Brúður Frankensteins (ljósöl)
Posted: 29. May 2013 21:27
Hlóð í einn brunaútsölubjór í gærkvöldi. Tók einfaldlega alla þá humla sem ég fann í frystinum, og ekki voru eyrnamerktir öðrum verkefnum (þ.e. allt nema Columbusinn sem á að þurrhumla Conquistador IIPA bjórinn seinna í vikunni), setti í einn poka og hristi og sauð í mörgum litlum skömmtum í ljósum og sumarlegum blonde virti. Að sjálfsögðu allt nóterað svo ég geti endurtekið leikinn ef þetta kemur vel út. Cascade, Magnum, Amarillo og Citra. Hlutföllin eru atvinnuleyndarmál 
Mér gengur brösuglega að ná stöðugleika í nýtnina hjá mér. Ég get svo svarið að ég fék 80% nýtni úr þessu sama maltbilli þegar ég notaði það í vetur undir nafninu Dömufrí, en bara 77% núna, svo humlarnir eru aðeins meira afgerandi en ég hafði upprunalega planað, en ekkert alvarlega. Ég og flestir sem drekka með mér eru vitlausir í ameríska humla, svo ég hef litlar áhyggjur af því að sitja uppi með þetta 
Miði. Aldrei gera bjór öðruvísi en með miða. Reyndi það einu sinni, hefði allt eins geta vaðið í verkefnið án uppskriftar, vissi ekkert hvað ég var að gera

Code: Select all
Brudur Frankensteins - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 77%%
OG: 1.047
FG: 1.012
ABV: 4.6%%
Bitterness: 41.0 IBUs (Tinseth)
Color: 6 SRM (Morey)
Fermentables
================================================================================
Name Type Amount Mashed Late Yield Color
Weyermann - Pale Ale Malt Grain 4.000 kg Yes No 80%% 3 L
Cara-Pils/Dextrine Grain 150.000 g No No 72%% 2 L
Caramel/Crystal Malt - 20L Grain 150.000 g No No 75%% 20 L
Total grain: 4.300 kg
Hops
================================================================================
Name Alpha Amount Use Time Form IBU
Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 60.000 min Pellet 11.7
Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 30.000 min Pellet 9.0
Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 20.000 min Pellet 7.1
Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 15.000 min Pellet 5.8
Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 10.000 min Pellet 4.3
Frankenstein 10.2%% 10.000 g Boil 5.000 min Pellet 2.3
Frankenstein 10.2%% 15.000 g Boil 1.000 min Pellet 0.8
Frankenstein 10.2%% 15.000 g Boil 0.000 s Pellet 0.0
Yeast
================================================================================
Name Type Form Amount Stage
Safale S-05 Ale Dry 11.000 g Primary
Miði. Aldrei gera bjór öðruvísi en með miða. Reyndi það einu sinni, hefði allt eins geta vaðið í verkefnið án uppskriftar, vissi ekkert hvað ég var að gera
