Page 1 of 1

Heimabrugg.is

Posted: 26. Jul 2013 16:37
by Bjorspjall
Sæl öll sömul,

Kannski er þetta óviðeigandi að vekja umræðu á þessu, það má þá stroka þetta út ef svo er, alla vega...

við ákváðum að skerpa aðeins línurnar á Bjórspjall.is og flytja allt efni sem hefur með heimabrugg yfir á aðra síðu og gera þá aðeins meira úr því og vorum við svo heppnir að finna þetta fína nafn, http://www.heimabrugg.is, stórfurðulegt að það var ekki frátekið! Alla vega, okkur langaði bara að benda ykkur á og bjóða velkomna.

Við kvetjum svo alla sem hafa áhuga að fjalla um heimabruggun (hvort sem það er hvítvín / rauðvín gerð, cider, mjöður og / eða bjór), endilega að senda á okkur greinar (hægt að gera það á forsíðuni undir greinar) og eða bara senda á bjorspjall@bjorspjall.is.

Veit að það er bara fjallaðum bjór gerð enn sem komið er, en það er bara vegna þess að við höfum gaman að því og þetta er eitthvað sem vitum pínu um, vonum bara að það komi einhverjir sem kunna mikið inn á hin bruggferlin og bæti við :)

Það skal alveg viðurkennast að það er svo sem ekki mikið inn á síðuni eins og er og á eftir að koma mikið meira, en það verður að gerast hægt og rólega, enda vinnandi menn með fjölskyldur og allt það, a.k.a öll hjálp vel þegin! :lol: :skal:

Re: Heimabrugg.is

Posted: 28. Jul 2013 11:17
by karlp
Care to give us any reason why we'd want to? Any reason you didn't just say, "home brew? ==> fagun.is" and call it a day?

Re: Heimabrugg.is

Posted: 28. Jul 2013 18:39
by Bjorspjall
karlp wrote:Care to give us any reason why we'd want to? Any reason you didn't just say, "home brew? ==> fagun.is" and call it a day?
Veit ekki alveg hvað þú átt við? En ef ég skil þig rétt, þá er eins og það megi ekki vera neitt annað en Fágun, að það eigi bara að vera "home brew? ==> fagun.is" and call it a day?", vissi ekki að það væri einhver samkeppni og hvað þá hræðsla við eitthvað nýtt? En EF ég skil þetta rétt, þá er engin hætta á að Fágun fari á hausinn við þetta, erum eingöngu að bæta við þá stækkandi flóru í heimabrugginu, koma með öðruvísi nálgun á efnið og eins og ég benti hér á að ofan, þá er öllum frjálst að taka þátt.

Re: Heimabrugg.is

Posted: 28. Jul 2013 20:26
by Plammi
Flott framtak og góð síða. Gaman að fá svona fróðleik inn á íslensku.

Smá punktur: Það vantar leiðbeiningarnar inn á http://heimabrugg.is/brugga-bjor-biab/

Það verður gaman að fylgjast með þessu :)

Re: Heimabrugg.is

Posted: 28. Jul 2013 22:50
by Bjorspjall
Plammi wrote:Flott framtak og góð síða. Gaman að fá svona fróðleik inn á íslensku.

Smá punktur: Það vantar leiðbeiningarnar inn á http://heimabrugg.is/brugga-bjor-biab/

Það verður gaman að fylgjast með þessu :)
Þökkum fyrir :)

Það eru reyndar leiðbeiningar inn á http://heimabrugg.is/brugga-bjor-biab/, það kemur í PDF rýnara, gæti verið að vafrinn hjá þér hafi ekki náð að birta það? Alla vega, þá sýnir PDF rýnirinn leiðbeiningar sem Hrafnkell hjá Brew.is útbjó, mjög flottar leiðbeiningar og alger óþarfi að finna upp hjólið aftur þegar maður hefur svona fínt efni til að vinna með :)

Skemmtilegt að þú skildir minnast á að það væri gaman að fá efnið á íslensku, við erum einmitt að reyna að þýða allt sem kemur inn á síðurnar okkar, jafnvel þemur, viðbætur og allt sem hefur með Bjórspjall.is eða Heimabrugg.is að gera, það gengur bara misvel, mikið efni sem þarf að þýða, en það er okkur mikilvægt að allt efni verði á íslensku áður en langt um líður.

Re: Heimabrugg.is

Posted: 8. Aug 2013 11:34
by Bjorspjall
Við vorum að spá í að vera með smá leik og gefa miða á Bjór Hátíðina. Það eru 10 miðar í boði og gefum við 2 miða á hvern aðila sem vinnur (svo það sé hægt að koma með einhvern með sér).

Leik reglurnar eru; þeir sem senda inn uppskrift, vöru umfjöllun, grein, heimasmíðað, eða eitthvað sem hefur með Heimabrugg að gera, á Heimabrugg.is (eða á bjorspjall@bjorspjall.is), kemst í pott og verður svo dregið út 30 ágúst. Því meira sem sent er inn efni sem hægt er að nota á Heimabrugg.is, því ofar kemstu í stigann og meiri líkur á að vinna miða :skal:

Við auðvitað gefum okkur rétt á að hafna ef sent er á okkur eitthvað rugl og ef það eru sendar inn uppskriftir, þá myndum við mjög gjarnan vilja fá það í XML formati, sem er orðinn staðalbúnaður í helstu bruggforritum í dag.