Page 1 of 1

Nýr bruggari

Posted: 4. Sep 2013 00:04
by Baldvin Ósmann
Ég heiti Baldvin og hef verið að skoða bjórbruggun í tæpt ár. Ég hef látið það stoppa mig að búa í 65fm íbúð á þriðju hæð í miðbænum með konunni minni og strákunum okkar tveimur. Eftir að hafa mætt á fund hjá Fágun í ágúst og fengið góðar ráðleggingar lét ég loks slag standa. Um daginn smellti ég í hluta af byrjenda kittinu hjá Hrafnkeli og fékk lánaða suðutunnu og meskipoka hjá félaga mínum og sauð saman einn Bee Cave út í garði. Bjórinn situr núna á stofugólfinu og gerjast í rólegheitunum.

Ég er verulega spenntur fyrir þessu hobbíi og þegar farinn að plana næstu lögn. Klára að kaupa kittið í vikunni og er búinn að merkja bruggdag á dagatalinu. Reikna með að Hafra porterinn frá brew.is verði fyrir valinu en ef einhver hefur tillögu að góðum porter/stout fyrir byrjanda þá væri það vel þegið. Reykt bragð og kaffikeimur er annars í uppáhaldi hjá mér.

Það sem ég hef séð til þessa litla samfélags finnst mér afskaplega hjálpsamlegt og vinalegt og ég hlakka til að verða partur af því.

Re: Nýr bruggari

Posted: 4. Sep 2013 10:53
by helgibelgi
Velkominn í hópinn Baldvin og til hamingju með fyrsta skrefið! :beer:

65 fermetrar er samt hellingur! :P (er sjálfur búinn að vera í 47fm íbúð)

Þú getur bruggað bjór með einföldum græjum á hellunni (low tech) eða flækt hlutina óendanlega mikið (ekkert hámark á tækninni).

Sjálfur brugga ég bara hellunni í rólegheitum. Fæ minna magn í einu, en að mínu mati skiptir magnið litlu máli.

Getur séð aðstöðuna mína hér: http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2731

Ekki láta aðstæðurnar ráða því hvort þú getir bruggað eða ekki. Lagaðu aðferðina þína að aðstæðunum í staðinn og bruggaðu bara samt!

Re: Nýr bruggari

Posted: 4. Sep 2013 14:10
by Baldvin Ósmann
Vel gert Helgi! Það var nú kannski ekki spurning um að þetta væri ekki framkvæmanlegt í 65fm heldur meira það að mér fannst það ekki á fjölskylduna leggjandi ;)

Re: Nýr bruggari

Posted: 4. Sep 2013 14:53
by gm-
Velkominn í sportið :skal:

Gaman að sjá að fólk er að ná að brugga í litlu plássi, sýnir að það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi, þó að meira pláss gerir hlutina að sjálfsögðu auðveldari :)

Re: Nýr bruggari

Posted: 4. Sep 2013 15:07
by bergrisi
Velkominn í sportið.

Með þennan bjórsmekk þá hentar bjórgerð þér vel.
Það er endalaust hægt að læra í þessu sporti og ódýrara áhugamál og ánægjulegra er vart hægt að finna.