Page 1 of 1

"Smá" víti til varnaðar

Posted: 17. Jul 2013 23:50
by BaldurKn
Sælir bruggarar...

Eftir ábendingu frá Hrafnkeli þá ákvað ég að deila smá reynslusögu hérna í von um að aðrir læri af.

Við vorum nokkrir félagar sem vorum að brugga saman í bílskúr eins okkar og höfðum verið að gera það í um 2 ár með mislöngum pásum. Höfðum safnað að okkur alls konar áhöldum og búnaði og orðnir nokkuð sleipir í þessu. Ákváðum að uppfæra úr litla 30 lítra suðupottinum okkar í þennan fullorðins:
Image

Við vorum farnir að brugga þrefaldar lagnir(90 lítra) í einu og ná góðum árangri, þar til einn daginn gerðist þetta:
http://www.visir.is/voru-tvaer-minutur- ... 3130619652
Image
Image

Við vorum með hitaelementin tengd í fjöltengi og svo fjöltengið ekki í veggnum, sonur eigandans smellir raftæki í hleðslu í sama fjöltengi og smellir því svo í vegginn....

Það tók suðupottinn um 45 mín að kveikja í sjálfum sér og öllum bílskúrnum. Þetta hefur sett okkur algjörlega á upphafspunkt, allar 700 flöskurnar farnar og hellingur af græjum, svo ekki sé nefnt allt fjölskyldudjásnið í geymslu í bílskúrnum... Engin slys urðu á fólki til allrar lukku.

Vonandi fær þessi póstur ykkur til að hugsa tvisvar um frágang á hitaelementum og þess háttar hjá ykkur.

Bruggkveðja,
Baldur

Re: "Smá" víti til varnaðar

Posted: 18. Jul 2013 21:40
by bergrisi
Þetta er hressilegt. Eins gott að passa sig.
Er reyndar hissa að fyrirsögnin hafi ekkert verið í sambandi við bjórgerðina.
"Stórhættulegir bruggarar kveikja í skúr"

Re: "Smá" víti til varnaðar

Posted: 19. Jul 2013 02:01
by BaldurKn
bergrisi wrote:Þetta er hressilegt. Eins gott að passa sig.
Er reyndar hissa að fyrirsögnin hafi ekkert verið í sambandi við bjórgerðina.
"Stórhættulegir bruggarar kveikja í skúr"
Já við vorum líka smeykir við lögregluna og tryggingarnar en rannsóknarlögreglan sagðist sjá strax að við værum að sjóða eitthvað hérna og þegar húseigandi sagðist setja í léttan bjór við og við varð hann bara áhugasamur og sagði son sinn góðan bruggara... Tryggingarnar hafa svo enn ekki sett út á upptökin heldur en í skýrslunni stóð "kveiknaði útfrá heimatilbúnum suðutækjum".

Re: "Smá" víti til varnaðar

Posted: 22. Jul 2013 11:15
by Maggi
Leiðinlegt að heyra. Gott að ekki fór verr.

Nú geri ég ráð fyrir að þið séuð að hugsa ykkur um hvernig næstu brugggræjur verða þeas. ef þið ætlið að byrja aftur. Hafið þið komist að einhverri niðurstöðu um hvernig þið getið komið í veg fyrir að þetta gerist aftur?

Re: "Smá" víti til varnaðar

Posted: 23. Jul 2013 00:37
by BaldurKn
Maggi wrote:Leiðinlegt að heyra. Gott að ekki fór verr.

Nú geri ég ráð fyrir að þið séuð að hugsa ykkur um hvernig næstu brugggræjur verða þeas. ef þið ætlið að byrja aftur. Hafið þið komist að einhverri niðurstöðu um hvernig þið getið komið í veg fyrir að þetta gerist aftur?
Já mikið mildi að enginn slasaðist.
Ég er kominn aftur af stað bara með venjulegum 34L potti http://www.amazon.com/Bayou-Classic-104 ... ou+classic og notast við BIAB í eldhúsinu á spani bara :)

Væri til í að koma mér upp dælu og hitastýringu til að stjórna meskingarferlinu betur, annars er ég bara nokkuð sáttur við þessa aðstöðu í eldhúsinu, er að ná um 75% nýtingu. En þar sem þessi partur gengur fínt þá hef ég sett næsta focus á að koma mér upp kút og ísskáp og langar að læra á það ferli allt betur.