Page 1 of 1

Bjórgerð í framtíðinni. - Til gamans.

Posted: 29. Aug 2013 03:44
by bergrisi
Þetta gæti verið þægilegt í staðin fyrir hitastýrðan ísskáp.

http://www.kickstarter.com/projects/671 ... ref=search" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Bjórgerð í framtíðinni. - Til gamans.

Posted: 29. Aug 2013 11:07
by hrafnkell
Svolítið hentugt... Peltier og kælibox til að koma carboy í...


Mér leist betur á þetta, en þeir náðu ekki að fjármagna projectið sitt:
http://www.kickstarter.com/projects/433 ... agerjacket" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Bjórgerð í framtíðinni. - Til gamans.

Posted: 29. Aug 2013 12:13
by æpíei
Þetta er sniðugt. Ég er faktíst búinn að smíða skáp sem byggir nokkurn veginn á sama konsepti. Eins og er þá getur hann bara hitað, þannig að lofthiti þarf að vera undir gerjunarhita, sem er ekkert vandamál hér á Íslandi fyrir ölgerjun. Lagergerjun ætti ekki heldur að vera vandamál í vetur. Ég ætla að setja í hann viftur líka til að kæla og halda smá flæði á loftinu þess á milli.

Re: Bjórgerð í framtíðinni. - Til gamans.

Posted: 30. Aug 2013 20:59
by helgibelgi
Sjúklega töff hugmyndir, sérstaklega þessi Lagerjacket!

Langar feitt í svona!

Re: Bjórgerð í framtíðinni. - Til gamans.

Posted: 1. Sep 2013 21:24
by Eyvindur
Lagerjakkinn misheppnaðist á kickstarter. Kannski ekki síst vegna þess hvað hann var svakalega dýr. $399 finnst mér allt of hátt verð fyrir svona græju.

Re: Bjórgerð í framtíðinni. - Til gamans.

Posted: 1. Sep 2013 22:26
by sigurdur
nb. $399 er kickstarter verð .. verð hækkar yfirleitt eftir kickstarter ...

Re: Bjórgerð í framtíðinni. - Til gamans.

Posted: 1. Sep 2013 22:52
by hrafnkell
Mig langar mikið að prófa að smíða mér svona sjálfur... Þá væri samt hjálplegt að hafa kunnáttu á sanitary rústfríum suðum og ýmsu öðru framleiðslutengdu

tvö ryðfrí rör, dæla, peltier, kæliplata... Easy as pie!

Image

Ég hef ekkert séð hvernig lagerjacket virkar akkúrat, en fyrir mér meikar sens að vera með einhvern vökva til að færa kulda frá peltier og hita úr bjórnum frekar en t.d. loft..

Hver nennir að smíða prótótýpu handa mér?