Page 1 of 1
Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 9. May 2013 23:27
by busla
Uppskrift:
TRI-Centennial IPA af brew.is (
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/TriCentennialIPA" onclick="window.open(this.href);return false;)
Gerjunarhitinn rauk upp í 26 gráður og var þannig í nokkra daga. Er kominn á 9 dag núna. Bjórinn er mjög skýjaður og ég hef ekki ennþá fundið neina lausn á þessu á netinu.
Hvað er best að gera í stöðunni svo hann verði drykkjanlegur?
Nonni
Re: Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 9. May 2013 23:35
by bergrisi
Notaðu blautan bol. Þú getur náð hita niður um 5 gráður. Ég gerði þetta í vetur með góðum árangri. Bleytti bol með köldu vatni og setti yfir fötuna. Skipti um tvisvar á sólarhring. Jafnvel hægt að skipta oftar.
Re: Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 9. May 2013 23:40
by busla
Til að koma honum niður 18 gráður? Hvað með að cold-crash´a hann bara núna?
Re: Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 10. May 2013 10:05
by hrafnkell
Þú bjargar engu úr þessu svosem, gerjunin er búin og ekki hægt að taka bragðið sem kemur af heitri gerjun úr honum. Bara setja hann á flöskur og vona að hann verði ekki vondur. Og pæla betur í gerjunarhitanum þegar þú gerir næsta bjór

Re: Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 10. May 2013 19:15
by hjaltibvalþórs
Það væri mögulega hægt að þurrhumla hann aftur til að reyna að fela aukabragðið.
Re: Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 10. May 2013 21:05
by hrafnkell
hjaltibvalþórs wrote:Það væri mögulega hægt að þurrhumla hann aftur til að reyna að fela aukabragðið.
Mehh.. Ekki viss um að það geri mikið annað en að henda ~500kr auka (af humlum) í bjórinn
Hæpið að þurrhumlun yfirgnæfi estery, boozy aukabrögð..
http://sciencebrewer.com/2012/08/06/exp ... e-on-beer/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 10. May 2013 21:12
by gunnarolis
Þurrhumlun núna er ekki að fara að breita neinu. Tappaðu bara bjórnum á flöskur (þegar hann hefur náð terminal gravity) og haltu hitanum lægri í næstu bruggun.
You live you learn.
[edit:typo]
Re: Gerjunarhiti upp úr öllu valdi
Posted: 10. May 2013 23:18
by hjaltibvalþórs
hrafnkell wrote:hjaltibvalþórs wrote:Það væri mögulega hægt að þurrhumla hann aftur til að reyna að fela aukabragðið.
Mehh.. Ekki viss um að það geri mikið annað en að henda ~500kr auka (af humlum) í bjórinn
Hæpið að þurrhumlun yfirgnæfi estery, boozy aukabrögð..
http://sciencebrewer.com/2012/08/06/exp ... e-on-beer/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Jæja þá er það bara að nota einhvern kælibúnað næst. Hef lent í þessu sjálfur með Bee Cave, bauð síðan upp á hann í partýi og vinir mínir voru hæst ánægðir með "belgíska bjórinn" eins og þeir kölluðu hann.