Page 1 of 1

Dvergakast Fágunar

Posted: 7. Aug 2013 13:51
by helgibelgi
Sælir gerlar

Nú mun Fágun standa fyrir smá bjórgerðarkeppni með áherslu á smá.

Um er að ræða Dvergakast Fágunar!

(Þetta er alveg nýtt á dagskrá og er algerlega ótengt hinni árlegu bjórgerðarkeppni sem haldin er í Apríl hvert ár)

Keppnin snýst um að brugga aðeins einn lítra af bjór!

Keppendur þurfa að fylgja ákveðnum reglum sem þið finnið hér fyrir neðan:

1. Keppendur mega í mesta lagi enda með 1 lítra af bjór við átöppun.
2. Keppendur verða að haga uppskrift sinni og aðferð að magninu. Bannað að taka einfaldlega 1 lítra frá stærri lögun.
3. Keppendur gera lýsingu á heildaraðferð sinni og gera grein fyrir hverju skrefi sem í henni fólst.
4. Á keppniskvöldi dæma keppendur afrakstur hvers annars og kjósa a) Sniðugustu aðferðina og b) Besta bjórinn.

Keppnin snýst sem sagt um að fá keppendur til þess að finna sniðugustu leiðina til að brugga svona lítið magn (vera sniðugur eins og dvergur). Magnið neyðir bruggarann til þess að hugsa út fyrir kassann og fara ótroðnar slóðir í bruggunaraðferðum. Ótrúlegustu áhöld, sem leynst geta víða, sem áður fyrr hefði enginn talið vera ætluð til bruggunar (nema hugsanlega dvergar) verða allt í einu tilvalin til verskins. Einnig opnast hurðir fyrir bjórstíla sem fólk hefði áður ekki farið út í sökum þess að vanta áhöld eða gerjunarbúnað eða vegna kostnaðar.

Keppniskvöldið verður haldið á Gorhátið Fágunar 9. nóvember 2013.

Keppendur skulu vera búnir að senda staðfestingu á þátttöku á mig fyrir 9. september 2013. (sendið annað hvort skilaboð hér á spjallinu eða á helgibelgi@fagun.is). Þátttökugjald er ekkert en þátttaka er takmörkuð við eingöngu fullgilda meðlimi Fágunar!

Vegleg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu sætin!! (upplýsingar um þau koma seinna)

Image

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 7. Aug 2013 23:20
by Dabby
Við bræðurnir erum búnir að ræða þessa hugmynd aðeins eftir að þú kommst með hana á mánudagsfundi. Þetta er snilldar hugmynd og bjórarnir eiga eftir að vera skemmtilegir þar sem þetta býður upp á að prufa "fáránlegar" hugmyndir að uppskrift.

Þessu ætla ég sko að ekki að missa af.

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 8. Aug 2013 07:17
by bergrisi
Spennandi dæmi og hef ég aldrei heyrt um svona.

Eru einhverjir með reynslu af þessu?
Hvað ber að varast og hvað er að klikka í svona tilraun?
Er einn líter ekki svakalega lítið? Þrjár flöskur? Sé á youtube eru menn að gera eitt gallon.

En fagna þessu framtaki.

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 8. Aug 2013 08:33
by Plammi
Sýnist það helsta sem þarf að varast er að gera ekki bjór sem þarf að þroskast lengi. Maður fer bara í þannig pælingar fyrir næsta ár :)

Allur gærdagurinn fór í pælingar um hvaða bjór maður á að gera, það er ekki hægt að segja annað en að maður sé spenntur fyrir þessu.

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 4. Sep 2013 23:46
by æpíei
Ég er að plana þennan. Þetta verður....óvænt!

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 5. Sep 2013 12:42
by helgibelgi
Ég vil minna fólk á að síðasti dagur til að staðfesta þátttöku í Dvergakastinu er 9. september (þá eru 2 mánuðir til stefnu).

Ég er samt ekkert mjög strangur og mun örugglega taka á móti skráningum eftir þann tíma, en það væri fínt að fá skilaboð frá þeim sem vilja taka þátt svo ég geti fengið hugmynd um hversu stórt þetta verður.

