Page 1 of 1

Bitter og eplacider

Posted: 11. Aug 2013 10:34
by Plammi
Í vikunni verður gert einfalt enskt öl (premium bitter) til að setja á slökkvitækja kútinn sem ég ætla að prufa. Er með 9L slökkvitæki sem er með pumpu-ventil. Það verður eftirgerjað sem sykri á kútnum og svo verður bætt inná með hjólapumpu þegar þrýstingurinn dettur niður. Þessi kútur verður því að tæmast á einu kvöldi og boðið upp á hann í 35 ára afmælinu mínu í desember.

Recipe: Simple minds
Brewer: plammi
Style: Special/Best/Premium Bitter

Boil Size: 26,30 l
Post Boil Volume: 20,80 l
Batch Size (fermenter): 20,00 l
Bottling Volume: 20,00 l
Estimated OG: 1,044 SG
Estimated Color: 10,9 EBC
Estimated IBU: 34,4 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 70,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Amt Name Type # %/IBU
3,00 kg Pale Malt 2-row (Weyermann) (5,9 EBC) Grain 1 72,3 %
1,00 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 24,1 %
0,15 kg Carapils (Weyermann) (2,6 EBC) Grain 3 3,6 %
14,00 g Northern Brewer [9,50 %] - First Wort 60 Hop 4 21,5 IBUs
14,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Boil 30,0 Hop 5 10,3 IBUs
1,06 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 6 -
0,50 tsp Yeast Nutrient (Boil 10,0 mins) Other 7 -
14,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Boil 5,0 Hop 8 2,7 IBUs
1,0 pkg SafAle English Ale (DCL/Fermentis #S-04) Yeast 9 -

Mash Schedule: BIAB, Light Body
Total Grain Weight: 4,15 kg
----------------------------
Name Description Step Temperature Step Time
Saccharification Add 28,84 l of water at 68,7 C 64,4 C 90 min
Mash Out Heat to 75,6 C over 7 min 75,6 C 10 min

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

Á Föstudaginn setti ég í eplacider fyrir SHMBO, verður vonandi orðið þokkalegt í maí/júní 2014 því þetta á að fara í þrítugsafmæli hennar þá.
Gerið er Wyeast 4766 cider.
Lime-teið var með 1,5L af vatni og teið var Earl Grey en ekki english breakfast (hefði kannski átt að uppfæra skjalið og pósta því svo á imgur)
Þetta verður allt sett á flöskur með smá sykur til carboneringar, líklegast um jólin.

Image

Re: Bitter og eplacider

Posted: 13. Aug 2013 22:50
by Plammi
Var að klára bitter bruggunina núna og náði 20L með 1052 í OG, sem er vel yfir áætlun.
Er búinn að vera nokkuð stabíll með 70% nýtni (allar 5 lagnir með núverandi BIAB setup) en hoppaði upp í 83% núna.
Þokkalega sáttur með árangurinn en hef ekki hugmynd af hverju þetta tókst svona vel :)

Re: Bitter og eplacider

Posted: 14. Aug 2013 16:35
by helgibelgi
Ég gerði eiginlega nákvæmlega eins cider handa minni swmbo. Það fór á flöskur fyrir 2 vikum ca. og er bara fáránlega gott!

Verð að fá að smakka hjá þér einhvern tímann!

Re: Bitter og eplacider

Posted: 14. Aug 2013 19:24
by Plammi
helgibelgi wrote:Ég gerði eiginlega nákvæmlega eins cider handa minni swmbo. Það fór á flöskur fyrir 2 vikum ca. og er bara fáránlega gott!

Verð að fá að smakka hjá þér einhvern tímann!
Klárlega!
Er þetta karbonerað eða?
Er að hugsa um að setja meirihlutann á bjórflöskur til karboneringar og taka smá frá sem eplavín. Er nebblega með slatta af basic eplavíni í þroskun og langar í einhvern samanburð.

Re: Bitter og eplacider

Posted: 14. Aug 2013 19:51
by helgibelgi
Plammi wrote:
helgibelgi wrote:Ég gerði eiginlega nákvæmlega eins cider handa minni swmbo. Það fór á flöskur fyrir 2 vikum ca. og er bara fáránlega gott!

Verð að fá að smakka hjá þér einhvern tímann!
Klárlega!
Er þetta karbonerað eða?
Er að hugsa um að setja meirihlutann á bjórflöskur til karboneringar og taka smá frá sem eplavín. Er nebblega með slatta af basic eplavíni í þroskun og langar í einhvern samanburð.

