
Ég keypti 3mm gataplötu hjá þeim úr rústfríu. Ég keypti mér bara nýtt járnsagarblað í sögina og sagaði þetta í höndunum, tók 2-3 tíma og nokkkra bjóra :) Svo fór ég með þjölina á þetta eftir það..

Re: SOS - Þarf að skera stálplötu

Posted: 11. Sep 2013 18:47
by Eyvindur
Við fengum þetta sagað. Nú vantar mig bara þjöl. :/

Re: SOS - Þarf að skera stálplötu

Posted: 13. Sep 2013 17:14
by abm
Eyvindur wrote:Við fengum þetta sagað. Nú vantar mig bara þjöl. :/
Má ég spyrja hvar þú lést saga plötuna? er að spá í að fá mér eins en legg ekki í handsögun.

Re: SOS - Þarf að skera stálplötu

Posted: 13. Sep 2013 17:57
by Eyvindur
Ég veit það ekki... Ég skal spyrja félagann sem fór með þetta í sögun.

Re: SOS - Þarf að skera stálplötu

Posted: 13. Sep 2013 18:14
by Eyvindur
http://ja.is/ahaldaleigan/" onclick="window.open(this.href);return false;

Gengið inn neðanvið að aftan.

Re: SOS - Þarf að skera stálplötu

Posted: 13. Sep 2013 21:27
by abm
Eyvindur wrote:http://ja.is/ahaldaleigan/" onclick="window.open(this.href);return false;

Gengið inn neðanvið að aftan.
Kærar þakkir!