Page 1 of 1

Lukku Láki Imperial Stout lagður í Bourbon eik

Posted: 3. Sep 2013 10:35
by æpíei
Þessi fékk góðar viðtökur á mánudagsfundi í gær (sept 2013) og var ég beðinn um uppskriftina. Mig minnir að ég hafi fengið hana í Brew magazine, nóteraði ekki hjá mér hvaða tölublað það var þó. Ég held ég hafi fylgt uppskriftinni nokkuð nákvæmlega fyrir utan það sem ég bætti í í secondary. Þetta er 13 bjórinn sem ég geri, því fékk hann þetta nafn hjá mér.

6,35 kg Pale Malt 2-row
0,45 kg Caramel Crystal 60L
0,45 kg Roasted Barley
0,34 kg Caramel Crystal 120L
0,23 kg Chocolate Malt

26 g Northern Brewer 90 mín
43 g East Kent Goldings 60 mín
29 g Fuggles 20 mín
15 g Fuggles 2 mín

2 pk Nottingham

OG 1,085
Est ABV 8,2%

Ég var með hann 2 vikur í primary. Þá sauð ég smá sykurvatn (ca 50g sykur) og setti í carboy. Ég gufusauð hálfan poka af eikarkubbum sem teknir eru úr gömlum bourbon eikartunnum og setti líka ofan í carboy. Fékk þá hjá brew.is, eru líklega svipaðir þessum http://www.northernbrewer.com/shop/oak- ... toast.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Þeger þetta var orðið kalt fleytti ég bjórnum ofan á. Var með þetta í tæpa 3 mánuði í secondary. Þessir kubbar gefa mjög vægt bourbon bragð, liggur þarna í bakgrunni og er alls ekki yfirþyrmandi. Það er líklega smekksatriði hversu mikið bragð menn vilja, bara að prófa sig áfram. :beer:

Re: Lukku Láki Imperial Stout lagður í Bourbon eik

Posted: 3. Sep 2013 12:02
by helgibelgi
Virkilega flottur bjór! :beer:

Re: Lukku Láki Imperial Stout lagður í Bourbon eik

Posted: 9. Dec 2013 16:59
by Bjarklindur
Sæll! Þessi hljómar alveg gríðarlega vel, nákvæmlega bjórinn sem mig langar í núna.

Varðandi uppskriftina, hvað er hún fyrir marga lítra?
Varðandi secondary, hvaða hitastig ertu með í þessa 3 mán.?

bestu kveðjur
B

Re: Lukku Láki Imperial Stout lagður í Bourbon eik

Posted: 9. Dec 2013 17:10
by æpíei
Þetta er fyrir 19 lítra. Ég var með hann á dimmum stað í secondary, ca 10-15 gráður. Hafði ekki hitastýringu á honum.

Re: Lukku Láki Imperial Stout lagður í Bourbon eik

Posted: 14. Dec 2013 21:15
by Bjarklindur
Fékk að smakka einn Lukkuláka nr. 13 hjá Ragga og usssss hvað hann er góður!!! Ég myndi kaupa þennan í ríkinu! Svakalega flottur og froðumikill bjór, mikið af dökkum ávöxtum, sveskjur, rúsínur o.fl. frúttí. Mjög vandaður bjór. Nú verður ekki aftur snúið... ég legg í þennan um jólin.
Til hamingju með þennan flotta bjór æpíei!

Með jólakveðju
B

Re: Lukku Láki Imperial Stout lagður í Bourbon eik

Posted: 14. Dec 2013 21:31
by æpíei
Uss! Hefði ekki átt að gefa upp uppskriftina, og bjórkeppni Fágunar með áherslu a Stout að koma upp

http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2961" onclick="window.open(this.href);return false;

Nei annars, hvet alla til að kýla á einn og slá þessum við. Þetta verður rosalegt keppniskvöld :D

Kveðja, Siggi "æpíei"