Page 1 of 1

Vídalín (Weizenbock)

Posted: 7. Sep 2013 22:22
by Classic
Bjórreikningurinn hjá starfsmanni á plani er við það að setja fátækan námsmanninn á hausinn, því uppáhaldsbjórinn hans er rándýr Weizenbock. Ég ákvað því að freista þess að klóna téðan Weizenbock í von um að fjárhagur aðstoðarmannsins skáni lítillega við það.

Gúgglaði bara "Weihenstephan Vitus Clone", las nokkrar uppskriftir og tók það sem þær áttu sameiginlegt í nýja. Klikkaði hins vegar á því að vista urlin svo ég gat lítið double-checkað og verð bara að vona það besta nú þegar ég er kominn með allt í hendurnar. Það hefur virkað ágætlega fyrir mig að gera hlutina bara og vona það besta, svo ég hef litlar áhyggjur af þessu :) (á maður kannski að henda inn einhverjum sjöníuþrettán orðaleik hérna?)

Uppskrift

Code: Select all

 Vidalin - Weizenbock
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 90.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.071
FG: 1.018
ABV: 7.0%%
Bitterness: 17.3 IBUs (Rager)
Color: 5 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                     Name  Type   Amount Mashed Late Yield Color
              Vienna Malt Grain 1.500 kg    Yes   No  78%%   4 L
          Wheat Malt, Ger Grain 3.600 kg    Yes   No  84%%   2 L
 Weyermann - Pilsner Malt Grain 1.200 kg    Yes   No  81%%   2 L
Total grain: 6.300 kg

Hops
================================================================================
        Name Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Hersbrucker 3.0%% 42.000 g Boil 60.000 min Pellet 17.3

Yeast
================================================================================
                          Name Type   Form     Amount   Stage
 Wyeast - Weihenstephan Weizen  Ale Liquid 125.000 mL Primary
Miði:
Image

Re: Vídalín (Weizenbock)

Posted: 7. Sep 2013 22:58
by Plammi
Vitus er með bestu bjórum sem ég hef smakkað, þarf að fá smakk af þessum þegar hann er reddí.

Re: Vídalín (Weizenbock)

Posted: 7. Sep 2013 23:13
by Classic
Aldrei að vita nema hann dúkki upp á nóvemberfundi ef ég held sæmilega áætlun...