Page 1 of 1

Humaröl

Posted: 25. May 2013 13:51
by gm-
Ég og félagi minn í bruggklúbbnum ákváðum fyrir nokkru (eftir þónokkra bjóra) að við þyrftum að gera humarbjór. Í gær létum við verða af því.

Uppskriftin:

77.5% Marris Otter
15% Vienna
3.75% C-20
3.75% Victory

Humlar:
28 gr East Kent Goldings @ 60
14 gr East Kent Goldings @30

Við vildum engar late additions, þar sem þær gætu hulið bragðið af humrinum.

Ger:
English Ale, S-04

Humrar:
3 stk, amerískir humrar. Suðum þá fyrst.
Image

Við gerðum 20 lítra lögn hvor, og höfðum þær eins fyrir utan viðbótina af humrinum.

Í fyrri lögninni, þegar um 20 mínútur voru eftir að suðunni smelltum við um 1.5 kg af heilum humri útí virtinn.
Image

Í seinni lögninni, þegar 25 mínútur voru eftir, bættum við 1.5 kg af humri útí, en í þetta sinn rifum við hann niður, og brutum upp skelina á klónum og fótum, til að reyna að fá aðeins meira bragð útí bjórinn.
Image
Image

Svona leit þetta út í lokinn
Image

Við enduðum svo auðvitað daginn á því að borða humarinn, var ansi ljúffengur, létt humlaður og dísætur :fagun:

Kemur svo í ljós hvort þetta reynist drykkjarhæft :mrgreen:

Re: Humaröl

Posted: 25. May 2013 14:49
by Idle
Þetta er án efa það furðulegasta sem ég hef séð í bjórgerð, en samt allt að því að vera rökrétt! Humar = góður, bjór = góður... :o

Hlakka til að lesa lýsingarnar þegar bjórinn er tilbúinn (vona að það verði þó ekkert hrossaskítsbragð!). :lol:

Re: Humaröl

Posted: 25. May 2013 16:38
by hjaltibvalþórs
Þetta er svakalegt, endilega láttu okkur vita hvernig þetta kemur út. 21st Amendment gerðu bjór með Ostruskeljum: http://21st-amendment.com/beers/marooned-on-hog-island/" onclick="window.open(this.href);return false; sem er víst mjög góður svo kannski er humarbjór ekki svo vitlaus hugmynd.

Re: Humaröl

Posted: 25. May 2013 20:13
by hrafnkell
Sá einmitt brewingtv þátt um ostrubjórinn. Þá held ég að ég kjósi humarbjórinn :)

Re: Humaröl

Posted: 26. May 2013 01:38
by Classic
hvílígur bjór firi humar!

Re: Humaröl

Posted: 26. May 2013 09:03
by helgibelgi
Fór humarinn lifandi út í?

Re: Humaröl

Posted: 26. May 2013 16:41
by gm-
helgibelgi wrote:Fór humarinn lifandi út í?
Nei, við suðum hann fyrst í 10 mín í vatni til að drepa hann. Þegar þeir drepast þá losa þeir bæði saur og þvag sem okkur þótti ekki æskilegt fyrir bjórinn :)

Re: Humaröl

Posted: 27. May 2013 15:36
by bergrisi
Algjör snilld. Fíla svona tilraunir í botn. Það er allt leyfilegt í þessu snilldarhobby.
Bíð spenntur eftir niðurstöðunni og takk fyrir myndirnar.
Þið eruð snillingar og skilaðu kveðju til bruggfélagans.
Í hljómsveitinni minni eru allar ákvarðanir teknar á þriðja bjór. Verða alltaf soldið skrautlegar. Svipað og þið hafið gert.

Re: Humaröl

Posted: 30. May 2013 14:43
by gm-
bergrisi wrote:Algjör snilld. Fíla svona tilraunir í botn. Það er allt leyfilegt í þessu snilldarhobby.
Bíð spenntur eftir niðurstöðunni og takk fyrir myndirnar.
Þið eruð snillingar og skilaðu kveðju til bruggfélagans.
Í hljómsveitinni minni eru allar ákvarðanir teknar á þriðja bjór. Verða alltaf soldið skrautlegar. Svipað og þið hafið gert.
Takk takk.

Allar ákvarðanir á þriðja bjór hljóma vel, eitthvað sem stjórnmálamenn ættu kannski að íhuga :sing:

Re: Humaröl

Posted: 15. Sep 2013 14:53
by gm-
Image

Hafði víst aldrei smellt inn mynd af humarölinu alræmda. Lyktin er eingöngu af humri, og ekkert rosalega góð, dálið eins og lykt þegar humar er soðinn/grillaður. Bragðið er hinsvegar ekki svo sterkt, það er til staðar, en aðallega bragðast bjórinn eins og breskt pale ale, í eftirbragðinu kemur svo humarinn sterkur inn aftur og þér líður eins og þú hefur verið að smjatta á humri.

Kom mér á óvart hvað hann rennur vel niður, hef alveg drukkið 2-3 glös af honum á kvöldi án þess að fá nóg af humralyktinni. Held að ég sé samt sem áður ekkert að fara brugga hann aftur í bráð, nema kannski fyrir bruggkeppni, gæti verið skemmtilegt framlag í flokk 23 :mrgreen: