Page 1 of 1

[Gefins] Álpottur (hentar ekki til suðu)

Posted: 8. Sep 2013 21:12
by Eyvindur
Ég er með gamlan álpott sem ég þarf að losna við. Þannig er mál með vexti að botninn á honum er kúptur (upp á við), þannig að það er ekki hægt að setja hann á hellu. Þetta er nokkuð stór pottur - 40-50 lítrar, gæti ég trúað (en hef aldrei mælt og er reyndar nokkuð rýmisskertur). Ég hafði í hyggju að nota hann sem meskiker, og var búinn að setja á hann krana og klósettbarka sem nær allan hringinn. Það er ekki lok á honum. Ef einhvern langar að föndra úr honum meskiker, eða eitthvað annað sniðugt, væri stórgott að hann nýttist. Ég tími ekki alveg að henda honum, en hann er fyrir mér og ég verð að losna við hann.

Getur ekki einhver komið þessari elsku í gagnið?

Re: [Gefins] Álpottur (hentar ekki til suðu)

Posted: 8. Sep 2013 21:30
by hrafnkell
Er nokkuð mál að gata hann fyrir element og sjóða eins og enginn sé morgundagurinn?

Ef svo er, þá er 0kr ansi vel sloppið... :)

Re: [Gefins] Álpottur (hentar ekki til suðu)

Posted: 8. Sep 2013 21:37
by Eyvindur
Örugglega lítið mál, þegar þú segir það.

Re: [Gefins] Álpottur (hentar ekki til suðu)

Posted: 9. Sep 2013 15:14
by Sindri
Myndi alveg hirðan af þér ef þú vilt losna við hann ;) Við félagarnir vorum einmitt að ræða það að fá okkur pott fyrir næstu suðu

Re: [Gefins] Álpottur (hentar ekki til suðu)

Posted: 9. Sep 2013 15:23
by Eyvindur
Velkomið, en athugaðu að þið mynduð þurfa að setja í hann element. Hann getur ekki farið á hellu.