Page 1 of 1

Eplamjöður

Posted: 17. Aug 2009 20:51
by Valuro
Ákvað að setja þetta hérna þar sem ég notaði hunang í þetta. En ég var semsagt að klára að leggja í einn kút.
Ég lét kaupa fyrir mig 25l af bónus eplasafa þar sem ég er ekki búsettur í námunda við bónus verslun sjálfur. Síðan ætlaði ég að vera búinn að kaupa mér dextrosa sem ég ætlaði að nota í þetta, en sökum þess hversu mjög svo upptekinn ég er, eða þannig :p þá auðvita gleymdi ég því.
Þannig að þegar safinn var kominn í hús og gerpakkinn einnig en enginn dextrosi þá nennti ég ekki að fara að bíða eithvað lengur þannig ég skellti mér útí samkaup úrval og skoðaði úrvalið þar. Þar varð fyrir valinu hunang. Ég tók eina dollu af euroshopper hunangi sem er rétt um 500g og svo eithvað sem heitir MELI og er í 250g sprautuflöskum. Ég ákvað að taka helming af því vegna þess að það lítur mun fallegra út heldur en euroshopper hunangið er mikil gyltara og einnig mun betri lykt af því. Þannig að þessu tvennu var blandað saman. Einnig keypti ég rúsinur sem ég brytjaði með sem gernæringu.

Þegar heim var komið þá var kúturinn búinn að liggja í klórsótanum ásamt öllum þeim áhöldum sem ég ætlaði að nota þannig ekkert eftir en bara skola allt draslið og byrja að malla. :P
Ég hitaði vatn í potti og skellti hunanginu í umbúðunum ofaní og leyfði því að sitja þar í smá stund. Eftir það var ekkert mál að hella öllu úr og ná öllu vel innan úr flöskunum og dollunni. Síðan hitaði ég einn líter af eplasafa sem ég notaði til að ná allveg örugglega öllum hunangsleyfum úr ílátunum. Síðan var þessu bara öllu skellt í kútinn. Ég tók svo mælingu áður en ég bætti gerinu úti. En OG mældist í 1054 og er það bara svona nokkurnvegin það sem við var að búast og það sem aðrir hafa verið að fá með svipaðri aðferð. Svo er það bara að leyfa þessu að bubbla inní þvottahúsi og krossleggja fingurnar að ég sleppi við "rhino farts" einsog sumir hafa verið að lenda í. Annars ætla ég að leyfa þessu að malla þarna í svona 4 vikur allavega áður en ég fer að skoða þetta eithvað frekar. Þótt ég eigi nú örugglega eftir að gægjast eithvað á þetta og svona sjá hvernig þessu líður.

Re: Eplamjöður

Posted: 18. Aug 2009 07:37
by Eyvindur
Leystirðu hunangið ekki örugglega upp og blandaðir saman við rest?

Re: Eplamjöður

Posted: 18. Aug 2009 13:05
by Valuro
Jú, Ég mýkti þá upp fyrst síðan leysti ég það allveg upp í rúmlega líter af safa sem ég hitaði. Það er farið að bubbla vel í vatnslásnum núna.

Re: Eplamjöður

Posted: 19. Oct 2009 21:08
by kristfin
hvað er að frétta af þessum epplamjöð?

Re: Eplamjöður

Posted: 26. Dec 2009 21:30
by Bjössi
Já, einmitt, ég er líka að fylgjast með :)

Re: Eplamjöður

Posted: 11. Jan 2010 12:42
by Valuro
Það er það að frétta að FG endaði í eithvað rétt rúmlega 1000. Og ég setti þetta á vínflöskur. Mér finnst þetta bara alls ekkert gott. þetta er ekki vont, en frekar bragð dauft og lítill karakter í þessu.

Re: Eplamjöður

Posted: 12. Jan 2010 09:07
by kristfin
og var ekki mjög hátt.

ég hef verið að fara með og í 1150-1090 í þeim miði sem ég hefi búið til.

geymdu flöskurnar á góðum stað, þetta verður kannski orðið spennandi eftir eitt eða 2 ár. síðan er alltaf hægt að nota svona til blöndunar. eins og með sódavatni og eplasafa. þannig drekk ég epplacyderinn minn ef eitthvað er ekki alveg eins og ég er sáttur við

Re: Eplamjöður

Posted: 14. Jan 2010 18:48
by Valuro
Já ég geri það, og fer klárlega með OG hærra næst.

Re: Eplamjöður

Posted: 16. Jan 2010 22:30
by Bjori
Sælir

Hefði ekki verið spurning að hafa meira hunang í þessu?
Jafnvel auka sykur?

Re: Eplamjöður

Posted: 16. Jan 2010 22:44
by hrafnkell
Bjori wrote:Sælir

Hefði ekki verið spurning að hafa meira hunang í þessu?
Jafnvel auka sykur?
Þá hefði þetta líklega bara orðið sterkara, ekki sætara.

Re: Eplamjöður

Posted: 17. Jan 2010 01:20
by Valuro
Jú það hefði klárlega verið málið fyrir minn smekk allavega.

Re: Eplamjöður

Posted: 17. Jan 2010 11:05
by aki
Er einhver leið til að fá hærra FG í þessa uppskrift? Hefur einhver gert tilraunir með hakkaða ávexti (t.d. epli eða perur, banana jafnvel?)

Re: Eplamjöður

Posted: 17. Jan 2010 11:35
by Eyvindur
Nei, sko, einfaldar sykrur (eins og glúkósi) munu aldrei hækka FG, því gerið étur þær. Það eru til tvær leiðir til að auka sætuna. Þú gætir bætt við laktósa (mjólkursykri - það er hins vegar mjög erfitt að nálgast hann), eða sett gerstopp og bætt við hunangi eða sykri. Mjólkursykur er ógerjanlegur, og ætti því að gera þetta sætara (reyndar hef ég fyrst og fremst heyrt talað um hann í bjórsamhengi, veit ekki hvað hann gerir í miði). Gerstoppið er væntanlega besta leiðin. Þá geturðu fiktað þig áfram með sætuna þar til hún hæfir þínum smekk. Þú gætir reyndar líka fylgst með SG á meðan á gerjun stendur þar til það stendur í tölu sem þér líst vel á og stoppað gerjunina þá. Athugaðu þó, að þetta þýðir að þú getur ekki gert kolsýrðan mjöð.

Reyndar gætirðu líka prófað að nota ölger. Það þolir ekki næstum jafn mikið áfengi og vínger, og ef þú velur rétta gerið gætirðu fengið góðan karakter, og gerið gæti kúkað á sig áður en það nær að gera mjöðinn of þurran.

Re: Eplamjöður

Posted: 17. Jan 2010 16:58
by Valuro
Ég myndi segja að gerstopp og svo bara sæta eftir smekk til að fá þetta sætara.

Re: Eplamjöður

Posted: 17. Jan 2010 17:20
by sigurdur
Það má svosem athuga hvort að lyfjafyrirtækin geti útvegað eitthvað af laktósa, þar sem að þau nota það sem íblöndunarefni í lyf.

Re: Eplamjöður

Posted: 17. Jan 2010 21:01
by Eyvindur
Mér skilst að þau séu afskaplega treg að selja það, sérstaklega til einkaaðila, þar sem þetta má nota við eiturlyfjaframleiðslu...