Page 1 of 1

Good beer for people who like bad beer

Posted: 2. Jun 2013 20:48
by gm-
Smellti í þennan til að hafa á krana fyrir gesti sem kunna ef til vill ekki að meta humlasprengjur eða mikla tilraunamennsku eins og humarbjór :lol:

Mjög einfaldur.

2 kg þýskt Pilsner malt
2 kg US 2-row malt
250 gr maíssykur

Meskjað í 90 mín við 65°C

Soðið í 90 mín.

Humlar:
30 gr Tettnang á 60 mín.
15 gr Tettnang við flameout.

Ger:
US-05, gerjað við 18°C

O.G 1.048, IBU 18.

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 2. Jun 2013 21:21
by bergrisi
Flott.
Sjálfur nenni ég ekki að brugga fyrir aðra.
Ef fólki lýkar ekki við bjórinn minn þá verður það bara að taka bjór með sér.
Þú ert betri gestgjafi en ég.
Reyndar er ég líka aðdáandi einfaldra bjóra eins og þessi er.

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 10. Sep 2013 15:20
by gm-
Þessi er orðinn standard hjá mér, virkar fullkomlega fyrir fólk sem er hrætt við heimabruggaða bjóra, krystaltær, gullinn og minnir á lagera sem fólk er vant.

Ætla að smella í hann aftur annað kvöld, ætla að prufa setja eins og 1% black malt með til að fá aðeins meiri lit í hann.

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 10. Sep 2013 15:54
by bergrisi
Skaut mig í fótinn með fyrri ummælum.
Er með einn einfaldan lager núna sem verður fyrir gesti. Alveg kristaltær.
Hvað er þessi bjór sterkur hjá þér. Minn er bara 4.2%

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 10. Sep 2013 16:00
by Feðgar
Þetta LIGHT sull sem flestir virðast drekka er nú bara 4.4% ef mig minnir rétt.
Er þá 4.2% ekki innan skekkjumarka hvað það varðar ;)

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 10. Sep 2013 16:13
by gm-
Seinast endaði hann í 1.012 eftir gerjun, svo 4.7%. Finnst fínt að hafa svona gestabjór, þá fer minna af eðalöli til fólks sem kann ekki að meta það :fagun:

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 10. Sep 2013 21:26
by bergrisi
Nákvæmlega. Eftir síðasta partí þá fór óþarflega mikið af "góða" bjórnum.
Verð að eiga "sull" fyrir gesti.

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 12. Sep 2013 11:42
by gm-
Image

First runnings frá því í gær. Vigaði greinilega kornmagnið vitlaust, því að ég endaði með 5 gal af 1.070 virti, þegar hann átti að vera 1.048 eða svo. Bætti því við 1 gal af vatni í lokinn til að lækka þetta aðeins, vill nú ekki enda með hauslausa gesti eftir nokkra bjóra :mrgreen:

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 19. Sep 2013 14:58
by gm-
Skammtur 2 af þessum fór á kút í morgun, ætti að vera kolsýrður og góður eftir viku :skal:

Re: Good beer for people who like bad beer

Posted: 23. Sep 2013 23:05
by gm-
Image

hér er þessi í glasi, þarf smá meiri kolsýru enda bara búinn að vera á kút í nokkra daga, en lítur betur út í glasi með smá meiri lit frá black malt.