Page 1 of 1

Hafra Kaffi stout

Posted: 21. Jun 2013 22:54
by Plammi
Ég er farinn að huga að jólaundirbúningnum og fyrir fyrsta jólabjórinn minn ætla ég að gera smá tilraun.
Uppskriftinn er aðeins breyttur Hafra Porter af http://www.brew.is þar sem ég skipti út Carafa special I fyrir Roasted Barley og bæti við smá kaffi og sykur.
Þessar breytingar eru aðalega komnar frá síðasta mánudagsfundi (3.jún2013). Þar var einn með svakalegann stout sem gaman væri að fá uppskriftina af hingað (eða einhver setji inn hlekkinn á hana ef hún er nú þegar kominn inn).

Recipe: Hafra Kaffi Porter
Brewer: Plammi
Asst Brewer:
Style: Oatmeal Stout
TYPE: All Grain
Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 24,80 l
Post Boil Volume: 20,80 l
Batch Size (fermenter): 20,00 l
Bottling Volume: 20,00 l
Estimated OG: 1,063 SG
Estimated Color: 63,0 EBC
Estimated IBU: 36,3 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 70,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4,25 kg Premium Pilsner (Weyermann) (2,0 EBC) Grain 1 73,1 %
0,35 kg Caramunich II (Weyermann) (89,6 EBC) Grain 2 6,0 %
0,30 kg Carapils (Weyermann) (2,6 EBC) Grain 3 5,2 %
0,26 kg Flaked Oats (Briess) (4,9 EBC) Grain 4 4,5 %
0,20 kg Carafa Special III (Weyermann) (1035,2 E Grain 5 3,4 %
0,20 kg Roasted Barley (Weyermann) (812,6 EBC) Grain 6 3,4 %
0,25 kg Corn Sugar (Dextrose) (0,0 EBC) Sugar 7 4,3 %
45,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 60,0 min Hop 8 25,4 IBUs
35,00 g Goldings, East Kent [5,00 %] - Boil 15,0 Hop 9 10,9 IBUs
1,0 Cup Coffee (Boil 0,0 mins) Flavor 10 -
20,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 0,0 min Hop 11 0,0 IBUs
15,00 g Goldings, East Kent [5,00 %] - Boil 0,0 Hop 12 0,0 IBUs
1,0 pkg Windsor Yeast (Lallemand #-) [23,66 ml] Yeast 13 -


Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 5,81 kg
----------------------------

Áætluð áfengisprósenta er um 6,7% og það sem mig langar að ná helst er nettur kaffi keimur og ristaðir tónar.

Eina sem ég er ekki alveg með á hreinu er kaffið, en það sem ég hef lesið er að gott sé að laga svokallað "cold brewed coffee" til að fá hámarks bragð og lykt án þess að fá mikla kaffi-beiskju
Sjá hér: http://passionforthepint.com/how-to-use ... t-homebrew
og hér: http://www.chow.com/recipes/30487-easy- ... wed-coffee

Ég er samt ekki alveg að kaupa það að skella þessu ósoðnu/ósótthreynsuðu í gerjunarílátið en hugsa samt að ég verði samt að skella þessu í eftir að gerjun klárist til að missa ekki lyktareiginleika.
Einhverjar tillögur/athugasemdir/spurningar?

Re: Hafra Kaffi stout

Posted: 19. Jul 2013 18:07
by Plammi
Jæja, er að meskja þennann núna. Uppskriftin breyttist aðeins, aðallega að ég tók út kaffið og sykurinn og lengdi suðuna í 90min.

Recipe: Hafra Stout
Style: Foreign Extra Stout
TYPE: All Grain
--------------------------
Boil Size: 24,72 l
Post Boil Volume: 18,72 l
Batch Size (fermenter): 18,00 l
Bottling Volume: 18,00 l
Estimated OG: 1,067 SG
Estimated Color: 75,4 EBC
Estimated IBU: 46,1 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 70,0 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4,25 kg Premium Pilsner (Weyermann) (2,0 EBC) Grain 1 73,8 %
0,35 kg Caramunich II (Weyermann) (89,6 EBC) Grain 2 6,1 %
0,30 kg Carapils (Weyermann) (2,6 EBC) Grain 3 5,2 %
0,26 kg Flaked Oats (Briess) (4,9 EBC) Grain 4 4,5 %
0,20 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 5 3,5 %
0,20 kg Carafa Special III (Weyermann) (1035,2 E Grain 6 3,5 %
0,20 kg Roasted Barley (Weyermann) (812,6 EBC) Grain 7 3,5 %
50,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 60,0 min Hop 8 32,0 IBUs
40,00 g Goldings, East Kent [5,00 %] - Boil 15,0 Hop 9 14,1 IBUs
0,24 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 10 -
0,50 tsp Yeast Nutrient (Boil 10,0 mins) Other 11 -
30,00 g Goldings, East Kent [5,00 %] - Boil 0,0 Hop 12 0,0 IBUs
25,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 0,0 min Hop 13 0,0 IBUs
1,0 pkg Nottingham (Danstar #-) [23,66 ml] Yeast 14 -

Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 5,76 kg

Re: Hafra Kaffi stout

Posted: 19. Jul 2013 19:24
by bergrisi
Flottur.
Byrjaði undirbúning á jólabjór í dag. Setti kakóbaunir og lakkrísgreinar í vodkabað.
Stefni á svipað sterkan porter.

Re: Hafra Kaffi stout

Posted: 19. Jul 2013 20:13
by Plammi
Kakó og lakkrís, hljómar vel :)

Stefni á að taka kippu frá af þessum og setja 5ml af móreyktu whisky (Connemara) í hverja flösku og sjá hvort það kemur eitthvað spennandi úr því.

Re: Hafra Kaffi stout

Posted: 25. Jul 2013 20:27
by Plammi
Eftir 2 sólahringa setti ég 300gr sykur og sauð í 800ml vatni og bætti út í.
Var samt búinn að lesa að það sé mælt með að gera það í high krausen en ég var of seinn í það, gerjunin var orðið mjög hæg.
Tók svo SG mælingu núna (sex dagar í gerjun) og mældi 1024. Sýnið bragðaðist mjög vel þannig að ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessum.
Planið er að láta þetta vera í 3 vikur í viðbót.
En græði ég eitthvað á að bæta gerpakka út í til að reyna að ná þessum auka punktum? Áætlað FG er 1018 miðað við full body mash í Beersmith.
Hitinn í geymslunni hefur verið nokkuð stabíl 20°C. Ég gerði ekki starter, heldur stráði ég bara gerinu í.

Re: Hafra Kaffi stout

Posted: 25. Jul 2013 22:01
by hrafnkell
Nærð punktunum sennilega ekki með auka geri...

RDWHAHB :)


Svo hugsa að ég að þú þurfir ekkert að bíða í þessar 3 vikur með að bottla, líklega fínt að smella þessu á flöskur eftir ~3 vikur í gerjun.

Re: Hafra Kaffi stout

Posted: 26. Jul 2013 11:16
by sigurdur
Þú getur bætt við kampavínsgeri ef þig langar að ná fleiri punktum .. but it can get dryyyy

Re: Hafra Kaffi stout

Posted: 18. Aug 2013 21:09
by Plammi
Þessi er að koma ótrúlega vel út, ristaða byggið að standa fyrir sínu. Sérstaklega hrifinn af froðunni, sem er skemmtilega rauðbrún á lit. Mildur og flottur stout með góðum ristuðum tónum i bragð og lykt.
Smelli inn mynd næst þegar ég fæ mér.