Page 1 of 1

Pico-brugghúsið mitt (minna en nano)

Posted: 30. May 2013 13:32
by helgibelgi
Sælir gerlar

Vildi bara aðeins gefa ykkur innsýn í litla "brugghúsið" mitt (og setja inn bruggklám). Þetta er eiginlega bara kjallari í augnablikinu, nær ekki að vera heilt hús svo ég ætti eiginlega að kalla þetta frekar "bruggkjallara".

Hér er mynd af einu horninu í eldhúsinu (sem ég er næstum alveg búinn að taka yfir):

Image

Image

Eins og stendur er ég með einn Cider (fyrsta tilraun af slíku) í secondary, einn Amarillo-IPA (bara Amarillo). Svo gerði ég Belgískan pale ale sem ég splittaði í þrennt (litlu glerkútarnir á hillunni). Planið er að setja þrjár mismunandi berjategundir í þá, eina í hvern þeirra.

Hér sjáið þið litla 16 lítra pottinn minn á hellunni með 15 metra kælispíral í:

Image

Image

Ég er eiginlega búinn að stútfylla kjallaraíbúðina af bjór:

Image

Svo fann ég upp sniðuga aðferð við skolun á korninu eftir meskingu, nýta pokann til fulls:

Image

Þá liggur kornið í hengirúmi efst uppi, fyrir ofan vökvann, og auðvelt að skola það þar.

Image

Svona lítur svo eldhúsborðið út við átöppun:

Image

Svona er hægt að lifa af í lítilli kjallaraíbúð í Norðurmýrinni :lol:
Vona að þetta veiti þeim innblástur sem þurfa, sem búa kannski ekki við bestu bruggaðstæður. En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi!

Re: Pico-brugghúsið mitt (minna en nano)

Posted: 30. May 2013 14:51
by gm-
Flott, er alltaf að segja fólki að það er létt að brugga, jafnvel þó að plássið sé lítið. Sendi það næst á þennan þráð þegar það hlær að mér :)

Re: Pico-brugghúsið mitt (minna en nano)

Posted: 31. May 2013 04:26
by bergrisi
Takk fyrir þetta.
Frábært að fá að sjá svona myndir.

Re: Pico-brugghúsið mitt (minna en nano)

Posted: 8. Nov 2014 11:20
by helgibelgi
Ótrúlega gaman að sjá að Fortíðar-Helgi lét plássleysi ekki koma í veg fyrir að missa sig í brugginu.

Djöfull myndi ég ekki nenna svona litlu plássi núna! :lol: