Page 1 of 1
vals
Posted: 17. Aug 2009 15:32
by kristfin
ég hef verið að skoða að smíða mér vals til að mala kornið.
var að pæla í einhverju svona
sjá:
http://www.homebrewtalk.com/gallery/dat ... G_6458.JPG" onclick="window.open(this.href);return false;
einn vandinn er að ég á ekki og veit ekki um svokallað "rillujárn" til að búa til þessa verkfæraáferð. haldið þið að það mundi vera nóg að "tígla" áferðina og þá vhersu þétt?
Re: vals
Posted: 18. Aug 2009 07:33
by Eyvindur
Þú verður að setja tengil. Myndin sést ekki.
Re: vals
Posted: 18. Aug 2009 17:55
by kristfin
ég var að pæla í einhverju á þessum nótum:
http://www.zymico.com/hhhmill.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
er kominn með kælibox, ca 60 lítra sem verður notað til að meskja.
og er nokkuð viss um að ég sé búinn að lenda stórum bjórkagga. er ekki viss hvað hann er stór, en ef hann er of lítill þá bara sker ég hann í sundur og sýð renning inní.
ég sá einvhern hér sem var kominn með svo flotta frístandandi gashellu, kosangas. hvar fær maður svoleiðs og hvað kostar það.
Re: vals
Posted: 18. Aug 2009 19:25
by sigurdur
Svarar ekki kostnaði nema maður sé með aðgang í rennibekk og geti kurlað stangirnar þegar maður er búinn að renna þær niður í viðeigandi stærðir.
Ég skoðaði þetta mikið og sætti mig bara við að breyta pastavél ....
Re: vals
Posted: 18. Aug 2009 19:42
by Hjalti
Ertu búinn að mala eithvað með henni?
Re: vals
Posted: 18. Aug 2009 19:54
by sigurdur
Neibb, enginn sem að hefur orðið að bón að láta mig mala smá fyrir sig ...
Ég mun líklegast prófa hana á fyrsta all-grain hjá mér í næsta mánuði ef allt gengur eftir áætlun ... eða þá að einhver hér sé að fara að brugga á næstunni sem vantar að láta mala fyrir sig... *hint*hint*
Re: vals
Posted: 18. Aug 2009 20:00
by kristfin
ég er með rennibekk. ég á hinsvegar ekki rillujárn til að fá verkfærarilluáferðina. þannig að ég yrði að fara með keflin til félaga míns til að fá þau rilluð.
ég gæti hinsvegar tíglað keflin. þá rennir maður svont tröllagengjur fram og til baka. haldið þið að það mundi virka.
síðan sá ég að ég held hér, að það gæti verið sniðugt að nota handlóð. nota rillaða miðju partinn og renna legusæti til endanna. ef eg finn svonleiðis ætla ég að prófa.
Re: vals
Posted: 18. Aug 2009 20:15
by sigurdur
Ég var að spá í því á tímabili, ódýrustu handlóðin sem að geta boðið upp á þetta eru í erninum.
Þau eru hinsvegar krómuð, en ég veit ekki hvaða málmur er í lóðunum.
Ef þú ætlar að útbúa svona vals sjálfur, þá þarf maður bara að hafa í huga að reyna að fá meðalkrullun (medium knurling) og ekki rista of djúpa. Ef það er krullað of djúpt þá áttu á hættu að tæta hýðið og eiga meiri hættu á stíflu við meskjun.
Re: vals
Posted: 19. Aug 2009 14:57
by kristfin
ég fann 50mm öxul í haugnum. á nog af flatjarńi og soddan. 15x32x9 legur í fálkanum kosta 500 kall stykkið, þannig að það verður allavega 2000 i kostnað.
er búinn að fá lánað rillustál, þannig að ég ætti að geta gert þetta sjálfur. kemst reyndar ekki í það fyrr en eftir helgi.
þannig að ég reikna með að vera með prótótýpu fyrir aðra helgi ef guð lofar.
er reyndar ekki kominn með pottinn. en veit um bjórkagga sem ég get stolið. gæti sett nýjan botn í hann og sett á rafmagnshellur, eða bara á útigrillið og bætt nokkrum elementum í hann.
Re: vals
Posted: 21. Aug 2009 20:38
by Andri
Hljómar helvíti vel, hlakka til að sjá útkomuna úr þessu.
