Page 1 of 3

Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 6. Sep 2013 21:17
by karlp
Eins og hefðbundið, þá er Oktober fundurinn hjá bergrisi (Rúnar) Í Keflavík!

Næsta fundur er þá: 7 Okt, 2013
Hvar: Keflavík
Hvenær: 8:00pm from Mjódd, or ~9:00pm at Runar's house.

Allir velkominn eins og alltaf

Dagskrá: Oktoberfest, pool, pílu, spjall, og líklega smá smökkun.

There will be a bus from Reykjavik

The timing of that bus is not yet confirmed, but we need to know how big a bus we need! If you want to come to the Oktober meeting, please reply here! As always, the bus will be free for members, or ???? ISK for non-members. (Become a member already!)


The bus will be leaving Mjódd at kl 20:00 sharp! There will be a stop at N1 Hafnafjörður at kl ~20:15
(There will be a pickup in Norðlingaholt too, but the where/when hasn't been confirmed, Eyvindur will update this thread later with that)
The bus will bring everyone back to Mjódd in time for last busses, but no exact time yet.

The bus is free for members, 2000kr for non-members. All welcome!

All icelandic errors are my own, but hopefully the important information is clear.

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 6. Sep 2013 22:34
by Classic
Mæti.

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 6. Sep 2013 23:53
by æpíei
Mæti

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 7. Sep 2013 02:36
by bergrisi
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn.

Verð með eitthvað til að smakka og vonandi koma menn með eitthvað skemmtilegt.

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 7. Sep 2013 09:43
by helgibelgi
Ég stefni á að mæta, vonandi með eitthvað smakk með mér :beer:

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 7. Sep 2013 11:49
by sigurdur
Stefni á að mæta!! :)

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 7. Sep 2013 13:03
by hrafnkell
Mæti.

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 7. Sep 2013 23:43
by viddi
Tilíða

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 8. Sep 2013 09:57
by Eyvindur
Mæti.

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 10. Sep 2013 20:49
by bjarkith
Mættur

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 10. Sep 2013 21:15
by Plammi
Stefni á að mæta

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 12. Sep 2013 09:03
by bergrisi
200 bjórar settir á flöskur í gær.
Lagerstaðan er því tæplega 400 bjórar.
Er með tvo mjög spennandi. Einn reyktan og svo lakkrís/súkkulaði bjór. Verða enn ef ungir en mun bjóða smakk af þeim.
Einnig verða allir þeir sem nefndir eru hér að neðan í boði.

Fyrir þá huguðustu þá verður stóra jólabjórsklúðrið 2013 í boði. Kanilsprengjan. Þeir hreinskilnu segja að þetta sé versti bjór sem til er, en þeir kurteisu segja að hann sé "spes".

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 12. Sep 2013 22:21
by viddi
Mæti

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 12. Sep 2013 23:36
by Funkalizer
Ég reikna með að mæta

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 14. Sep 2013 09:38
by Feðgar
Við feðgar munu að sjálfsögðu mæta.

Við búum í Keflavík svo við þurfum ekki pláss í rútunni

Við ætlum að reyna að koma með einhvað smakk með okkur. Vonandi verður 10% RIS kominn á flöskur, hann verður að vísu mjög ungur.

:beer:

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 14. Sep 2013 11:10
by Benni
Mæti

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 17. Sep 2013 14:45
by BaldurKn
Þessu má maður ekki missa af. Count me in.

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 22. Sep 2013 09:13
by smarivw
Mæti

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 22. Sep 2013 12:45
by Dabby
Ég ætla að mæta

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 27. Sep 2013 10:18
by Maggagret
Við mætum líklegast 3 frá Geranda. :beer:

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 30. Sep 2013 00:33
by QTab
pant ég líka

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 3. Oct 2013 20:02
by ulfar
Ég mæti funheitur

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 4. Oct 2013 00:57
by Eyvindur
Kæru vinir. Nú fer hver að verða síðastur að tilkynna komu sína. Við munum loka fyrir skráningu klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 4. október. Við getum ekki beðið lengur með að ganga endanlega frá bókun á rútu.

Ef þið þekkið einhverja sem eru óákveðnir, endilega hnippið í viðkomandi. Það komast allt að 10 í viðbót, miðað við þá stærð af rútu sem við eigum nú þegar bókaða, en ef fleiri bætast ekki við reynum við að spara aur og fá minni rútu.

Komaso!

:skal:

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 4. Oct 2013 10:07
by bergrisi
Það verður gaman að fá ykkur í heimsókn. Vona að þið hjálpið mér við að tæma nokkrar flöskur.

Ef feðgarnir hafa tök á því að koma með sína græju þá væri það gaman en hún vakti mikla athygli síðast. Mun senda mótorhjólið í pössun svo græjan komist fyrir.

Annars er mikið á flöskum hjá mér núna og það sem ég væri til í að leyfa mönnum að smakka er td. eftirfarandi:

"Choco" Þetta er stout þar sem súkkulaði karakter skríður í gegn. Lét súkkulaði baunir og lakkrísrót liggja í vodka um tíma og sett í "secondary"
Hef verið að leika mér með svona tilraunir og nú liggja nokkrir viðarbútar í vodka sem munu fara í næsta bjór

"Smokey" þetta er bjór með reyktu korni eins og nafnið gefur til kynna. Ég er mjög ánægður með þennan.

"IPA light" Þetta átti að vera venjulegur american ale en átti ekki réttu humlana svo þetta varð létt útgáfa af IPA. Dauft en yndislegt humlabragð.

"Ultra IPA" Í þessum lék mér að því að algjörlega kæfa hann í humlum. Vinum mínum sortnar um augun þegar þeir smakka hann og maður ropar honum en daginn eftir. Þetta er öfgabjór.

"Afgangur" american pale ale, skrítinn bjór og er ég ekki hrifinn af honum. Samt er eitthvað "Skaða" bragð af honum í of miklu magni. Væri til í að fá álit fróðra manna.

"Jóli 2013" Algjört klúður. Ætlaði að gera margslundinn jólabjór með ristuðum mandarínu berki, súkkulaði, vanillu og kanil. Algjörlega yfirspilaði kanilinn í bjórnum og þetta er sprengja. Þetta verður fyrir þá allra huguðustu. Bjórperrinn í mér hefur reyndar soldið gaman af þessum bjór.

Svo er ég með eitthvað af öðru minna spennandi eins og Carlsberg Clone.

Hlakka til að fá ykkur í skúrinn. Þetta er einn skemmtilegasti hópurinn sem ég fæ í heimsókn því þarna getur maður tapað sér í bjórtali. Humla og gertungumálið er eitthvað sem fæstir skilja en Fágun kann best.

Re: Mánaðar Fundur Oktober - 7 Okt @ KEFLAVIK @ 8:30pm

Posted: 4. Oct 2013 10:21
by flokason
Ég mæti