Krækiberjavín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
vínger
Villigerill
Posts: 11
Joined: 24. Jun 2009 17:17

Krækiberjavín

Post by vínger »

jæja þá er maður að gera Krækiberjavín
Ég ætla nú aðeins að skrifa um það svo þið fáið nú aðeins að setja út á þetta hjá mér :D
jæja ég fór í berjamó 10:unda ágúst svaka fjör eða hitt og heldur það var skífall hérna á austfjörðum þann dag en jæja ég setti svo rétt rúma 10 lítra af berjum í kút og byrjaði að sjóða vatn sirka 5-6 lítra og helti yfir til að skola og míkja berin, er með smá berjaling með berjunum bara til að fá smá auka bragð ;)
mér fannst ekki vera nó bragð af þessu hjá mér í fyrra, Svo auk þess er ég með 500gr af rúsínum því mér finnst rúsínur gefa smá auka fillingu ( hef reyndar ekki prófað það í berjavíni áður, ég hef bara prófað þetta áður í hrísgrjónavíni og það gaf svaka góða fillingu þar) svo því ekki að prófa það hérna líka :) þetta eru jú einu sinni bara þurkkuð vínber (svört) jæja svo byrjaði ég bara að stappa og stappa helv.. berin eins og enginn væri morgundagurinn. svo var það nú komið þá sturtaði ég bara 4 kg af strásykri yfir þetta hjá mér, svo hendist ég inní eldhúsið og tætist þar í bananana 5 stykki brytja þá niður með gaffli í lítinn pott og set svona 1 deselíter af vatni ,hita á hellu og mauka þá vel, blanda þeim svo loks saman við berjamaukið mitt. Á þessum tímapunkti lítur konan á mig með svaka svip með yngri krakkann í fanginu og labbar í burtu (helv.. eldhúsið á öðrum endanum :? ) jæja en ég hélt ótrauður áfram helli svo vatni í fötuna þar til að það urðu 21,5 líter í það heila með öllu gumsinu í
svo er það 12:ti ágúst þá er þetta rétta að taka við sér að gerjast (því ég setti ekki camtemtöflur í. Finnst allt í lagi að villigerillinn fái aðeins að njóta sín líka ) set nú samt smá heima tilbúið ger út í , ætli það sé ekki svona 3 matsk af honum sem ég nota í 24 lítra svo setti ég um 2 tesk vínsýru út í
og auðvitað hræri ég í þessu svona 5 sinnum á dag og krem öll berin sem ég sé sem á aftir að kremja
13:da setti ég svo 1 kg sykur í viðbót út í
þetta lítur allt æðislega út eins og er. næst er svo bara að skilja vökvan frá öllu eftir svona viku eða svo þá geri ég það bara með að setja þetta í klút og pressu ( svaka einfölt safa pressa þa :D
en jæja ég skrifa meir um þessa bruggun þegar nær dregur :skal:
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Krækiberjavín

Post by Hjalti »

Þetta fynnst mér vera það sem hefur vantað hér á Fágun, almennileg heimavínmenning!

Flott lýsing og mjög áhugaverð pruva!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

Re: Krækiberjavín

Post by Bjori »

Mikið væri gaman að fá að heira hvernig þetta gekk hjá þér
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Krækiberjavín

Post by Andri »

Ég myndi ekki þora að vera að opna þetta fimm sinnum á dag til þess að hræra í þessu.
En "heimatilbúið ger"? Geturðu frætt okkur eitthvað um það?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Krækiberjavín

Post by arnarb »

Þetta hljómar mjög spennandi, það verður áhugavert að heyra hvernig útkoman verður. Endilega sendu okkur línu þegar líður að smakktíma.
Arnar
Bruggkofinn
Mano
Villigerill
Posts: 31
Joined: 1. Apr 2011 15:38

Re: Krækiberjavín

Post by Mano »

Hey I see you post this long time ago but let me ask: How was the wine? Do you still have some of this wine?
Post Reply