Tengirðu elementið sjálfur eða viltu hjálp

Re: vals
Posted: 21. Aug 2009 23:16
by Eyvindur
Þú gætir líka búið til 2-3 hitaprik...
Re: vals
Posted: 24. Aug 2009 09:18
by kristfin
hitaprik?
Re: vals
Posted: 24. Aug 2009 13:04
by Eyvindur
Rör með hitaelementum á endanum sem þú stingur ofan í pottinn (eða hvaða ílát sem er). Gúglaðu "heat sticks" og þá ættirðu að finna nokkuð góðar skýringar á fyrirbærinu.
Re: vals
Posted: 27. Aug 2009 10:22
by kristfin
jæja.
ég smíðaði 2 kefli og legusæti í gær fyrir fína verðandi valsinn. á reyndar eftir að rilla þau. núna þarf ég að fara huga að rammanum.
hvert þarf bilið að vera á milli keflnanna? þarf að vera hægt að stilla bilið?
væri ekki nóg að hafa þetta þannig að bilið væri stillanlegt frá 0-2mm?
Re: vals
Posted: 27. Aug 2009 10:25
by Eyvindur
Já, þú þarft að geta stillt bilið, því til dæmis eru korntegundir á borð við hveiti og rúg minni en bygg. Auk þess þarf að vera hægt að fikta aðeins í bilinu til að finna hvað hentar best upp á sem besta nýtni, en grófleiki mölunarinnar hefur mikið með hana að gera.
2mm er alveg nógu breitt. Þú malar ekkert breiðara en það.
Re: vals
Posted: 3. Sep 2009 09:19
by kristfin
ég eyddi einu kvöldi í síðustu viku og síðan í gær í valsinn.
þetta varð nú aðeins meira verk en ég ætlaði. það er nú reyndar oft þegar maður smíðar úr miklum vanefnum og þarf að aðlaga að því efni sem maður á.
en 50mm tjakkstál sem gæti hafa komið úr skurðgröfu endaði í keflunum. gamli rennibekkurinn minn er soldið dapur þannig að það varð smá slag í þeim.
ég ætlaði síðan að vera með rosalega flókið kerfi á legusætum þar sem legurnar yrðu festar, en það endað með glussaröri sem legusæti og vatnsröri sem heldur legunni á sínum stað. allt soðið saman.
legurnar eru 6202 (algengustu legur í heimi) úr fálkanum, kostuðu 502 kr stykkið.
ramminn er síðan úr 10mm stáli sem ég skar úr plötu, og stillanlegi haldarinn úr 8mm.
svona lítur þetta út eftir allt saman.
ég átti ekki nógu langan bolta fyrir endastoppið. redda því síðar
er síðan að hugsa um að smíða trekkt úr ryðfríu ofaná
Re: vals
Posted: 3. Sep 2009 20:15
by sigurdur
Þetta er mjög svalt hjá þér.
Ætlaru að láta kornið keyra dauðu rúlluna eða nota gúmíhring til að yfirfæra kraftinn á hina rúlluna?
Re: vals
Posted: 3. Sep 2009 21:09
by arnilong
Þetta er glæsilegt!
Re: vals
Posted: 3. Sep 2009 21:15
by kristfin
kornið dregur rúlluna með. ég spændi niður slatta af hrísgrónum án vandræða. held að kornið grípi betur í.
núna vantar mig bara korn og fara allgreina
Re: vals
Posted: 3. Sep 2009 21:42
by Oli
Glæsilegt

Re: vals
Posted: 4. Sep 2009 11:01
by Eyvindur
Tóm glæsilegheit. Til hamingju með þetta. Þú getur bara farið út í bissness með þetta.
Re: vals
Posted: 4. Sep 2009 11:05
by kristfin
þegar þetta verður orðið nothæft, þá verður auðsótt að fá þetta lánað hjá mér.
væri samt sniðugt að búa til "good guy list" categoriu á spjallinu svo það sé hægt að mæra þá sem eru heiðarlegir í sölu og kaupa málum, rétt eins og er gjarnan á forum í útlandinu. þá er maður kominn með buddy kerfi til að skapa traust.
hjá mér er ferðalagið oft meira spennandi en ákvörðunarstaðurinn
