Pico-brugghúsið mitt (minna en nano)
Posted: 30. May 2013 13:32
Sælir gerlar
Vildi bara aðeins gefa ykkur innsýn í litla "brugghúsið" mitt (og setja inn bruggklám). Þetta er eiginlega bara kjallari í augnablikinu, nær ekki að vera heilt hús svo ég ætti eiginlega að kalla þetta frekar "bruggkjallara".
Hér er mynd af einu horninu í eldhúsinu (sem ég er næstum alveg búinn að taka yfir):


Eins og stendur er ég með einn Cider (fyrsta tilraun af slíku) í secondary, einn Amarillo-IPA (bara Amarillo). Svo gerði ég Belgískan pale ale sem ég splittaði í þrennt (litlu glerkútarnir á hillunni). Planið er að setja þrjár mismunandi berjategundir í þá, eina í hvern þeirra.
Hér sjáið þið litla 16 lítra pottinn minn á hellunni með 15 metra kælispíral í:


Ég er eiginlega búinn að stútfylla kjallaraíbúðina af bjór:

Svo fann ég upp sniðuga aðferð við skolun á korninu eftir meskingu, nýta pokann til fulls:

Þá liggur kornið í hengirúmi efst uppi, fyrir ofan vökvann, og auðvelt að skola það þar.

Svona lítur svo eldhúsborðið út við átöppun:

Svona er hægt að lifa af í lítilli kjallaraíbúð í Norðurmýrinni
Vona að þetta veiti þeim innblástur sem þurfa, sem búa kannski ekki við bestu bruggaðstæður. En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi!
Vildi bara aðeins gefa ykkur innsýn í litla "brugghúsið" mitt (og setja inn bruggklám). Þetta er eiginlega bara kjallari í augnablikinu, nær ekki að vera heilt hús svo ég ætti eiginlega að kalla þetta frekar "bruggkjallara".
Hér er mynd af einu horninu í eldhúsinu (sem ég er næstum alveg búinn að taka yfir):


Eins og stendur er ég með einn Cider (fyrsta tilraun af slíku) í secondary, einn Amarillo-IPA (bara Amarillo). Svo gerði ég Belgískan pale ale sem ég splittaði í þrennt (litlu glerkútarnir á hillunni). Planið er að setja þrjár mismunandi berjategundir í þá, eina í hvern þeirra.
Hér sjáið þið litla 16 lítra pottinn minn á hellunni með 15 metra kælispíral í:


Ég er eiginlega búinn að stútfylla kjallaraíbúðina af bjór:

Svo fann ég upp sniðuga aðferð við skolun á korninu eftir meskingu, nýta pokann til fulls:

Þá liggur kornið í hengirúmi efst uppi, fyrir ofan vökvann, og auðvelt að skola það þar.

Svona lítur svo eldhúsborðið út við átöppun:

Svona er hægt að lifa af í lítilli kjallaraíbúð í Norðurmýrinni

Vona að þetta veiti þeim innblástur sem þurfa, sem búa kannski ekki við bestu bruggaðstæður. En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi!