[Gefins] Álpottur (hentar ekki til suðu)
Posted: 8. Sep 2013 21:12
Ég er með gamlan álpott sem ég þarf að losna við. Þannig er mál með vexti að botninn á honum er kúptur (upp á við), þannig að það er ekki hægt að setja hann á hellu. Þetta er nokkuð stór pottur - 40-50 lítrar, gæti ég trúað (en hef aldrei mælt og er reyndar nokkuð rýmisskertur). Ég hafði í hyggju að nota hann sem meskiker, og var búinn að setja á hann krana og klósettbarka sem nær allan hringinn. Það er ekki lok á honum. Ef einhvern langar að föndra úr honum meskiker, eða eitthvað annað sniðugt, væri stórgott að hann nýttist. Ég tími ekki alveg að henda honum, en hann er fyrir mér og ég verð að losna við hann.
Getur ekki einhver komið þessari elsku í gagnið?
Getur ekki einhver komið þessari elsku í gagnið?