Page 1 of 1

Brúður Frankensteins (ljósöl)

Posted: 29. May 2013 21:27
by Classic
Hlóð í einn brunaútsölubjór í gærkvöldi. Tók einfaldlega alla þá humla sem ég fann í frystinum, og ekki voru eyrnamerktir öðrum verkefnum (þ.e. allt nema Columbusinn sem á að þurrhumla Conquistador IIPA bjórinn seinna í vikunni), setti í einn poka og hristi og sauð í mörgum litlum skömmtum í ljósum og sumarlegum blonde virti. Að sjálfsögðu allt nóterað svo ég geti endurtekið leikinn ef þetta kemur vel út. Cascade, Magnum, Amarillo og Citra. Hlutföllin eru atvinnuleyndarmál :)

Code: Select all

 Brudur Frankensteins - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 77%%
OG: 1.047
FG: 1.012
ABV: 4.6%%
Bitterness: 41.0 IBUs (Tinseth)
Color: 6 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                       Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
  Weyermann - Pale Ale Malt Grain  4.000 kg    Yes   No  80%%   3 L
         Cara-Pils/Dextrine Grain 150.000 g     No   No  72%%   2 L
 Caramel/Crystal Malt - 20L Grain 150.000 g     No   No  75%%  20 L
Total grain: 4.300 kg

Hops
================================================================================
         Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 60.000 min Pellet 11.7
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 30.000 min Pellet  9.0
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 20.000 min Pellet  7.1
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 15.000 min Pellet  5.8
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 10.000 min Pellet  4.3
 Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil  5.000 min Pellet  2.3
 Frankenstein 10.2%% 15.000 g Boil  1.000 min Pellet  0.8
 Frankenstein 10.2%% 15.000 g Boil    0.000 s Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Mér gengur brösuglega að ná stöðugleika í nýtnina hjá mér. Ég get svo svarið að ég fék 80% nýtni úr þessu sama maltbilli þegar ég notaði það í vetur undir nafninu Dömufrí, en bara 77% núna, svo humlarnir eru aðeins meira afgerandi en ég hafði upprunalega planað, en ekkert alvarlega. Ég og flestir sem drekka með mér eru vitlausir í ameríska humla, svo ég hef litlar áhyggjur af því að sitja uppi með þetta :)

Miði. Aldrei gera bjór öðruvísi en með miða. Reyndi það einu sinni, hefði allt eins geta vaðið í verkefnið án uppskriftar, vissi ekkert hvað ég var að gera :)
Image

Re: Brúður Frankensteins (ljósöl)

Posted: 29. May 2013 23:35
by bergrisi
Snillingur. Þú ert miða kóngurinn.