Námskeið ?

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hlynur
Villigerill
Posts: 10
Joined: 17. Aug 2009 02:46

Námskeið ?

Post by Hlynur »

Hef alltaf verið spenntur fyrir heimabruggun, bæði rauðvín og bjór, en hef aldrei prófað. Ætla að byrja á þessu núna af fullum krafti en á hvorki reynslu né græjur. Myndu þið mæla með klukkustundar námskeiði hjá Ámunni á tæplega 13 þús. kr. til að kickstarta manni af stað eða getur maður lesið sér til um þetta allt á netinu og notað frekar féð í efniskaup ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Námskeið ?

Post by sigurdur »

Þú getur fengið allar upplýsingarnar á netinu, en mig minnir að með þessu námskeiði þá fylgi góður hluti af startbúnaðinum..
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Námskeið ?

Post by Eyvindur »

Með námskeiðinu hjá Ámunni fylgir flest. En þetta er svosem ekkert stórmerkilegt námskeið. Bara þrúgum hellt í fötu og geri bætt út í. En þetta er eflaust fínt ef þú hefur nákvæmlega enga reynslu af ferlinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Námskeið ?

Post by Andri »

Maður lærir best af því að sjá hlutina framkvæmda, mjög gott að leita að myndböndum á youtube.
Getur skoðað það og keypt hjá vínkjallaranum þar sem mér sýnist þeir vera ódýrari
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Hlynur
Villigerill
Posts: 10
Joined: 17. Aug 2009 02:46

Re: Námskeið ?

Post by Hlynur »

Takk fyrir góð ráð. Hvað segja menn hér annars um gæði áhalda og íláta frá Ámunni og Vínkjallaranum. Mér sýnist Vínkjallarinn vera töluvert ódýrari eins og Andri benti á. Er einhver gæðamunur þar á eða mælið þið bara með að finna það ódýrasta?
Var svo að gamni mínu að leita á google að því hversu sterkt heimabrugg má vera. Fann grein frá einum þingmanni sem sagði að sterkast mætti það vera 2,5% og að það væru 5 verslanir á höfuðborgarsvæðinu sem seldu efni og áhöld til heimabruggunar. Er þetta rétt, eru fleiri verslanir sem selja þetta og hvar hafa menn bestu reynsluna af því að versla ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Námskeið ?

Post by sigurdur »

Heimabrugg má sterkast vera 2.25%, en eftir það þá er þetta áfengur drykkur eftir skilgreiningu. Þessi grein sem að þú hefur lesið var kanski eldri en 1999, þegar áfengislögin voru seinast yfirfarin.
Það er ekkert að því að finna ódýran búnað og nota hann, á meðan hann er í lagi.
Þessi sett frá ámunni og vínkjallaranum ættu að vera í lagi til að byrja á, en þú verður trúlega fljótt farinn að sanka að þér betri búnað með tímanum.
Það voru einu sinni seld einhver kit í almennum matarverslunum en ég held að sá tími sé löngu liðinn. Það eru 2 verslanir sem að sjá um þessar sérvörur hérna.

Þú getur hinsvegað gert hlutina aðeins öðruvísi og útbúið vín úr hlutum sem að finnast í stórmörkuðum, en ef þú ert bara að fara útbúa hefðbundin vín, þá ertu betur settur bara að kaupa vínsett frá ámunni/vínkjallaranum.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Námskeið ?

Post by Eyvindur »

Reyndar er hægt að fá eitthvað smáræði í Europris og Fjarðarkaupum, og kannski víðar. En ég mæli nú ekki sérstaklega með því úrvali sem þar er að finna. Dýrt og slakt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Námskeið ?

Post by Andri »

Hvað er í boði í Fjarðarkaupum? Hef aðeins einu sinni farið inn þar.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Námskeið ?

Post by sigurdur »

Ég man ekki eftir að hafa séð í Europris né í Fjarðarkaupum ... kanski var ég ekki nægilega vakandi fyrir þessu..
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Námskeið ?

Post by Eyvindur »

Reyndar er nú bara algjört lágmark í FK. Einhver vínkitt og dót, tappar, sótthreinsiefni og eitthvað smáræði. Í Europris er hægt að fá heilmargt, en mér hefur sýnst það allt vera bæði lélegra og dýrara en í Ámunni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply