Page 1 of 1

Trékassi undir bjór 20 stk x 500ml

Posted: 5. Aug 2013 12:47
by loki
Sælir bruggarar;

Ég hef verið í vandræðum með kassa undir ölið, eitthvað hentugt til að geyma það í. Eftir að hafa skoðað plastkassa og gosbakka, þá ákvað ég að það væri skemmtilegra að smíða kassa sjálfur. Eftir miklar pælingar og nokkrar hringingar í trédeild BYKO þá ákvað ég að smíða 4stk af 40x30cm kössum sem rúmuðu 20 stykki af 500ml flöskum frá Tuborg.

Kassarnir eru samansettir úr 15mm þykkum grenikrossviðsplötum, en flöskuhólfin eru smíðuð úr 6,5mm þykkum grenikrossviðsplötum. Með því að kaupa tvær plötur og smíða fjóra kassa náðist um 90% nýtni á tréefninu úr hvorri plötu.

Hér að neðan má sjá mynd af teikningunni úr AutoCAD og svo ljósmynd af kössunum sjálfum.

Image
Þetta er það sem þarf í einn kassa.

Image
Ef vel er að gáð má sjá glitta í eina flösku.

Image
Lokin renna inn í rauf sem fræst/söguð er í hliðar kassans.

Re: Trékassi undir bjór 20 stk x 500ml

Posted: 5. Aug 2013 13:16
by bergrisi
Virkilega flott.
Ég hef safnað Stella Artos pappakössum því þeir eru með handföngum. Svo teipa ég öll samskeyti. Er með 40 svona kassa.
Var búinn að skoða mikið kassalausnir en held að þessir sem þú ert búinn að smíða séu þeir flottustu.

Re: Trékassi undir bjór 20 stk x 500ml

Posted: 5. Aug 2013 14:59
by loki
Ég er allavega þrususáttur, með lakki, skrúfum og svo að láta saga þetta niður hjá BYKO, þá komu kassarnir út um 14.000 kr fyrir 4 stykki.

Þannig stykkið kom út á um 3.500 kr.