Page 1 of 1
Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/elementi)
Posted: 16. May 2013 22:02
by busla
Henti humlunum beint út í fötuna en ekki í meskipokann og endaði með svart element í lokin.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 16. May 2013 23:49
by Plammi
Nú hef ég gert 3 lagnir með BIAB græjum frá brew.is og alltaf hent humlunum beint í.
Í fyrstu 2 skiptin hefur ekkert óeðlilegt gerst (seinni bjórinn af þeim var IPA). En í síðasta settist eitthvað svart í elementin, ég á samt eftir að skoða betur hvort þetta sé bruni eða bara eitthvað klesst uppað. Eina sem var öðruvísi í síðasta var að ég var pínu seinn að hræra í eftir 30min viðbótina.
Flestir hérna henda bara beint í og mæla óhikað með því, spurning hvort eitthvað annað sé að klikka.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 01:40
by QTab
Ég hef alltaf endað með eitthvað brunnið við elementin eftir suðu, hef alltaf litið á það sem eðlilegann hlut og part af þrifunum eftir hverja lögun að hreinsa elementin. Kannski er ég alltof afslappaður.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 07:34
by busla
þetta ætti kannski ekki að vera neitt áhyggjuefni en þetta er fjórða lögunin mín og ég hef aldrei séð þetta áður. Enda alltaf hent humlunum í poka á meðan suðunni stendur.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 09:22
by hrafnkell
Það er frekar sykurinn úr virtinum sem er að karameliserast á elementunum. Líklega ekki humlarnir.
Það er svo mjög mikilvægt að þrífa elementin þannig að þau verði eins og ný eftir hverja lögn, ef óhreinindin fá að safnast upp þá verður erfiðara að þrífa þau og það kemur brunabragð í bjórinn.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 14:16
by gugguson
Hvernig er best að þrífa elementið/elementin? Ég hef verið að nota uppþvottabursta og hann virkar ekkert voðalega vel að ná því sem safnast utaná. Einhverstaðar las ég að sjóða vatn + klórsóta með elementinu til að ná húðinni af.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 15:03
by gm-
gugguson wrote:Hvernig er best að þrífa elementið/elementin? Ég hef verið að nota uppþvottabursta og hann virkar ekkert voðalega vel að ná því sem safnast utaná. Einhverstaðar las ég að sjóða vatn + klórsóta með elementinu til að ná húðinni af.
Er reyndar ekki með element, en ég nota Oxyclean í heitu vatni til að þrífa stálpottinn minn. Fylli hann af heitu vatni og set 1-2 kúfaðar skeiðar útí og læt liggja yfir nótt. Leysir upp öll óhreinindi.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 15:06
by hrafnkell
Alls ekki láta klór liggja lengi á elementunum, hann tærir þau.
Ég nota bara svamp sem er grófur öðru megin og fínn hinumegin. Mikilvægt að láta elementin ekki þorna áður en maður þrífur þau, þá verður drepleiðinlegt að þrífa þau
Oxyclean á að virka vel líka, en ég veit ekki alveg hvað er sambærilegt hér á Íslandi.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 17:05
by busla
elementið varð allveg svart svo að ég verð að taka það úr suðufötunni til að komast að elementinu. Eruði að hræra mikið á meðan suðunni stendur?
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 17. May 2013 17:42
by helgibelgi
Sjálfur tek ég elementin alveg úr fötunni og hamast á þeim með stálull undir heitu vatni þar til ég hef náð öllu og þau líta út eins og ný

Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 18. May 2013 12:51
by sigurdur
Ég teygi mig með grófum svampi og nudda þau í drasl á meðan þau eru enn blaut.
Annað hvert skipti þá tek ég elementin úr og hreinsa þau.
Eruð þið sem eruð með ULWD elementin líka að lenda í þessum vandræðum?
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 18. May 2013 14:46
by hrafnkell
sigurdur wrote:Ég teygi mig með grófum svampi og nudda þau í drasl á meðan þau eru enn blaut.
Annað hvert skipti þá tek ég elementin úr og hreinsa þau.
Eruð þið sem eruð með ULWD elementin líka að lenda í þessum vandræðum?
Það kemur enginn bruni á þau, en það er ljósbrún húð af virtinum sem verður að þrífa.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 20. May 2013 19:10
by busla
Ég þreif ljósbrúnu húðina af en þetta gerðist engu að síður. Ég sauð í 90 mín, kannski er það málið.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 20. May 2013 21:35
by sigurdur
busla wrote:Ég þreif ljósbrúnu húðina af en þetta gerðist engu að síður. Ég sauð í 90 mín, kannski er það málið.
Áttu myndir af brugg sessioninu og svo aðra af búnaðinum þínum tómum?
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 21. May 2013 22:09
by busla
Þetta eru þættirnir sem gætu skipt máli vegna brunans.
* Meskipoki frá CustomBIAB
* Suða í 90 mín (tip úr How to Brew eftir JP)
* 1.75 kg Pilsner malt
* 1.75kg Hveitimalt
* 0.28kg Munich I malt
* 35gr Hallertauer Hersbrucker (90 mín)
* Suðufata úr gerjunarfötu með (égmanekkihversumargravatta) elementi.
Læt mynd fylgja með, er reyndar búinn að skrapa aðeins af því.

- _MG_6460.JPG (181.54 KiB) Viewed 17605 times
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 21. May 2013 22:55
by helgibelgi
Þetta element er ekki nógu vel þrifið og bætir alveg örugglega brunabragði í bjórinn við suðu. Ég myndi amk þrífa það þar til engin skán sést á því. Myndi ekki nota það svona í suðu.
Re: Varúð: humlar brenna ef ekki í meskipoka (suðuf. m/eleme
Posted: 22. May 2013 22:31
by AtliS
Þetta er hveitið sem brennur svona grunar mig. Var að brugga hveitibjór í gær og elementin voru kolsvört á eftir og hefur oftast verið þannig eftir að ég geri hveitibjór.
Fína hveitiduftið virðist safnast í kökk utanum elementið og brennur svo við á endanum. Allavega hef ég ekki orðið var við svona í öðrum bjórum.
Svo hef ég bara skrúbbað þetta af með stálull.