Page 1 of 1

Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 17. Aug 2009 10:56
by Oli
Nú er berjatíminn að smella á, mér datt í hug að gera bláberjamjöð úr vestfirskum aðalbláberjum. Hafið þið einhverjar hugmyndir að uppskriftum? Ég er búinn að skoða margar uppskriftir á vefnum en ekki lent á neinni sem mér líkar mikið. Nú ef þið hafið gert berjavín væri líka fínt að heyra af reynslu manna í þeim efnum. :)

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 17. Aug 2009 22:55
by vínger
sæll :) aldrei hef ég nú gert bláberjamjöð :oops: En það að gera bláberjavín eru nú engin geimvísindi ;)
bláberin eru svo þétt ( með mikla fillingu ) að þú þarft ekkert að vera eitthvað að troða í það.. Sko að mínu mati :roll:
hér er ég með 2 uppskriftir sem þú getur séð

15lítra uppskrift
7.5 lítrar bláber kramin lítilega ( þau eru hvort eð er svo laus í sér)
3.3 kg sykur (bræddur með smá vatni)
2 matskeiðar vínsýra ( þetta sem þú kaupir útí búð)
1 stk ger ( ég otast við ger sem varð til hjá mér og þikir mér það orðið helvíti gott er búinn að notast við það svona 20 sinnum og það bara skánar) en bara svona venjulegt vín ger er flott
vatn upp að 15 lítrum
......................................
15 lítrar bláber
3.5 kg sykur
2 matsk vínsýra
vín ger
vatn upp að 20 lítra merkinu
bláberja maukið látið vera í viku í leiginum svo síað burt og safin pressaður frá og vínið látið gerjast í níum kút

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 17. Aug 2009 23:44
by vínger
það gefur nú samt svaka góða fillingu að hafa 5 vel þroskaða bananna með. þetta er svona auka filling sem gerir bara gott fyrir vínið ( en það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það komi bananna bragð af víninu) þetta er bara filling til að koma í veg fyrir mögulegt þunt bragð ''lítilfjölegt bragð'' ) þetta er svona hálf partinn aromat berja vínsins nema hvað það þarf ekkert endilega með bláberjavín

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 18. Aug 2009 09:40
by Oli
Flott, gaman að fá innleg frá mönnum sem hafa reynslu af heimavíngerð úr íslensku hráefni. Veistu ca. hversu sterkt þetta verður?
:beer:

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 18. Aug 2009 10:12
by Oli
ég var að hugsa um að nota þessa uppskrift sem grunn

http://www.homebrewtalk.com/f80/blueberry-mead-34038/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 18. Aug 2009 10:14
by sigurdur
Mmm ... þú verður þá að mæta á fund til að gefa smakk á næsta ári!!

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 18. Aug 2009 10:24
by Oli
já mæti eftir 2 ár þegar þetta verður orðið gott :D

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 18. Aug 2009 21:15
by vínger
þetta verður svona 13% vínandi :) finnst það vera máturlegt. Gerði einusinni hvítvín sem reyndar hepnaðist mjög vel að öllu leiti nema hvað það var rétt við 20% og mér þótti það heldur míkið af því góða :)
En hvað segiru eru blaberinn orðin tilbúin þarna fyrir vestan?? það er enn 1-1 1/2 vika í það að þau verða tilbúinn hérna á austfjörðum :?

Re: Bláberjamjöður - hugmyndir?

Posted: 18. Aug 2009 22:12
by Oli
Það er ca vika í þau er mér sagt, maður kíkir á þetta um næstu helgi, nær sér í skammt í mjöðinn og út á skyrið.