Page 1 of 1

Nýliði

Posted: 31. May 2013 11:35
by Ásgeir
Halló

Ég hef mikið lesið á þessu spjalli án þess að tjá mig en ég hugsa að það sé kominn tími á að ég kynni mig. Ég byrjaði að brugga með félaga mínum síðasta haust og við höfum hent í sjö laganir síðan.

1. Hvítur sloppur
2. Rúgöl
3. Svartur IPA
4. Bee Cave
5. Afganga-öl
6. Pale ale, einungis með "late addition" amarillo og simcoe
7. Kölsch (var að setja hann á flöskur í gær)

Þessir hafa allir komið furðu-vel út miðað við allskonar byrjunar-erfiðleika hjá okkur.

Fyrst notuðumst við við gamlan Rafha suðupott og meskiker. Það gekk þó illa hjá okkur með meskikerið þannig að við skiptum fljótlega yfir í BIAB. Fyrir stuttu ferðaðist ég svo til USA þar sem ég keypti mér uppfærslu á bruggbúnaðinum. Ég tróð 60 lítra potti, hitastýringu og tilheyrandi ofan í ferðatösku og tók með mér heim :D . Núna stendur yfir samsetning á dótaríinu og það er mikil tilhlökkun í "brugghúsinu" að prófa nýja búnaðinn.

Skál,
Ásgeir
Image

Re: Nýliði

Posted: 31. May 2013 12:36
by bergrisi
Velkominn og gangi þér vel.