Page 1 of 1

4 Bitterar

Posted: 4. Sep 2013 14:16
by gm-
Er að fara að taka þátt í bruggkeppni hjá brugghúsi hérna nálægt mér, þar sem vinningshafinn fær að brugga skammt af sýnum bjór hjá brugghúsinu, auk þess að fá smá hluta af ágóða á sölu þess bjórs. Flokkurinn sem allir verða að fara eftir er Ordinary/Standard Bitter, semsagt léttur breskur bitter.

Ég ætla þessvegna að brugga 4 10 lítra skammta af bitter um helgina og leika mér aðeins með malt, humla og ger.

Ég er með 2 basic uppskriftir

Bitter kornuppskrift #1
80% Mariss Otter malt
10% Carastan
5% Victory
5% Aromatic

Bitter kornuppskrift #2
90% Mariss Otter malt
5% Carastan
5% Dexterose

1 skammtur af hverri uppskrift fær einungis BC Goldings humla á meðan hinn fær blöndu af Challenger og Bramling Cross. Er svo með 4 ger, WLP 005 British Ale, WLP 011 European Ale, WLP 023 Burton Ale og WLP 022 Essex Ale.

Ætla svo að reyna að smakka þá alla á sama tíma, blindandi og velja þann sem mér þykir bestur fyrir keppnina.

Re: 4 Bitterar

Posted: 4. Sep 2013 15:29
by bergrisi
Spennandi verkefni.

Gaman að sjá hvernig þetta kemur út.

Re: 4 Bitterar

Posted: 8. Sep 2013 15:42
by gm-
Nokkrar myndir frá gærdeginum

Image
Vatnið að hitna

Image
Meskingin

Image
Humlarnir

Suðan
Image

Vona að þessir 2 sem ég gerði í gær verði komnir á krana innan 10 daga, ættu að gerjast fljótt enda OG aðeins um 1.036.

Re: 4 Bitterar

Posted: 15. Oct 2013 16:14
by gm-
Sá sem kom best út var í raun sá fimmti sem ég gerði:

O.G. 1.037
F.G. 1.011
ABV 3,4%

Uppskrift
0.25 tsp Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60.0 mins Water Agent 1 -
3.30 kg Pale Malt, Maris Otter (3.0 SRM) Grain 2 84.0 %
0.25 kg Caramel/Crystal Malt - 15L (15.0 SRM) Grain 3 6.8 %
0.20 kg Carastan - 85L (85.0 SRM) Grain 4 5.4 %
0.14 kg Aromatic Malt (26.0 SRM) Grain 5 3.8 %
20.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - First Wort 6 Hop 6 14.4 IBUs
17.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 60.0 mi Hop 7 11.1 IBUs
14.00 g Bramling Cross [6.00 %] - Boil 20.0 min Hop 8 6.2 IBUs
1.00 tsp Irish Moss (Boil 10.0 mins) Fining 9 -
17.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Boil 10.0 mi Hop 10 4.0 IBUs
14.00 g Bramling Cross [6.00 %] - Aroma Steep 60 Hop 11 0.0 IBUs
11.00 g Styrian Goldings [5.40 %] - Aroma Steep Hop 12 0.0 IBUs
1.0 pkg Whitbread Ale Yeast (White Labs #WLP017) [35 Yeast 13 -

Frábær bjór, rosalega bragðmikill, og ekki skemmir fyrir að hann sé undir 3.5%, ekkert mál að fá sér 3-4 á virku kvöldi :)

Var að setja nokkra á flöskur til að senda inn í keppnina, mikilvægt að hafa hann mjög létt kolsýrðan, ég hef hann á kút og stillti hann á c.a. 1.5 vol af CO2.

Re: 4 Bitterar

Posted: 15. Oct 2013 17:53
by bergrisi
Flottur. Spennandi hvað margir eru að gera alkahól litla bjóra með góðum árangri.

Re: 4 Bitterar

Posted: 16. Oct 2013 15:47
by gm-
bergrisi wrote:Flottur. Spennandi hvað margir eru að gera alkahól litla bjóra með góðum árangri.
Já, það er dáldil kúnst, 2 af þessum bjórum sem ég gerði voru algjört sull og enduðu í vaskinum, voru eins og vel humlað vatn :?

Skemmtilegar tilraunir samt, byrjaður að fíla þennan stíl í botn sem session bjór.

Re: 4 Bitterar

Posted: 18. Oct 2013 16:29
by hjaltibvalþórs
Alltaf gaman að fá myndir hingað. Bitter er frábær stíll, auðdrekkanlegur, mikil fjölbreytni innan hans og hentar vel sem "starter" fyrir stærri bjóra.

Re: 4 Bitterar

Posted: 28. Nov 2013 23:06
by gm-
Hér er sá sem ég endaði með í glasi, yndislegur bjór sem ég er búinn að búa til 3x núna. Fólk trúir því engan veginn að hann sé bara 3.5% :lol:

Image