Page 1 of 1
Food grade silicon slanga
Posted: 28. Aug 2013 11:38
by Funkalizer
Sælar
Þar sem google-fu'ið mitt er ekki að skila mér alveg nógu góðum niðurstöðum núna langar mig að spyrja ykkur hvort þið vitið um staði, á Íslandi, sem selja food grade silicon slöngur.
Ef þið vitið verðin á þeim líka þá er það velkomið
Við erum þá að tala um eitthvað svipað og Landvélar eru að selja og listað er upp í
þessu skjali.
Edit: Má kannski koma fram að ég er að leita eftir 10mm slöngum (að innanmáli)
Kærar þakkir,
Gunnar
Re: Food grade silicon slanga
Posted: 28. Aug 2013 11:44
by hrafnkell
Landvélar og barki eru einu sjoppurnar sem ég veit um... Þar kostar metrinn um 2000kr og uppúr.
Ég fæ slöngur á ~1000kr metrann eftir nokkrar vikur, bæði 8mm innanmál og svo 12mm innanmál. 8mm eru hentugar fyrir dælurnar sem ég er að selja.
Re: Food grade silicon slanga
Posted: 1. Sep 2013 00:52
by Dabby
Við keyptum foodgrade sílikon slöngu í innigörðum á 300 kr metrann. væntanlega eitthvað verri gæði en það sem fæst fyrir 2000+ en við erum heldur ekki að nota þetta í atvinnutæki.
Re: Food grade silicon slanga
Posted: 2. Sep 2013 16:59
by Funkalizer
Dabby wrote:Við keyptum foodgrade sílikon slöngu í innigörðum á 300 kr metrann. væntanlega eitthvað verri gæði en það sem fæst fyrir 2000+ en við erum heldur ekki að nota þetta í atvinnutæki.
Fór í Innigarða áðan og kíkti á úrvalið sem þeir eru með.
Foodgrade voru þær en ekki hitaþolnar eins og þessi sem Kal notar á
The Electric Brewery (
Amazon linkurinn)
Er maður kannski í ruglinu að vera að spá í svona verklegum og dýrum slöngum sem eitthvað á milli potts og counterflow chillers, annars vegar, og svo pottur -> dæla -> pottur hringrás í framtíðinni, hins vegar?
Re: Food grade silicon slanga
Posted: 2. Sep 2013 17:35
by hrafnkell
Ég kíkti einmitt á slöngurnar í innigörðum og þær eru líklega ekki 100% silikon, var amk allt önnur áferð á þeim en ég er vanur.
Ég á von á nokkrum rúllum af silikonslöngum (160°C rated, food grade) í þarnæstu viku sem verða á uþb 1000kr metrinn. Ég hef venjulega bent fólki á landvélar og barka en ákvað að eiga þetta sjálfur á lager fyrst ég get boðið þetta mikið betri verð á þeim.
Re: Food grade silicon slanga
Posted: 11. Sep 2013 18:14
by QTab
Dabby wrote:Við keyptum foodgrade sílikon slöngu í innigörðum á 300 kr metrann. væntanlega eitthvað verri gæði en það sem fæst fyrir 2000+ en við erum heldur ekki að nota þetta í atvinnutæki.
Prófuðum þetta um daginn og komumst að því að þetta væri ca. "nothæft", þegar er kominn hiti á virtinn og sog að dælunni þá leggst slangan saman að mestu leiti, það er rennsli en ekki eins og það ætti að vera og það er mikið maus og vesen að ganga frá slöngunni þannig að það komi ekki brot á henni sem loka alveg.
Doable but kindof shitty, you get what you pay for !