Page 1 of 1
Gummi P
Posted: 16. Aug 2009 22:11
by Gummi P
Sælt veri fólkið.
Ég heiti Guðmundur Pálmason og alveg glæ nýr í þessu brasi. Áhugi minn á bjórgerð byrjaði bara fyrir nokkrum dögum þegar vinur minn lagði í Coopers kitt frá ámunni. Ég pantaði því strax byrjendasett og Coopers real ale og fór að leita mér að frekari upplýsingum. Þá fann ég þessa frábæru síðu og hef ég legið á henni meira og minna síðan... Ég er ekki enn búinn að leggja í fyrstu lögunina (sem betur fer kanski) því eftir að hafa lesið mér meira til er áhuginn á þessum kittum eiginlega búinn áður en hann byrjaði. Ég sá það einhverstaðar að hægt væri að gera þessi kitt betri með því að skipta út hluta af syrkinum fyrir malt extrakt sem fæst í apotekum eða einhver sýróp og ætla ég að reyna að gera einhverjar skemtilegar æfingar úr þessu áður en að ég fer að panta að utan. Annars er planið bara að halda áfram að lesa og safna sér þeim græjum sem þarf til í all grain þegar tími og aðstæður leyfa.
Gummi P
Re: Gummi P
Posted: 16. Aug 2009 22:18
by sigurdur
Vertu velkominn Gummi.
Þú þarft ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessum Coopers kittum, ég lærði fullt af því að útbúa eitt svoleiðis. Þar að auki er þetta það auðvelt að það eykur strax sjálfstraustið við þetta þegar maður er búinn með fyrstu blönduna..
All-grain kemur víst með tíma og pening ...
Re: Gummi P
Posted: 16. Aug 2009 22:25
by Andri
Sælir, ég mæli með að panta með okkur að utan, við erum að fara að gera það saman eftir einhverja daga frá midwestsupplies.com
Ég get ekki mælt með þessum forhumluðu kittum, ég hef prófað 4 þannig (3 lager & 1 real ale) og þau voru bara ekki nógu góð. Að mínu mati fá þessi kit fólk til að halda að heimabruggaður bjór sé ekki góður frekar en að laða fólkið að heimabruggun bjórs.
Allavegna þegar ég hef verið að tala við ættingja mína þá virðast allir þeir sem hafa prófað haft slæma reynslu á heimabrugguðum bjór.
Hjalti á þessu spjalli gerði þennann bjór Irish red ale og mér skilst að hann hafi bruggað sinn uppáhaldsbjór.
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3357
Sýnist kostnaðurinn nú ekki vera mikill ef við tökum pöntunarhitting. Segjum að þú kaupir kit fyrir $29 sem eru 3.670 kr. Kanski bætist við þúsundkall eða tveir við þetta ef við pöntum allir saman.
Nú kosta þessi síróps kit 4000 kr í ámunni.
Fínt að byrja á þessum humluðu síróps kittum frá coopers til að fá tilfinningu fyrir brugginu en ég verð að mæla með því að panta með okkur

Re: Gummi P
Posted: 16. Aug 2009 22:38
by Hjalti
Vínkjallarinn er að selja þau á rétt undir 3000 kalli.
Re: Gummi P
Posted: 16. Aug 2009 22:46
by Hjalti
2850 ISK til að vera akkúrat
http://www.vinkjallarinn.is/xodus_subCa ... &SubCat=15" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Gummi P
Posted: 17. Aug 2009 01:08
by halldor
Sæll Gummi og velkominn
Það er í fínu lagi að byrja á Coopers dótinu ef maður er óþreyjufullur og á ekki græjurnar (eða hráefni) í all grain. Reyndu samt endilega að skipta strásykurnum út fyrir eitthvað minna unnið, þ.e. t.d. hrásykur eða eins og þú nefndir sjálfur malt extrakt (sem er reyndar rándýrt í Heilsuhúsinu). Þú getur líka búið til hunangsbjór og ættir að sleppa frekar billega úr því.
Ég mæli með því að fikta bara og svo ættirðu að geta platað einhvern hér til að selja þér eitthvað ger (ef þú vilt ekki nota coopers gerið, sem er samt alveg fínt) eða humla til að bæta í (t.d. ef þú býrð til IPA

) eða jafnvel eitthvað af malti og gera partial mash.
Re: Gummi P
Posted: 17. Aug 2009 09:57
by Eyvindur
Ég mæli með því að gera partial mash, ef þú vilt endilega vera að vesenast með Cooper's kittin. Það er ekki loku fyrir það skotið að nota BIAB aðferð við það (gúglaðu "brew in a bag"). Þá þarftu engar auka græjur, fyrir utan nylon poka eða eitthvað slíkt.
Re: Gummi P
Posted: 17. Aug 2009 21:01
by Gummi P
Ég væri alveg til í að detta inn í þessa pöntun með ykkur en þá yrði ég að semja við yfirpantarann um að senda mér þetta hingað norður þar sem ég bý á Dalvík eða láta einhvern sækja þetta fyrir mig hjá honum.
Hef mikinn hug á einhverjum góðum þýskum hveitibjór.
Re: Gummi P
Posted: 18. Aug 2009 07:26
by Eyvindur
Hanks Hefeweizen settið frá Midwest er víst súper.