Page 1 of 1
Tri-centennial IPA
Posted: 11. May 2013 11:24
by aggi
Góðann daginn
ég skellti í einn Tri-centennial IPA í gær allt gékk eins og í sögu nema það ég setti gerið í í gærkvöldi um 22 leytið og það er ekkert að gerast 14 tímum seinna ekkert búbl og enginn þrýstingur á tunnunni . Ég geymdi gerið í ískáp tók það beint út og sáldraði yfir og hristi svo tunnuna smá með lokinu á . mældi áður og það var um 19 gráðu hiti .
er þetta eðlilegt ( hefur ekki gerst hjá mér áður) ég á annan gerpakka blautger sem er samt lager ger á ég að bíða með að setja það í og fá frekar eins ger "Fermentis S-04 ger" myndi bjórinn breytast mikið með öðru geri
Re: Tri-centennial IPA
Posted: 11. May 2013 11:58
by helgibelgi
Gefðu þessu aðeins lengri tíma. Gerjun getur tekið þrjá daga að byrja. Sérðu froðurönd myndast á yfirborðinu (getur séð utanfrá án þess að opna)?
Annars getur verið að lokið sé ekki nægilega þétt til að gasið sé þvingað í vatnslásinn, gæti verið að sleppa annars staðar út.
14 tímar er svo sem ekkert það langur tími, myndi bara RDWHAHB

Re: Tri-centennial IPA
Posted: 12. May 2013 17:13
by aggi
Ég komst að því hvað var að það var rifa neðst á vatnslásnum og allt loftið hefur farið þar út setti nýjan lás og það byrjaði að búbbla um leið. En getur þetta hafa skemmt bjórinn .á ég að hafa hann lengur í gerjun er venjulega með hann í um 2 vikur. Svo á maður að þurrhumla eftir 5 daga í gerjun á ég að telja frá því í dag eða frá því ég setti gerið í .
Re: Tri-centennial IPA
Posted: 12. May 2013 19:13
by gm-
aggi wrote:Ég komst að því hvað var að það var rifa neðst á vatnslásnum og allt loftið hefur farið þar út setti nýjan lás og það byrjaði að búbbla um leið. En getur þetta hafa skemmt bjórinn .á ég að hafa hann lengur í gerjun er venjulega með hann í um 2 vikur. Svo á maður að þurrhumla eftir 5 daga í gerjun á ég að telja frá því í dag eða frá því ég setti gerið í .
Gerðu bara allt eins og venjulega, koltvísýringurinn fór bara útum rifuna í staðinn fyrir að fara í gegnum lásinn, allt annað er eins.

Re: Tri-centennial IPA
Posted: 12. May 2013 19:43
by Plammi
aggi wrote:Svo á maður að þurrhumla eftir 5 daga í gerjun á ég að telja frá því í dag eða frá því ég setti gerið í .
Það sem ég las varðandi þurrhumlunina þá viltu setja humlana í eftir að gerið hefur klárað sitt verk og hafa þá í í 7 daga. Þannig að ef þú ætlar að vera með í gerjun í 14 daga þá setur þú þurrhumlunarhumlana í á 7. degi. Sumir vilja vera öruggir á að gerjun sé lokið og byrja þá á þurrhumlun á 14. degi.
Mér skilst að ef þurrhumlunin er eitthvað lengur þá ferðu að missa aroma. Svo er þetta eitthvað háð humlunum sjálfum, t.d. þá er talað um 2-3 daga fyrir citra en 7-10 daga fyrir centennial.
Ein af heimildunum:
http://beeradvocate.com/community/threa ... gth.14068/
Re: Tri-centennial IPA
Posted: 12. May 2013 21:08
by hrafnkell
Mæli með 5-7 dögum í dryhopping á alla humla. Lengri tími og þá getur maður verið að fá grastóna og fleira sem er ekki endilega æskilegt.
Það er líklega í fínu lagi með bjórinn, en ef það hefði komist einhver padda í hann þegar það var rifa í vatnslásnum þá gerirðu lítið í því annað en að setja á flöskur og komast að því þegar þú smakkar.
Re: Tri-centennial IPA
Posted: 14. May 2013 14:17
by aggi
það er enn að blúbba smá og þetta er búið að gerjast í 5 daga á ég að skella þeim útí eða bíða þangað til að þetta er hætt að blúbba ??
Re: Tri-centennial IPA
Posted: 14. May 2013 14:19
by einarornth
aggi wrote:það er enn að blúbba smá og þetta er búið að gerjast í 5 daga á ég að skella þeim útí eða bíða þangað til að þetta er hætt að blúbba ??
Spurning um að gefa þessu 2-3 daga í viðbót, nema þér liggi þeim mun meira á.
Re: Tri-centennial IPA
Posted: 14. May 2013 21:49
by aggi
liggur ekki alltaf mikið á
ég skelli þeim í á morgun þá eru komnir 6 dagar tek þetta 50/50 bara
Re: Tri-centennial IPA
Posted: 14. May 2013 22:33
by hrafnkell
Þolinmæði er eitthvað sem maður neyðist til að temja sér sem bruggari..

Re: Tri-centennial IPA
Posted: 15. May 2013 10:56
by einarornth
hrafnkell wrote:Þolinmæði er eitthvað sem maður neyðist til að temja sér sem bruggari..

Letin bjargar þessu fyrir mig, það má svo sem kalla hana þolinmæði

Re: Tri-centennial IPA
Posted: 28. May 2013 23:59
by aggi
einarornth wrote:hrafnkell wrote:Þolinmæði er eitthvað sem maður neyðist til að temja sér sem bruggari..

Letin bjargar þessu fyrir mig, það má svo sem kalla hana þolinmæði

Ég er alltaf eins og litlu börnin á jólunum get ekki beðið verð að opna alla pakkanna strax
