Nýr bruggari
Posted: 4. Sep 2013 00:04
Ég heiti Baldvin og hef verið að skoða bjórbruggun í tæpt ár. Ég hef látið það stoppa mig að búa í 65fm íbúð á þriðju hæð í miðbænum með konunni minni og strákunum okkar tveimur. Eftir að hafa mætt á fund hjá Fágun í ágúst og fengið góðar ráðleggingar lét ég loks slag standa. Um daginn smellti ég í hluta af byrjenda kittinu hjá Hrafnkeli og fékk lánaða suðutunnu og meskipoka hjá félaga mínum og sauð saman einn Bee Cave út í garði. Bjórinn situr núna á stofugólfinu og gerjast í rólegheitunum.
Ég er verulega spenntur fyrir þessu hobbíi og þegar farinn að plana næstu lögn. Klára að kaupa kittið í vikunni og er búinn að merkja bruggdag á dagatalinu. Reikna með að Hafra porterinn frá brew.is verði fyrir valinu en ef einhver hefur tillögu að góðum porter/stout fyrir byrjanda þá væri það vel þegið. Reykt bragð og kaffikeimur er annars í uppáhaldi hjá mér.
Það sem ég hef séð til þessa litla samfélags finnst mér afskaplega hjálpsamlegt og vinalegt og ég hlakka til að verða partur af því.
Ég er verulega spenntur fyrir þessu hobbíi og þegar farinn að plana næstu lögn. Klára að kaupa kittið í vikunni og er búinn að merkja bruggdag á dagatalinu. Reikna með að Hafra porterinn frá brew.is verði fyrir valinu en ef einhver hefur tillögu að góðum porter/stout fyrir byrjanda þá væri það vel þegið. Reykt bragð og kaffikeimur er annars í uppáhaldi hjá mér.
Það sem ég hef séð til þessa litla samfélags finnst mér afskaplega hjálpsamlegt og vinalegt og ég hlakka til að verða partur af því.