Page 1 of 1

Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 18. Jun 2013 14:29
by Bjorspjall
Nú er ætlunin að skipuleggja aðra bjórhátíð á vegum Bjórspjalls. Við höfum áður haldið eina slíka 2011 með góðum árangri og er því löngu kominn tími á að endurtaka leikinn. Hátíðin yrði þá, að öllu óbreyttu, 6 og 7 september, eða á Ljósanótt (munum við reyna að skrá viðburðinn á dagskrá Ljósanætur). Að öllu óbreyttu, þá verður hátíðin á Soul Food, Keflavík. Er ætlunin að tileinka 6 september fyrir áhugamenn á heimabruggi og langar okkur því að ath hvort þið, Fágun, mynduð vilja vera með? Þ.e.a.s kynna heimabrugg, sýna e.t.v heimasmíðuð tæki eða myndir af þeim. Kynna starfsemi ykkar og s.frv. og / eða ef einhver hefur áhuga á að kynna einn og sér, þá er ykkur velkomið að gera það :D Við erum líka opnir fyrir öllum hugmyndum!

Það kostar ekkert að taka þátt fyrir þá sem vilja kynna eða gefa í viðburðinn.

Fyrir þá sem vilja taka þátt, þá má senda e-mail á valli@bjorspjall.is eða hringt í mig í síma 8660085 og / eða ef það er eitthvað sem ykkur vantar að fá nánari upplýsingar um. Það er líka hægt að senda á Elli@bjorspjall.is og / eða bjalla í síma 8488867 og við munum auðvitað fylgjast með öllum commentum hérna og svara eins fljótt og við getum :beer:

sjá nánar hér http://bjorspjall.is/bjorhatid-bjorspjalls-2013/

Kveðja,
Valberg
Bjorspjall.is

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 19. Jun 2013 09:32
by Eyvindur
Þetta hljómar spennandi. Við skulum endilega vera í sambandi og skoða málið nánar.

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 19. Jun 2013 10:37
by Bjorspjall
Frábært, hlakka til að heyra frá ykkur :)

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 20. Jun 2013 18:40
by Bjorspjall
Mig langar að bæta við; Við erum opnir fyrir öllum hugmyndum og viljum að það sé eins mikið frelsi og hægt er til að koma með og framkvæma hugmyndir (alla vega eins mikið og almenn skynsemi leyfir ;) ), endilega komið með hugmyndir eða sendið á okkur, við viljum endilega hafa sem flesta með og gera sem mest úr þessu!

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 21. Jun 2013 13:53
by sigurdur
Útrúllanlegar dýnur, helling af þeim, og stórt tjald :drunk: :sleep: :sing:

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 21. Jun 2013 14:05
by Bjorspjall
sigurdur wrote:Útrúllanlegar dýnur, helling af þeim, og stórt tjald :drunk: :sleep: :sing:
Hehe... sem sé, þú vilt búa til heimatilbúin hoppukastala, ágæt hugmynd, en held að ég flokki þetta sem eitthvað utan almennrar skynsemi, alla vega þegar kemur að bjórhátíð ;) Takk samt fyrir hugmyndina :skal:

Hefði kannski átt að nefna það, svona í ljósi þess að einhverjir virðast halda að þetta verði fyllerís hátíð ("Útrúllanlegar dýnur, helling af þeim, og stórt tjald"), þetta er auðvitað viðburður þar sem áhugamenn um heimabrugg koma saman 6 sept og brugghúsin koma saman 7 sept og gefur fólki tækifæri á að smakka bjóra, þetta er ekki beer festival eða október festival :sing: :skal:

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 18. Jul 2013 22:35
by Bjorspjall
Við erum komnir með Soul Food, Hafnargötu 28 undir áhugamanna daginn. Vínkjallarinn ætlar að vera með og kynna ný tæki sem Bernhard er að flytja inn og koma jafnvel danir frá http://www.hjemmebryggeren.dk/ og http://www.brewolution.com/. Áman sér ekki fært að vera með en ætlar að kynna sig að nafninu til í það minnsta og við vonum svo að Hrafnkell sjái sér fært að kynna Brew.is :)

Við ætlum svo að reyna að gefa smá smakk ef byrgðir leyfa og myndum mjög gjarnan vilja fá einhverja af hér af Fágun með okkur í lið í þeim efnum, eru einhverjir sem myndu vilja vera með okkur í að gefa smá smakk?

En á Hátíð bjórsins, bjórsmökkunin er komin vel á veg og koma laugardaginn 7 september;
  • Bruggsmiðjan
    Steðji
    Víking
    Ölgerðin
Við eigum enn eftir að heyra frá Ölvisholti, vonum að þeir sjái sér fært að vera með, eins Gæðingur Öl.

Við förum svo að selja miða á Midi.is vonandi á næstu dögum, mun miðin kosta 2600 kr.- (frítt inn auðvitað 6 september á áhugamanna daginn), spurning ef það er einhver áhugi hjá Fágun að mæta, þá má alveg semja um lægra miðaverð? :) Við hefðum gert þetta frítt eins og í fyrsta skiptið sem við héldum hátíð, en þetta er farið að kosta allt saman (salur, auglýsingar og s.frv.), en EF það verður hagnaður af, þá verður annað hvort gert gott við gesti hátíðarinnar eða nýtt fyrir stærri, flottari hátíð á næsta ári, eða hreynlega fundið gott málefni og gefið í það :)

Skemmtilegt að segja frá því að, hátíðin er komin með merki (logo), hannað af listakonuni Örna Dögg Tómasdóttur.

Image

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 19. Jul 2013 11:04
by bergrisi
Flott merki.
Ég er á næturvakt þessa helgi. Leitt að missa af þessu.

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 19. Jul 2013 16:12
by hrafnkell
Konan mín á að fæða 1-2 vikum fyrir þetta, ég er frekar ólíklegur til stórræðanna þarna :)

Re: Bjórhátíð Bjórspjalls 2013

Posted: 8. Aug 2013 11:33
by Bjorspjall
Við vorum að spá í að vera með smá leik og gefa miða á Bjór Hátíðina. Það eru 10 miðar í boði og gefum við 2 miða á hvern aðila sem vinnur (svo það sé hægt að koma með einhvern með sér).

Leik reglurnar eru; þeir sem senda inn uppskrift, vöru umfjöllun, grein, heimasmíðað, eða eitthvað sem hefur með Heimabrugg að gera, á Heimabrugg.is (eða á bjorspjall@bjorspjall.is), kemst í pott og verður svo dregið út 30 ágúst. Því meira sem sent er inn efni sem hægt er að nota á Heimabrugg.is, því ofar kemstu í stigann og meiri líkur á að vinna miða :skal:

Við auðvitað gefum okkur rétt á að hafna ef sent er á okkur eitthvað rugl og ef það eru sendar inn uppskriftir, þá myndum við mjög gjarnan vilja fá það í XML formati, sem er orðinn staðalbúnaður í helstu bruggforritum í dag.