Page 1 of 1

Simcoe dagar

Posted: 15. May 2013 20:28
by Classic
Það eru Simcoe dagar hjá Klassiker ölgerð þessa dagana. Þrír síðustu bjórar hafa verið mismunandi útfærslur af amerískri nýbylgju sem allir eiga það sameiginlegt að vera gamalreyndar uppskriftir hér úr eldhúsinu, með Simcoe humlum í beiskju og Cascade í síðhumlun. Miðar eru allir eldri, nennti ekkert að uploada nýjum miðum til að breyta einhverjum kommum í tölunum á honum.

Apaspil

American Pale Ale
OG 1.048
FG 1.010
abv 5.0%
35.7 IBU
10 SRM

2,3 kg Pale Ale
1,5 kg Munchen
300g CaraMunchen II
200g CaraPils

35g Simcoe (FWH)
25g Cascade (1 mín)

US-05

Image
Kominn í glas og hefur sjaldan eða aldrei komið betur út!


Fimmta stjarnan

American Brown Ale
OG 1.049
FG 1.012
abv 4.9%
39.4 IBU
22 SRM

2,4 kg Pale Ale
1,5 kg Munchen
230g Carafa II
150g CaraMunchen II
200g CaraPils

20g Simcoe (60 mín)
11g Cascade (15 mín)
11g Cascade (10 mín)
11g Cascade (5 mín)
22g Cascade (flameout)

US-05

Image
Ég er enn að sætta mig við þennan. Hann er góður, en var betri í minningunni. Kannski bara virkar hann ekki nema bruggaður í sigurvímu. Líklegra þykir mér þó að breska súkkulaðið sem ég notaði áður henti honum betur en þýska Carafa súkkulaðið.


Silfurbakur

American IPA
OG 1.070
FG 1.015
abv 7,2%
68.8 IBU
10 SRM

3,4kg Pale Ale
3kg Munchen
200g CaraPils

12g Simcoe (FWH)
25g Simcoe (60 mín)
25g Simcoe (15 mín)
25g Simcoe (10 mín)
25g Cascade (0 mín)
30g af hvorum humli í þurrhumlun (síðan á mánudag, reikna með átöppun á sunnudag eða mánudag svo það verða 6-7 dagar)

US-05

Image
Enn í tunnunni. Mælisýnið var gott, og versnar varla með þurrhumlum, kolsýru og kælingu.

Re: Simcoe dagar

Posted: 17. May 2013 15:06
by gm-
Silfurbakurinn hljómar mjög vel, er mjög hrifinn af Simcoe í late additions og þurrhumlun.

Re: Simcoe dagar

Posted: 17. May 2013 17:06
by busla
Mér finnst þessi label hjá þér frekar fín!