Ákvað að setja þetta hérna þar sem ég notaði hunang í þetta. En ég var semsagt að klára að leggja í einn kút.
Ég lét kaupa fyrir mig 25l af bónus eplasafa þar sem ég er ekki búsettur í námunda við bónus verslun sjálfur. Síðan ætlaði ég að vera búinn að kaupa mér dextrosa sem ég ætlaði að nota í þetta, en sökum þess hversu mjög svo upptekinn ég er, eða þannig :p þá auðvita gleymdi ég því.
Þannig að þegar safinn var kominn í hús og gerpakkinn einnig en enginn dextrosi þá nennti ég ekki að fara að bíða eithvað lengur þannig ég skellti mér útí samkaup úrval og skoðaði úrvalið þar. Þar varð fyrir valinu hunang. Ég tók eina dollu af euroshopper hunangi sem er rétt um 500g og svo eithvað sem heitir MELI og er í 250g sprautuflöskum. Ég ákvað að taka helming af því vegna þess að það lítur mun fallegra út heldur en euroshopper hunangið er mikil gyltara og einnig mun betri lykt af því. Þannig að þessu tvennu var blandað saman. Einnig keypti ég rúsinur sem ég brytjaði með sem gernæringu.
Þegar heim var komið þá var kúturinn búinn að liggja í klórsótanum ásamt öllum þeim áhöldum sem ég ætlaði að nota þannig ekkert eftir en bara skola allt draslið og byrja að malla.
Ég hitaði vatn í potti og skellti hunanginu í umbúðunum ofaní og leyfði því að sitja þar í smá stund. Eftir það var ekkert mál að hella öllu úr og ná öllu vel innan úr flöskunum og dollunni. Síðan hitaði ég einn líter af eplasafa sem ég notaði til að ná allveg örugglega öllum hunangsleyfum úr ílátunum. Síðan var þessu bara öllu skellt í kútinn. Ég tók svo mælingu áður en ég bætti gerinu úti. En OG mældist í 1054 og er það bara svona nokkurnvegin það sem við var að búast og það sem aðrir hafa verið að fá með svipaðri aðferð. Svo er það bara að leyfa þessu að bubbla inní þvottahúsi og krossleggja fingurnar að ég sleppi við "rhino farts" einsog sumir hafa verið að lenda í. Annars ætla ég að leyfa þessu að malla þarna í svona 4 vikur allavega áður en ég fer að skoða þetta eithvað frekar. Þótt ég eigi nú örugglega eftir að gægjast eithvað á þetta og svona sjá hvernig þessu líður.