Page 1 of 1

[Ó]staðlaður Hefeweissen

Posted: 27. Jul 2013 22:22
by sigurdur
Ég er að henda í staðlaðan hefeweissen núna 50:50 pils/hveiti. 90 mín suða. 39-40L preboil, mesking 65ish. 15gr hallertauer í 60 mín og 10 mín + gernæring.
Pitch 13C, ferment 17C.

Eina óhefðbundna sem ég ætla að gera við þennan bjór er það að ég mun taka 1-2 flöskur af seinasta skammti af hefeweissen sem ég á og hella meirihlutanum af honum í kældan virtinn ..

Ég er að sjóða núna, en ég held að þetta verði mjög skemmtileg tilraun :)

Re: [Ó]staðlaður Hefeweissen

Posted: 30. Jul 2013 09:24
by landnamsmadur
Nú hefurðu vakið forvitni mína. Hverju ertu að reyna að ná fram með að hella tilbúnum bjór í kældann virtinn?

Re: [Ó]staðlaður Hefeweissen

Posted: 30. Jul 2013 17:04
by sigurdur
Ég átti ekki til Hefeweissen ger (en á nýjan hefeweissen bjór úr WY3068..)
Tilgangurinn er að gera virtinn "ófrískan" af réttu geri. :)