Page 1 of 1

Geymsla á korni

Posted: 29. May 2013 21:48
by aggi
Sælir/ar

Ég er að velta fyrir mér hvað geymist malað korn lengi og við hvaða aðstæður geymist það best.

Re: Geymsla á korni

Posted: 29. May 2013 22:23
by hrafnkell
Geymist vel í allnokkra mánuði. Ég hef notað 1 árs gamalt malað korn án þess að hafa fundið neitt að því, en mæli kannski endilega með svo löngum tíma :)

Þurrt er aðal málið með geymsluna, og ekki of heitt. Herbergishiti á alveg að vera í lagi.

Re: Geymsla á korni

Posted: 30. May 2013 14:39
by gm-
Hef heyrt að uppundir ár sé í fínu lagi fyrir base korn, sé það geymt í góðum ílátum á þurrum stað, speciality korn geymist víst enn lengur. Ég kaupi allt mitt korn malað, og hef ekki ennþá lent í vandræðum með skemmdir :)

Re: Geymsla á korni

Posted: 30. May 2013 21:34
by aggi
Flott hafði smá áhyggjur að mitt myndi skemmast . Geymist við 18 gráður í góðum poka og í meskiboxinu mínu :-)

Re: Geymsla á korni

Posted: 31. May 2013 09:23
by Eyvindur
Ég hef notað korn 2 árum eftir að það var malað, og það var ekkert að því. Bara geymt við stofuhita, ekki í loftþéttum umbúðum. Ekkert mál.

Re: Geymsla á korni

Posted: 31. May 2013 10:50
by Oli
Við höfum verið að nota korn sem er rúmlega 2ja ára, alveg í lagi. Geymt í upprunalegum sekkjum út í bílskúr.