Ég vil einnig minna fólk á að keppnin snýst að mestu leiti um aðferðina, og því eigið þið meiri séns á að vinna ykkur inn stig því betur sem þið getið kynnt aðferðina ykkar. Takið þess vegna myndir/myndbönd af hverju stigi bruggsins. Planið er að hafa skjávarpa sem keppendur geta notað í kynninguna sína.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um þessa keppni, endilega spurjið hér í þessum þræði svo allir geti séð svörin :)

Kveðja,
Helgi

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 11. Sep 2013 10:16
by helgibelgi
Eins og staðan er núna hafa 6 bruggarar skráð sig til leiks.

Tíminn til ráðstöfunar fer að verða naumur til að ná að brugga bjór fyrir keppnisdag.

Fresturinn til að skrá sig er formlega liðinn, en ef það er einhver sem vill ennþá taka þátt þá skal ég bæta þér á listann!

(Það gæti verið að ég hafi gleymt því að skrá einhverja bruggara, þannig að endilega sendið á mig PM til að minna á ykkur :))

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 12. Sep 2013 00:14
by karlp
What what?! sorry maður!
skrá mig á listinn! dvergurinn er kominn í gimp búning, og litir út eins og snow white. Ég hlakka til að smakka hann!

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 12. Sep 2013 18:24
by helgibelgi
karlp wrote:What what?! sorry maður!
skrá mig á listinn! dvergurinn er kominn í gimp búning, og litir út eins og snow white. Ég hlakka til að smakka hann!
Var einmitt að spá hvort þú ætlaðir ekki örugglega að vera með. Set þig á listann.

Listinn er nú kominn upp í alveg 9 keppendur. Það fer að detta í tveggja stafa tölu! :beer:

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 30. Oct 2013 15:01
by helgibelgi
Sælir gerlar

Vildi gefa ykkur smá update og minna keppendur á nú eru um 2 vikur til stefnu og því sniðugt að setja dverginn ykkar á flösku/r svo hann verði nú kolsýrður og flottur á keppnisdag (ef þið hafið ekki þegar gert það).

Einnig er sniðugt að taka saman myndir og athugasemdir um aðferð saman til kynningar.

Skipulagið verður þannig að hver keppandi gefur hinum keppendunum smakk af sínum dverg og kynnir aðferð á sama tíma, ca. 5-10mín á hvern keppanda. Hver keppandi fær skorblöð sem hann fyllir út fyrir hvern dverg og í lokin munu stig vera talin saman og sigurvegarar krýndir seinna um kvöldið.

Járn og Gler (þökk sé bræðrunum Andra og Inga) ætla að gefa sigurvegurum Dvergakastsins verðlaun, 1.sæti í báðum flokkum:

6xBrewdog Single Hop + 1xTo Øl Snowball Saison :vindill:

Btw: Gorhátíð + Dvergakast mun að öllum líkindum frestast um nokkra daga. Mun láta ykkur vita strax og það hefur verið ákveðið!

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 30. Oct 2013 15:20
by æpíei
Missti ég af einhverju varðandi "1.sæti í báðum flokkum"? Hef ekkert séð um flokka fyrr en núna. Hverjir eru svo þessir 2 flokkar?

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 30. Oct 2013 16:59
by helgibelgi
æpíei wrote:Missti ég af einhverju varðandi "1.sæti í báðum flokkum"? Hef ekkert séð um flokka fyrr en núna. Hverjir eru svo þessir 2 flokkar?
Stendur í reglunum:

1. Keppendur mega í mesta lagi enda með 1 lítra af bjór við átöppun.
2. Keppendur verða að haga uppskrift sinni og aðferð að magninu. Bannað að taka einfaldlega 1 lítra frá stærri lögun.
3. Keppendur gera lýsingu á heildaraðferð sinni og gera grein fyrir hverju skrefi sem í henni fólst.
4. Á keppniskvöldi dæma keppendur afrakstur hvers annars og kjósa a) Sniðugustu aðferðina og b) Besta bjórinn.

