Page 1 of 1

Tortímandinn (Tripel)

Posted: 10. Sep 2013 00:26
by Classic
Ég tók mér svo langa prófpásu frá brugginu að nú renna þeir í tunnuna í röðum. Þessi uppskrift er stolin og stæld héðan af vefnum, upprunalega frá Gunnari Óla, en eins og svo oft áður klikkaði ég á því að vista hlekk. Upprunalega uppskriftin innihélt demerara sykur, en í einhverju flippi (þó ekki nema bara til að koma aðeins "mínu" touchi á uppskriftina, mig minnir að hún sé pretty much copy/paste nema miðuð við 20 lítra) fyrir framan sykurhilluna í búðinni ákvað ég að taka kandís í staðinn, enda mjög vinsæll hjá munkunum.

Code: Select all

 Tortimandinn - Belgian Tripel
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 90.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.084
FG: 1.013
ABV: 9.3%%
Bitterness: 38.8 IBUs (Rager)
Color: 8 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                     Name  Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Weyermann - Pilsner Malt Grain 5.000 kg    Yes   No  80%%   2 L
              Munich Malt Grain 1.000 kg    Yes   No  80%%   9 L
        Candi Sugar, Gold Sugar 1.000 kg     No  Yes  98%%  10 L
Total grain: 7.000 kg

Hops
================================================================================
                  Name Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
           Hersbrucker 3.0%% 60.000 g Boil 60.000 min Pellet 25.1
      Styrian Goldings 4.5%% 30.000 g Boil 30.000 min Pellet 10.4
 Saaz (Czech Republic) 4.5%% 30.000 g Boil  3.000 min Pellet  3.3

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
                           Name Type   Form     Amount   Stage
 Wyeast - Trappist High Gravity  Ale Liquid 125.000 mL Primary
Image
Einn af þessum bjórum sem fékk nafnið fyrst, stílinn og uppskriftina síðar. Arnold þarf að eiga bjór sér til heiðurs, og það þarf að vera stór og sterkur bjór. IIPA og Imperial stout komu fyrst upp í hugann, en ég hef fengist við hvort tveggja áður, þetta varð að vera ný áskorun, svo þankahríðin stoppaði loks á þurrum og lúmskum tripel, sem getur auðveldlega tortímt þér því þú áttar þig ekki á eyðingarmætti hans...

Re: Tortímandinn (Tripel)

Posted: 10. Sep 2013 08:47
by hrafnkell
Hittirðu á gravity?

Ég smakkaði tripelinn hann góla á sínum tíma, hann var þrusufínn!

Re: Tortímandinn (Tripel)

Posted: 10. Sep 2013 13:15
by Classic
Jamm. Negldi'ða, sem kemur pínu á óvart því síðustu tveir skutu langt undir..

Re: Tortímandinn (Tripel)

Posted: 10. Sep 2013 15:41
by gm-
Hljómar vel, endilega smelltu inn mynd af þessum í glasi þegar hann er tilbúinn. Tripel (og dubbel) eru búnir að vera á listanum mínum lengi, á gerið og candisýróp tilbúið.

Re: Tortímandinn (Tripel)

Posted: 11. Sep 2013 22:11
by Classic
Tortímandinn kemur inn með hvelli.

Ég sver, þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður :oops:

Re: Tortímandinn (Tripel)

Posted: 12. Sep 2013 09:34
by Eyvindur
Alltaf hressandi að sjá gerlana sína svona káta.

Þetta er ástæðan fyrir því að það borgar sig í öllum tilfellum að nota blow-off þegar maður gerir svona stóra bjóra. ;)