Page 1 of 1
SN Torpedo klón
Posted: 30. Jun 2013 14:11
by gm-
Eftir smá brugghlé vegna vinnu og sumarfrís þá er kominn tími til að fara brugga aftur.
Var að hefja meskingu á tilraun til að gera SN Torpedo. Uppskriftin mín er byggð á upplýsingum frá Sierra Nevada síðunni og smakki.
Áætlað O.G. 1.073, IBU 74. ABV 7.2%
Korn
6 kg Pale malt (2 row)
0.5 kg Crystal malt 40L
0.20 kg Munich malt
0.10 kg Carafoam
Humlar
30 g Magnum í 60 mín
20 g Magnum í 30 mín
40 g Citra í 5 mín
40 g Magnum í 5 mín
20 g Citra í 7 daga þurrhumlun
20 g Crystal í 7 daga þurrhumlun
20 g Magnum í 7 daga þurrhumlun
Ger
17 gr US-05
Re: SN Torpedo klón
Posted: 30. Jun 2013 17:17
by Feðgar
Mikið vona ég að þér takist vel til og náir að búa til spot-on uppskrift af Torpedo. Yndislegur bjór

Re: SN Torpedo klón
Posted: 13. Jul 2013 16:14
by Feðgar
Hvernig kom þessi út?
Re: SN Torpedo klón
Posted: 13. Jul 2013 16:41
by gm-
Þurrhumlunin er að klárast, verður kominn á krana í lok næstu viku. Hlakka mjög til að smakka hann kolsýrðan, gravity sömplin lofa góðu.
Re: SN Torpedo klón
Posted: 14. Jul 2013 15:33
by Hekk
Spennandi!
Einn af mínum uppáhalds bjórum
Re: SN Torpedo klón
Posted: 7. Aug 2013 13:41
by gm-
Gerði blindan samanburð á mínum og orignalnum í gær.
Litur og lykt er alveg eins. Hvorki mér né konunni tókst að þekkja þá í sundur á lykt eða lit.
Þegar kemur að bragði, þá er beiskjan og maltbragðið afar svipað, en mín útgáfa hefur meira ferskt humlabragð, sérstaklega frá Citra.
Hluta af þessum mun má sennilega rekja til þess að SN filtera sinn bjór, en þrátt fyrir það þá ætla ég að minnka aðeins Citra magnið á 5 mín næst þegar ég geri hann til að komast nær originalnum.
Re: SN Torpedo klón
Posted: 7. Aug 2013 17:10
by bergrisi
Gaman að heyra að hann sé að koma vel út.
Bjór sem er í miklu uppáhaldi.
Re: SN Torpedo klón
Posted: 27. Aug 2013 12:25
by gm-
Hef víst aldrei sett inn mynd af honum í glasi, svo hérna er ein.
Núna þegar hann hefur elst dáldið þá er hann ansi nálægt orignalnum, minn er þó með meira fruity bragð, sennilega esterar vegna þess að ég gerjaði hann í heitustu viku sumarsins og hitastigið í gerjunarskápnum fór úr 16-18°C sem hann er venjulega í uppí 24°C eða svo. Passa þetta næst og smelli í swamp cooler ef það er svona heitt úti.

Re: SN Torpedo klón
Posted: 27. Aug 2013 16:38
by bergrisi
Virkilega flottur.
Verð að prufa þennan.
Re: SN Torpedo klón
Posted: 27. Aug 2013 16:56
by helgibelgi
gm- wrote:Gerði blindan samanburð á mínum og orignalnum í gær.
Litur og lykt er alveg eins. Hvorki mér né konunni tókst að þekkja þá í sundur á lykt eða lit.
Þegar kemur að bragði, þá er beiskjan og maltbragðið afar svipað, en mín útgáfa hefur meira ferskt humlabragð, sérstaklega frá Citra.
Þetta hljómar eins og þinn sé betri! Þarf að prófa þessa uppskrift við tækifæri
