Page 1 of 1

Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 26. Aug 2013 23:37
by gugguson
Sælir herramenn.

Hvar fær maður þetta á Íslandi? Food grade silicone adhesive/sealant (-75F to +400F, Food grade: Meets MIL-A-46106B, Group I, Type I, FDA compliant, USDA approved, NSF 51 certified)

Þetta er frá element smíði á Electric Brewery: http://www.theelectricbrewery.com/heati ... nts?page=2" onclick="window.open(this.href);return false;

Linkur á efnið: http://www.mcmaster.com/#7545a471/=o8kxig" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég er semsagt með svona element eins og er á electric brewery en þarf að skipta um elementið sjálft því það er komið með brunna húð sem ég næ ekki af (með PBW). Ég þarf því að skipta um elementið og festa það aftur með svona siliconi.

Góðar stundir,
Jói

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 27. Aug 2013 10:03
by hrafnkell
Voða lítil ástæða til að nota silikon eins og kal gerir þarna, ég hef aldrei tekið eftir leka meðfram elementinu hjá mér né öðrum... En það er fyrirtæki á dalveginum sem er með food safe silikon. Þú ættir líka að geta notað silirub aq sem er til í byko og húsasmiðjunni, það er hugsað í fiskabúr og er þar með food safe og þolir allt að 180°C.

http://www.soudal.com/soudalweb/images/ ... irubAQ.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;


Rétt að taka það líka fram að maður nær aldrei góðri viðloðun við ryðfrítt stál með silikoni, þannig að ég sé ekki alveg tilganginn með þessu.

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 27. Aug 2013 10:20
by gugguson
Takk fyrir svarið.

Málið er að ég þarf að skipta um element því í síðustu lögnum þá hugsaði ég ekki nægilega mikið um að hreinsa það á milli lagna. Núna er það með þykkri svartri húð sem ég næ engan vegin af (t.d. búinn að nota pbw).

Þegar ég opnaði boxið frá kal (pantaði af honum) þá er elementið fest við boxið sjálft með sílikoni og það virðist alveg einangra og alveg fast við boxið sjálft ... vatn kæmist ekki inn þó það myndi leka allt í kring. Ég ætla því að skipta um element og láta eitthvað svipað við elementið ... maður fer aldrei of varlega. Manstu hvað fyrirtækið á dalveginum heitir?

Ég ætla síðan að skúbba elementið eftir hverja lögn þannig að allt fari af - mæli með að menn geri það eftir að ég lenti í þessu og er búinn að lesa mikið um þetta á homebrewtalk.

p.s. ég á annað element sem ég er að hreinsa núna. Ef ég næ ekki öllu af því og ákveð að kaupa nýtt, áttu þá til á lager 5500W element Hrafnkell?

p.p.s. skiptir máli hvor vírinn fer í hvað á elementinu?
2013-08-26-22.29.29.png
2013-08-26-22.29.29.png (1.13 MiB) Viewed 21704 times

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 27. Aug 2013 10:32
by gosi
Ertu búinn að prófa ediksýru eða borðedik? Kannski eyðir það upp húðunina á elementinu.
Hægt að kaupa bæði í matarverslunum :)

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 27. Aug 2013 10:38
by gugguson
Nei, hef ekki heyrt af þeirri aðferð.
Lætur maður það í vatn eða hvernig myndi ég bera mig að?

Ég prófaði að setja sítrónusíru og vatn í pottinn og sjóða í um 30 mínútur. Það hafði engin áhrif.
gosi wrote:Ertu búinn að prófa ediksýru eða borðedik? Kannski eyðir það upp húðunina á elementinu.
Hægt að kaupa bæði í matarverslunum :)

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 27. Aug 2013 11:37
by gosi
Setja í nógu djúpan vasa eða eitthvað og dýfa því ofan í edikið og leyfa því að liggja í einhvern tíma

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 27. Aug 2013 11:42
by hrafnkell
Ég á 5500w á lager. Það skiptir ekki hvor vírinn fer hvert, svo lengi sem það sé ekki jörðin :)

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 27. Aug 2013 12:46
by rdavidsson
Veit einhver hvar maður fær svona RED Dot box hérna á Íslandi eins og hann notar fyrir elementið..? Ég er bara með plastdós sem er vonlaus þar sem það er enginn burður í henni og bara fest með siliconi...

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 28. Aug 2013 19:10
by Maggi
Ég er með 5.5 kW element og álbox. Skrifaði um það í þessum þræði fyrir nokkru
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1801&start=100" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 28. Aug 2013 20:23
by rdavidsson
Maggi wrote:Ég er með 5.5 kW element og álbox. Skrifaði um það í þessum þræði fyrir nokkru
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1801&start=100" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Fagmannlega gert, ég hef reyndar ekki aðgang að rennibekk til að taka úr boxinu... Keyptiru þéttihringinn í Landvélum? Manstu c.a hvað boxið kostar?

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 28. Aug 2013 21:48
by einarornth
Ég er með sams konar kassa og Maggi, notaði svona þrýstiskera sem fæst í IKEA (seldur til að gata vaska fyrir blöndunartæki). Ég get alveg athugað hvort ég finni hann ef þú vilt fá hann lánaðan.

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 28. Aug 2013 22:35
by rdavidsson
einarornth wrote:Ég er með sams konar kassa og Maggi, notaði svona þrýstiskera sem fæst í IKEA (seldur til að gata vaska fyrir blöndunartæki). Ég get alveg athugað hvort ég finni hann ef þú vilt fá hann lánaðan.
Takk fyrir það. Félagi minn á reyndar punch sett, var að spá í rennibekkinn til þess að taka úr kassanum fyrir pakkningunni.

Re: Hvar fær maður Food grade silicone adhesive/sealant

Posted: 29. Aug 2013 08:59
by Maggi
Ég keypti þéttihringinn í Barka. Þeir eru með ryðfría og krómhúðaða. Mig minnir að ég hafi keypt tvö box á 5-6 þús samanlagt. Þar sem þéttihiringurinn er fyrir utan pottinn þá þarf hann í raun ekki að vera ryðfrír.

Þú þarft mögulega ekki að renna úr boxinu. Málið er að boxið er ca. 3 mm að þykkt og ég nota tvo þéttihringi, annar er milli potts og boxs en hinn inn í boxinu. Þessir tveir þéttihringir plús boxið plús pottur gerir það að verkum að gengjan á hitaldinu er of stutt og ég næ því ekki ró upp á hitaldið. Ég renndi því úr boxinu og minnkaði þykktina í boxinu frá 3 mm niður í 1 mm. Með þessu næ ég rónni upp á.

Það sem þú getur prófað er að sleppa þéttihringnum inn í boxinu og nota í stað bara silicone kítti eða þá bara þunna gúmmipjötlu.

Ég var eitt sinn með annað hitald sem hafði ekki eins langa gengju og gat ég því ekki notað annan þéttihringinn. Í raun lak bara dropi og dropi í byrjun en þegar hitun var komin vel á veg þá hætti að leka. Líklega vegna þennslu á málmunum.