Page 1 of 1
Uppskriftir
Posted: 31. Jul 2013 15:24
by Bjorspjall
Ég (Valberg) bætti við á Heimabrugg.is uppskrifta síðu og langar mig til að biðla til ykkar um hvort þið gætuð aðstoðað mig við að koma upp myndarlegu safni af íslenskum bjór uppskriftum, myndi síður vilja taka af öðrum siðum til að hafa eitthvað og langar mig því til að sjá hvort þið gætuð verið mér innan handar?
Ef þið hafið áhuga á að deila uppskriftum ykkar með öðrum, þá er hægt að senda inn uppskrift á XML formati á forsíðuni og á þessari síðu
http://heimabrugg.is/bjor-uppskriftir/, vona að þið viljið og getið sent inn uppskriftir og aðstoðað með að koma upp myndarlegu safni af al-íslenskum bjóruppskriftum
... og já... ég veit að bjór stílarnir eru á ensku inn á uppskrftasíðuni, er að vinna í því að þýða það

Re: Uppskriftir
Posted: 1. Aug 2013 20:26
by Bjorspjall
Setti inn "demo" uppskrift á uppskrifta hluta Heimabrugg.is
http://heimabrugg.is/bjor-uppskriftir/, þeir sem hafa áhuga á að deila uppskriftum geta séð hvernig við munum birta upplýsingarnar. Við eigum eftir að þýða ýmislegt, eins og upplýsingar um bjór stílana, það mun koma hægt og rólega.
Re: Uppskriftir
Posted: 2. Aug 2013 12:50
by helgibelgi
Þetta er flott. Nú þarf bara fylla upp í tómarúmið þarna. Ætlið þið að gæðastýra þessu eitthvað eða bara samþykkja allar uppskriftir inn?
Er bara að spá hvernig fólk getur sorterað á milli...
Re: Uppskriftir
Posted: 2. Aug 2013 20:30
by Bjorspjall
helgibelgi wrote:Þetta er flott. Nú þarf bara fylla upp í tómarúmið þarna. Ætlið þið að gæðastýra þessu eitthvað eða bara samþykkja allar uppskriftir inn?
Er bara að spá hvernig fólk getur sorterað á milli...
Allt sem er sent inn verður skoðað áður en það verður sett inn á síðuna svo fólk fái nú bestu uppskriftirnar, eða því sem næst. Svo væri rosalega gaman ef einhver væri með vinnings uppskrift og tímir að deila með öðrum, þá auðvitað setjum við það á háan hest, en það verður auðvitað að færa fyrir því sönnur að uppskrifitn hafi t.d. unnið í heimabruggkeppni fágunar og s.frv.
Allar uppskriftir verða svo settar inn þannig að nafn höfunds fylgir með og ef höfundur vill ekki að uppskriftin birtist á síðuni lengur, þá er bara að láta okkur vita og við tökum út uppskriftina, með öðrum orðum, þú átt alltaf þína uppskrift, við neyðum engan til að deila uppskrift frekar en viðkomandi vill. Þetta gildir einnig um greinar sem skrifaðar eru inn á Heimabrugg.is.