Page 1 of 1

Keezer

Posted: 21. May 2013 15:02
by gm-
Jæja, þá er kominn tími til að hætta þessu flöskuveseni.

Er kominn með þessa hluti:
2 gamlir pepsikútar sem ég fann á bílskúrssölu á 5000 kr parið
Image
Pantaði svo þetta, 2 perlick SS kranar, dual gauge regulator og manifold og allar leiðslur og tenglar. Þetta var aðall kostnaðurinn, um 20 þús.
Image
Fékk svo 5 lb CO2 kút frá vini mínum á 4000 kr.

Keypti svo þennan frysti notaðan á 2500 kr.
Image

STC-1000 hitastýring er síðan á leiðinni frá ebay, 2000 kr.

Býst við kannski öðrum 5000 kr í timbur og drip tray, en eftir það þá ætti ég að vera kominn með græju sem lítur svona út á undir 40 þús:
Image

Smelli inn myndum af ferlinu þegar ég byrja að setja þetta saman

Re: Keezer

Posted: 21. May 2013 19:52
by Plammi
svalt

Re: Keezer

Posted: 30. May 2013 17:09
by gm-
Jæja, þá er að koma mynd á þetta hjá mér.

Þar sem keezerinn verður í stofunni hjá mér, þá þurfti þetta að líta sæmilega út.

Hér er ramminn í smíðum. Notaði venjulegt 2x6 timbur í rammann, en til að gera þetta flottara sagaði ég niður flotta eikarfjöl og setti framaná.
Boraði svo götin með 1' bor.
Image

Til að fela sjálfa frystikistuna þá tók ég 3 krossviðarplötur og málaði með "rock accent" málningu.

Lokið er síðan skápahurð, sem ég fékk eins og nýja á 5$ í thrift store. Einangraði það svo að innan með einangurnarull og duct tape, og setti gúmmirönd meðfram.

Á aðeins eftir að smella þessu saman, en þessi mynd gefur góða mynd á því hvernig þetta mun líta út.

Image

Re: Keezer

Posted: 30. May 2013 18:42
by helgibelgi
Þetta lítur vel út hjá þér!

Ég þarf sjálfur að fara út í þetta bráðum líklega. SWMBO mun ekki leyfa ísskáp inni í stofu, alveg sama hversu mikinn frían bjór hún fær :lol:

Re: Keezer

Posted: 30. May 2013 21:24
by Plammi
helgibelgi wrote: SWMBO mun ekki leyfa ísskáp inni í stofu, alveg sama hversu mikinn frían bjór hún fær :lol:
Auðveldara að sannfæra hana þegar þetta lýtur svona vel út (mín gretti sig allavega ekki mikið þegar ég sýndi henn þetta) :)

Re: Keezer

Posted: 30. May 2013 22:22
by æpíei
Í öðru hobbýi sem ég hef (hljómtæki) er talað um WAF sem mikilvæga mælieiningu þegar kemur að kaupum og uppsetningu á hinum ýmsu græjum. Það stendur fyrir Wife Acceptancy Factor. Mér sýnist það fara að eiga hér við líka :)

Re: Keezer

Posted: 31. May 2013 00:20
by gm-
helgibelgi wrote:Þetta lítur vel út hjá þér!

Ég þarf sjálfur að fara út í þetta bráðum líklega. SWMBO mun ekki leyfa ísskáp inni í stofu, alveg sama hversu mikinn frían bjór hún fær :lol:
Hehe, ég fékk val um að láta þetta líta þokkalega út, eða þetta færi niðrí bílskúr
æpíei wrote:Í öðru hobbýi sem ég hef (hljómtæki) er talað um WAF sem mikilvæga mælieiningu þegar kemur að kaupum og uppsetningu á hinum ýmsu græjum. Það stendur fyrir Wife Acceptancy Factor. Mér sýnist það fara að eiga hér við líka :)
Á klárlega við um þetta, fyrsta svar sem ég fékk var klárt nei. Þurfti mikið að sýna henni keezara á netinu sem litu þokkalega út áður en ég fékk að byrja á þessu verkefni :skal:

Re: Keezer

Posted: 6. Jun 2013 22:01
by gm-
Og hann er alveg tilbúinn, er að njóta míns fyrsta bjórs af kút, amarillo pale ale :)

Image
Image
Image

Re: Keezer

Posted: 7. Jun 2013 01:50
by bergrisi
Glæsilegt. Hvenær getur maður kíkt við? Komdu með addressuna og maður kíkir í kaldann.

Re: Keezer

Posted: 8. Nov 2014 03:27
by gm-
Image

Bætti nýlega þessum handföngum á keezerinn, þarf núna bara að útbúa límmiða með mínu logoi á þá :skal:

Re: Keezer

Posted: 10. Nov 2014 18:20
by Sindri
Hvar er like takkinn þegar maður þarf hann?!?!?!?

Re: Keezer

Posted: 7. Dec 2014 12:41
by Kornráð
helvíti flott hjá þér, þarf að redda mér svona litlum frysti, svo að kútarnir mínir nýtist einhverntíma, bjórinn drekkur sig ekki sjálfur útí skúr :/