Page 1 of 1

rabarbaravín

Posted: 15. Aug 2009 01:44
by vínger
jæja það er nú smá tími síðan ég byrjaði á þessu víni ( svona um 2:ær og 1/2:F vika síðan
ég byrjaði að tína 14,1kg af rabarbaranum byrjaði svo að skera hann niður í svona 3:ja cm búta (ansk.. hvað ég var nú lengi að því :lol: ) byrjaði svo að stappa hann svona lauslega. svo var það nú logsins búið og auðvitað var maður nú séður (reyndar konan ) þannig að vatn var soðið á meðan stöppunin var framkvæmd,það voru svona 9 lítrar af sjóðandi vatni sem fór á þá. þegar það var komið þá hélt ég áfram að stappa í þessu öllu samt ekkert að hamast eitthvað bara svona rétt að dunda eitthvað :) Svoleiðis lét ég þetta vera í 2 daga. Slepti allveg catemtöflunum. Svo tók ég rabarabarann í burtu og pressaði allan safan úr þeim og bætti vatninu í þannig að í kútnum varð19 lítrar. svo eftir þennan tíma er kominn tími á kalkið þær urðu 3matskeiðar hjá mér og hrærði ég vel í lögnum og lét hann svo vera í tæpa 2 sólarhringa. Eftir það var komið botnfall þannig að ég setti í annan kút til að losna við það ( það er þessi helvítis sýra sem maður er að losa sig við) þess vegna notar maður kalkið. eftir allt þetta fjör þá er komið sykrinum og urðu 2 kg fyrir valinu hjá mér( og vegna þess að það er svo auðvelt að koma rabarabaravíni á stað þá slepti ég öllu geri (sá ekki tilgangin með því ) og auðvitað fór þetta allt á stað eftir 1 og 1/2 dag og eftir 8 daga þá setti ég auka 3 kg af sykri úti og hrærði í þessu sirka 2 á dag og eftir svona 4 daga frá með deginum í dag þá hætti ég því og leifi þessu bara að gerjast út:::


sjáum svo til hvernig fer :lol:

Re: rabarbaravín

Posted: 15. Aug 2009 17:18
by Andri
Hvernig er það að sleppa gerinu, ég hélt að þetta sjóðandi vatn myndi drepa alla gerla sem væru þá á rabbabörunum... Ertu með þetta í plastfötu eða, sleppirðu að þrífa hana? Hvernig komast gerlarnir að, er ger að felast í sykrinum?

Re: rabarbaravín

Posted: 16. Aug 2009 22:52
by vínger
það er allt hreinsað hjá mér fötur og áhöld ;) það virðist bara ekki vera nó að hella sjóðandi vatni yfir þetta til að drepa villigerilinn. Sem dæm með hrísgróna vín sem ég hef gert tvisvar sinnum þá sauð ég 1 kg rúsínur með 2 1/2 líter af vatni þar til þær urðu ljós brún. sauð 1 kg af hrísgrónum og bætti bara alltaf vatni útí þar til þau voru búin að sjóða í mauk (bara eins og ég væri að gera hrísgrónagraut nema auðvitað seppti ég mjólkini) 2 kg sykur og 9 lítrar vatn


sykurinn setti ég á botninn á kútnum svo helti ég heitum hrísgrónunum ofaná og hrærði þetta saman, þegar sykurinn var bráðnaður þá bætti ég rúsínunum og öllu vatninu útí,( líka soðinu af rúsínunum
ég bætti engu géri útí

tveimur dögum seinna fór þetta að gerjast og varð ágjætis hvítvín eftir svona 8 mánuði

Re: rabarbaravín

Posted: 16. Aug 2009 22:53
by vínger
byrja með þetta í plasti svo færi ég þetta alltaf í gler

Re: rabarbaravín

Posted: 7. Jul 2010 07:51
by kalli
vínger wrote:byrja með þetta í plasti svo færi ég þetta alltaf í gler
Ég geri ráð fyrir að þú sért búinn að smakka á rabbabaravíninu. Hvernig smakkaðist þetta?

Re: rabarbaravín

Posted: 2. Aug 2010 11:23
by Berglind
Endilega segðu okkur hvernig smakkaðist! Langar að búa til rabarbaravín, en hef smakkað svo mikið vondu rabarbaravíni að ég er soldið smeik,, en smakkaði mjög gott um daginn en veit ekki hver bruggaði það:/

Re: rabarbaravín

Posted: 3. Sep 2010 23:16
by Andri
ég á 8 vetra gamalt rabbabaravín sem hefur verið úti í garði í frosti og miklum hitasveiflum þessi ár, það er mjög fínt og svipað þurru hvítvíni.
Afi minn gerði þetta stuttu áður en hann veiktist þannig þetta var bara úti í garði í glerflöskum í öll þessi ár og er alveg kristaltært