Já þetta er kolsýrt, eða á leiðinni amk að verða það. Ég tók líka nokkrar flöskur frá og þurrhumlaði með Simcoe og Amarillo :mrgreen:

Re: Bitter og eplacider

Posted: 15. Aug 2013 12:28
by Plammi
Líst vel á þessa þurrhumlun, á smá EKG sem hentar flott í svona tilraun

Re: Bitter og eplacider

Posted: 28. Aug 2013 13:12
by Plammi
Ég ætla að skella bjórnum á slökkvitæki í kvöld, set ég jafn mikið af priming sykri og eins og um flöskur væri að ræða eða eitthvað minna?
Hef einhverstaðar lesið um að maður eigi bara að setja helming, er samt ekki alveg viss af hverju (hvort það sé vegna stíls eða til að bjórinn frussist ekki bara út um slönguna).
Einhver hér með reynslu á þessu?
Settupið er sem sagt 9L slökkvitæki sem ég ætla að nota nánast óbreytt sem bjórdælu. Þegar þrýstingurinn frá priming sykrinum er farinn þá verður dælt inn lofti með hjólapumpu. Þetta verður svona heimagerð partídæla :)

Re: Bitter og eplacider

Posted: 28. Aug 2013 14:46
by hrafnkell
Ég sé ekki neina ástæðu til að setja minna af sykri, nema maður vilji minni kolsýru... Þetta er í raun bara stór flaska og sennilega svipað headspace (hlutfallslega) og í flöskum.

Svo er bara að dunda sér vel við að sótthreinsa allt, bakteríurnar geta leynst á hinum ýmsu stöðum :)

Re: Bitter og eplacider

Posted: 28. Aug 2013 16:32
by æpíei
Ég hef notað 5 lítra dunka, sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2743" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég præmaði bara með sama magni af sykri, fyllti hæfilega mikið eins og Hrafkell nefnir til að hafa ca sama loftrúm, og það var fínt. Hörku froða eftir aðeins eina viku. Kunningi minn sem notar líka svona dunka hefur lent í því að fá allt of mikla froðu, en ég held það sé frekar því hann mælir ekki nógu nákvæmt. Ég myndi bara prófa!

Re: Bitter og eplacider

Posted: 28. Aug 2013 17:09
by gm-
Þegar ég hef primað í 19 lítra kútum þá hef ég notað um 30% minna af sykri, fullur skammtur var dáldið mikið. Fyrir 9 L kút ætti það að skipta minna máli, kannski minnka magnið um 10-15%

Re: Bitter og eplacider

Posted: 28. Aug 2013 22:22
by Plammi
Jæja, endaði með 87gr af sykri í priming, 9L á slökkvitækið og 5,5L á flöskur. Skildi soldið mikið eftir í botninum á carboy-inu (smá klúður við fleytingu), mun gráta mig í svefn vegna þess :p

FG endaði í 1017, sem er bara enn og aftur vegna of hás meskihita, en það er í lagi því áfengisprósentan datt niður í 4,6% sem er fínt fyrir partíbjór.
Sýnið bragðaðist fínt, stefnir í fínan gerfi-lager.

Re: Bitter og eplacider

Posted: 30. Oct 2013 14:33
by Plammi
Ciderinn að fara á flöskur núna. Endaði í 1001 (7%) eftir tæplega 3mán í gerjun. Notaði 128gr af sykri í 20L, þorði ekki meira því mér finnst vera töluvert mikið gos í þessu nú þegar.

Smakkaði aðeins á þessu og er bara nokkuð bjartsýnn, mun örugglega stelast í smakk á þessu eftir mánuð til að sjá hvort allt sé ekki örugglega í lagi :)

Re: Bitter og eplacider

Posted: 31. Oct 2013 14:40
by hrafnkell
Gaman að þessu. Settirðu þetta í bjórflöskur bara?

Re: Bitter og eplacider

Posted: 31. Oct 2013 14:58
by Plammi
hrafnkell wrote:Gaman að þessu. Settirðu þetta í bjórflöskur bara?
Já, 20L á litlar flöskur, 3L á vínflöskur án kolsýru fyrir langtímageymslu.

Er að pæla með ókolsýrða eplavínið, hafa menn eitthvað verið að losa kolsýruna úr eða bara sett þetta á flöskur svona léttkolsýrt?
Báðar eplavínslagnirnar hafa verið alveg vel fizzy eftir gerjun...

Re: Bitter og eplacider

Posted: 1. Nov 2013 17:36
by Plammi
Nafn og miði komið fyrir Ciderinn, spurði konuna hvað drykkurinn ætti að heyta, hún sagði "eitthvað pæjulegt", þetta er það sem ég kom með :p

Image

Hugsanlega einhver brot á höfundarrétti...

Re: Bitter og eplacider

Posted: 15. Dec 2013 13:40
by Plammi
Slökkvitækið með bitternum var notað í partíi núna á föstudaginn var. Get ekki sagt að þessi tilraun hafi heppnast vel. Bjórinn sjálfur var í firsta lagi ekkert sérstaklega góður, það er eitthvað off-flavor í honum sem ég er ekki alveg viss hvaðan kemur.
Í öðru lagi kom nánast ekkert nema froða út úr tækinu sem er afleiðing af of háu carb level og að afhleypibúnaðurinn hendar líklegast ekki alveg í þetta.
Þegar svo þrýstingurinn var fallinn af tækinu þá þurfti ég að pumpa lofti í tækið. Til þess notaði ég hjólapumpu, en ventillinn er á rörinu sem fer í botninn. Þannig að þegar ég var búinn að pumpa loftinu þá var allt bornfallið búið að þyrlast upp í bjórinn og þá var ég kominn með ljótann bjór sem var líka vondur.
Ég er kominn með nýtt tæki núna sem verður bætt og breytt miðað við reynsluna af þessu tæki. Þannig að þetta var nú ekki til einskins... og svo kláraðist nú meirihlutinn af þessum kjána bjór.