Kannski ekki alveg nógu skýrt, en það verður sem sagt sigurvegari fyrir bæði sniðugustu aðferðina og besta bjórinn.

:fagun:

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 30. Oct 2013 17:05
by æpíei
Ah so, auðvitað! :D

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 30. Oct 2013 17:06
by Plammi
helgibelgi wrote:Btw: Gorhátíð + Dvergakast mun að öllum líkindum frestast um nokkra daga. Mun láta ykkur vita strax og það hefur verið ákveðið!
Það hljómar vel, 9.nóv er eiginlega orðinn 91,2% off hjá mér, var næstum búinn að opna einn dverginn í gær :shock:

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 31. Oct 2013 15:54
by Dabby
Vonandi frestast þetta ekki um viku, Ég stefni á Akureyri 15-18 nóv. Ég var búinn að taka frá 9. nóv fyrir 2 mánuðum...
Ég sé að vísu alveg fyrir mér að þetta henti vel sem "auka mánudagsfundur" þ.e. geti alveg eins verið á virku kvöldi.

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 31. Oct 2013 15:57
by æpíei
Sama hér. Seinkum um heila viku er ekki vinsælt. Er ekki hægt að hafa þetta t.d. bara á fimmtudegi?

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 31. Oct 2013 19:54
by Eyvindur
Við erum ekki búnir að negla dagsetningu, en ég get lofað ykkur að þetta verður á virkum degi. Það reyndist flóknara og dýrara en við héldum að fá sal um helgi.

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 1. Nov 2013 17:54
by helgibelgi
Sælir Gerlar

Dagsetning hefur verið sett fyrir Gorhátíð + Dvergakast :skal:

Við munum hittast á Kex mánudaginn 11. nóv kl 20:00 fyrir Dvergakastið og kl. 21:00 (ca) fyrir Gorhátíð.

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 2. Nov 2013 13:25
by Eyvindur
Þetta yrði þá síðbúinn mánudagsfundur, og við sleppum fundinum á mánudaginn kemur.

Eru menn ekki almennt sáttir við þetta plan?

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 2. Nov 2013 14:16
by æpíei
Fínt hvað mig varðar :skal:

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 9. Nov 2013 10:18
by æpíei
helgibelgi wrote:Skipulagið verður þannig að hver keppandi gefur hinum keppendunum smakk af sínum dverg og kynnir aðferð á sama tíma, ca. 5-10mín á hvern keppanda.
Er komið á hreint hvernig við stöndum að þessari kynningu? Verður tölva/skjár/skjávarpi, eða eigum við bara að flytja þetta munnlega og koma með útprentaðar myndir? Ef það verður tölva, hvernig er best að sýna myndir, þe. PowerPoint, pdf, osfrv.?

Re: Dvergakast Fágunar

Posted: 9. Nov 2013 13:41
by helgibelgi
æpíei wrote:
helgibelgi wrote:Skipulagið verður þannig að hver keppandi gefur hinum keppendunum smakk af sínum dverg og kynnir aðferð á sama tíma, ca. 5-10mín á hvern keppanda.
Er komið á hreint hvernig við stöndum að þessari kynningu? Verður tölva/skjár/skjávarpi, eða eigum við bara að flytja þetta munnlega og koma með útprentaðar myndir? Ef það verður tölva, hvernig er best að sýna myndir, þe. PowerPoint, pdf, osfrv.?
Það er skjávarpi á staðnum þannig að það er hægt að notfæra sér hann. Þið ráðið í rauninni alveg hvernig þið viljið hafa kynninguna ykkar. Ég ætla að redda fartölvu sem við getum notað fyrir ppt eða pdf eða whatever.

Ef þið viljið henda saman rafrænni kynningu, endilega sendið mér hana með einkaskilaboðum eða á netfangið mitt hths16@hi.is. Þá get ég haft hana tilbúna á tölvunni/usb. Annars getið þið komið sjálfir með usb lykil.

Djöfull er ég spenntur að fá að smakka dverginn minn!! :)