Page 1 of 1

Apabróðir (APA/IPA línudans)

Posted: 27. Jun 2013 22:17
by Classic
Loksins fékk maður malt til að sulla með, best að vinda sér bara beint í eldamennskuna. Enn ein uppskriftin frá extraktárunum uppfærð í AG. Þessari klúðraði ég á sínum tíma, átti að vera ósköp venjulegur APA, en ég gleymdi að krossa við "late addition" á extraktið í Brewtarget, svo bjórinn varð beiskari en hann átti að vera (ég reiknaði 30ogeitthvað IBU ef ég man rétt, en þegar ég uppgötvaði villu mína og setti hakið á sinn stað kom í ljós að rétt tala var yfir 50), en bara fantagóður fyrir því. Bætti samt aðeins í maltið til að gefa honum fyllingu og færa hann nær IPA í maltdeildinni, en humlaprógrammið er enn í einfaldari kantinum.

Code: Select all

 Apabrodir - American IPA
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 80%%
OG: 1.057
FG: 1.011
ABV: 6.0%%
Bitterness: 55.2 IBUs (Rager)
Color: 7 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                 Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Pale Malt (2 Row) US Grain  4.500 kg    Yes   No  79%%   2 L
      Caramunich Malt Grain 300.000 g    Yes   No  72%%  56 L
   Cara-Pils/Dextrine Grain 200.000 g    Yes   No  72%%   2 L
Total grain: 5.000 kg

Hops
================================================================================
   Name  Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
 Simcoe 12.9%% 17.000 g  Boil 60.000 min Pellet 31.8
  Citra 13.5%% 12.000 g  Boil 60.000 min Pellet 23.5
 Simcoe 12.9%% 15.000 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0
  Citra 13.5%% 15.000 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Nenni ekki að uploada nýjum miða, allavega ekki strax. Sennilega þarf ég þó að breyta fleiru en einhverjum tölustöfum í innihaldslýsingarhliðinni :)
Image

Re: Apabróðir (APA/IPA línudans)

Posted: 27. Jun 2013 22:36
by Classic
Gaman að geta þess líka að þegar ég kom í sveitina til að sækja pöntunina mína var Hrafnkell búinn að skreyta pokann með maltinu í þennan svona líka glæsilega. Á maður ekki að líta á þetta sem "fan art"? :)

Re: Apabróðir (APA/IPA línudans)

Posted: 29. Jun 2013 16:45
by Classic
Ég vona að ég sé ekki að eyðileggja möguleikana á fleiri svona listaverkum í framtíðinni, en ég bjó til nýjan miða...

Re: Apabróðir (APA/IPA línudans)

Posted: 29. Jun 2013 17:14
by Plammi
Frábært :)
Nú fara menn að panta listaverk með pokanum sýnum

Re: Apabróðir (APA/IPA línudans)

Posted: 30. Jun 2013 08:35
by hrafnkell
hahaha

Gaman að þessu :) Það var rólegt hjá mér framan af degi og innblástur og stórfenglegir listrænir hæfileikar fengu að leika lausum hala..